Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2006, Síða 16

Freyr - 01.08.2006, Síða 16
Framvirkir samningar til stýringar mjólkurframleiðslu Eftir Daða Má Kristófersson hagfræðing, Bændasamtökum Islands Mjólkurneysla á íslandi hefur að undanförnu aukist hraðar en mjólk- urframleiðsla. Mjólkuriðnaðurinn hefur gripið til nokkurra aðgerða til að hvetja til aukinnar framleiðslu. Meðal þessara aðgerða eru auknar álagsgreiðslur og greiðslur fyrir umframmjólk. Hærra verð fyrir mjólkina leiðirtil aukins framboðs á þessum markaði sem öðrum. Mjólk- urframleiðsla er hins vegar um margt sérstæð. Eitt aðaleinkenni hennar er hve framleiðsluferillinn er langur og sveigjanleikinn í honum takmarkaður til skamms tíma. Fram- leiðslumagn hvers bús ræðst af fjölda kúa og nyt. Óhætt er að fullyrða að langtímaframleiðslugeta búsins ráðist fyrst og fremst af fjölda kúa, en henni verður ekki breytt verulega nema með löngum fyrirvara. Verðhvatar mjólkuriðnað- arins hafa hins vegar einungis áhrif á framleiðslumagnið til skamms tíma. Áhrifin eru tvennskonar. í fyrsta lagi fjölgar kúm í framleiðslu vegna hækkunar á hagfræðilegum endingartíma kúa, þ.e. þeim tíma sem borgar sig að hafa kúna í fram- leiðslu. Kúm í framleiðslu fjölgar þannig vegna þess að þeim kúm er haldið í framleiðslu sem við aðrar forsendur um mjólkurverð hefðu verið sendar í sláturhús. í öðru lagi getur bóndinn lagað fóðrun að breyttum markaðsaðstæðum með því t.d. að auka kjarnfóðursnotkun. VERÐ-, FRAMLEIÐSLU- OG SÖLUÓVISSA Það fer algerlega eftir aðstæðum í hve mikl- um mæli bændur geta brugðist við þeim verðhvötum sem mjólkuriðnaðurinn beitir. Því fleiri vandræðakýr sem borgar sig að halda í vegna verðhvata því meiri áhrif. Því fleiri kýr sem eru þannig staðsettar á mjalta- skeiði að hægt er að hafa veruleg áhrif á nyt þeirra með breyttri fóðrun því meiri áhrif. Almennt gildir síðan að því fyrr sem hvatar mjólkuriðnaðarins koma fram á hverju verðlagsári því meiri verða áhrifin. Mjólkuriðnaðinum er vandi á höndum að ákvarða hvaða loforð um umframgreiðslur skuli sett fram og hvenær það skuli gert. Því meira sem er lofað og þvi fyrr sem loforðin koma fram því meiri mjólk. Þarfir mjólkur- iðnaðarins fyrir mjólk ráðast af neyslu mjólkurvara sem getur verið sveiflukennd. Stjórnendur afurðastöðva þurfa því bæði að spá fyrir um hve mikið þeir þurfa af mjólk miðað við áætlaða sölu og hve mikið þeir munu fá af mjólk miðað við mismunandi loforð um greiðslur til bænda. FRAMVIRKIR SAMNINGAR Hvaða öðrum aðferðum gæti mjólkuriðnað- urinn beitt til að tryggja framleiðslu I sam- ræmi við þarfir? Spurningin snýst um að finna framleiðsluhvata sem tekur tillit til langra framleiðsluferla og takmarkaðs sveigjanleika í mjólkurframleiðslu en er ekki opinn í báða enda eins og núverandi kerfi. Dæmi um slíka hvata eru framvirkir samn- ingar. Framvirkir samningar eru samningar um afhendingu ákveðinnar vöru á ákveðn- um degi í framtíðinni. Notkun slíkra samn- inga er mjög útbreidd á mörkuðum fyrir hráefni, ekki síst landbúnaðarvörur þar sem aðstæður, og þar með verð, geta breyst hratt. Með því að gera slíkan samning eyð- ir bóndinn óvissunni um verðið sem hann fær fyrir mjólkina en afurðastöðin eyðir óvissunni um það magn af mjólk sem af- hent er. Bóndinn getur nú skipulagt fram- leiðslu stna með nægilegum fyrirvara enda er búið að eyða verðóvissunni. Lengri fyrir- vari leiðir til þess að bóndinn getur náð nið- Kýrnar á Herjólfsstöðum í Álftaveri 16 FREYR 08 2006

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.