Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.2006, Side 17

Freyr - 01.08.2006, Side 17
 Úr mjólkurbúi MS á Selfossi ur framleiðslukostnaði mjólkurinnar enda eru honum fleiri vegir færir til að uppfylla samninginn því lengri sem fyrirvarinn er. Að sama skapi iendir mjólkuriðnaðurinn ekki í þeirri stöðu að lofa greiðslum fyrir óþekkt magn mjólkur eins og í dag. Við getum hugsað okkur kerfi sem ynni með þeim hætti að settur yrði upp sameiginlegur upp- gjörsmarkaður bænda og afurðastöðva fyr- ir framvirka samninga. Afurðastöðvarnar gætu þá óskað eftir tilboðum í ákveðið magn mjólkur umfram kvóta, með fyrirvara sem er nógu langur til að bændur gætu brugðist við honum. Sem dæmi gæti af- urðastöð óskað eftir tilboðum um þessar mundir í framvirka samninga varðandi mjólk til afhendingar í ágúst 2007. Bóndi sendir inn tilboð um ákveðið verð og magn í samræmi við aðstæður á búinu. Taki af- urðastöðin tilboðinu hefur bóndinn nú rúmt ár til að skipuleggja búreksturinn þannig að markmiðið náist. SKILGREINING FRAMVIRKRA SAMNINGA Þó svo framvirkir samningar séu afar gagn- leg tæki er að mörgu að hyggja við skipu- lagningu þeirra. Forsenda fyrir markaði með framvirka samninga er tilvist á samnings- formi sem báðir aðilar væru sáttir við. í því þyrfti að skilgreina vöruna með fullnægjandi hætti, nógu nákvæmlega til að tryggt sé að varan sé búin þeim eiginleikum sem afurða- stöðin sækist eftir en samt sem áður ekki svo nákvæm að erfitt sé að uppfylla samn- inginn. Þetta á bæði við um vöruna sjálfa (magn og efnainnihald), hvar hún er afhent og hvenær. Raunhæf ákvæði verða að vera í slíkum samningum um bætur vegna va- nefnda. Almennt gildir að of nákvæmlega skilgreindir samningar með þungum refsing- um vegna vanefnda draga úr virði samn- ingsins í augum bænda meðan of almennir samningar með léttum refsiákvæðum draga úr virði í augum mjólkuriðnaðarins. Þessar ólíku þarfir þarf að taka til greina. Staðlaðir samningar Dæmi um framvirka samninga eru samn- ingar um afhendingu á mjólk sem seldir eru á Chicago Merchantile Exchange (CME - Kaupsýslumarkaði Chicago-borg- ar). Um þessar mundir er verð á mjólk 0,11 Bandarlkjadalir fyrir hvert pund mjólkur. Hjá CME er hægt að kaupa fram- virkan samning um afhendingu á mjólk í febrúar 2007 á um 0,122 Bandríkjadali fyrir hvert pund mjólkur og hljóðar hver samningur upp á afhendingu á 20.000 pundum af mjólk (sjá www.cme.com). Þessir samningar eru staðlaðir hvað varð- ar magn, eiginleika vörunnar og afhend- ingu. Slík stöðlun er útbreidd á stærstu mörkuðum fyrir framvirka samninga, eins og á hráefnamörkuðum í Bandaríkjunum. Eini munurinn sem verið getur á stöðluð- um framvirkum samningum er afhend- ingartíminn. Er þá talað um „júlf 2007 samninginn" fyrir mjólk eða „janúar 2008 samninginn" enda þessir tveir samningar eins að öðru leyti. Þetta kann að koma fólki spánskt fyrir sjónir því ostaframleið- anda í Kaliforníu er þvert um geð að allir samningar kveði á um afhendingu á mjólkinni í Chicago. Stöðlun einfaldar hins vegar verulega viðskipti með samn- ingana, því ef allir samningar eru eins er einfaldlega hægt að „standa við" samn- inginn með því að kaupa til baka jafn marga samninga og seldir voru eða selja jafn marga og keyptir voru og verða þar með skuldlaus. Verslunin með hina raunverulegu vöru fer síðan fram á sérstökum markaði. Slík- ir staðlaðir framvirkir samningar eru nefnilega fyrst og fremst notaðir til að eyða verðóvissu en ekki magnóvissu. Þeg- ar öfl framboðs og eftirspurnar fá að ráða óheft, eins og á markaðinum fyrir mjólk í Bandaríkjunum, verður aldrei misræmi milli þess magns sem framleiðendur vilja selja og kaupendur kaupa. Verðið breytist og tryggir það. Hið nána samhengi milli verðs staðlaðra framvirkra samninga og verðs tilheyrandi vöru gerir það mögulegt að losa sig við verðóvissuna og þegar hún er ekki lengur til staðar má alltaf tryggja magnið. Oddur bóndi á Dagverðareyri í Eyjafirði við mjaltir Mikilvæg forsenda þess að framvirkir samningar í mjólkurframleiðslu virki er að samspil kvóta og samninga sé nákvæm- lega ákvarðað, þ.e. hvenær bóndi getur löglega uppfyllt samninginn. Ef bóndanum er í sjálfsvald sett hvenær hann afhendir mjólk upp í samninginn og hvenær hann afhendir mjólk samkvæmt kvóta verða samningarnir lítils virði fyrir mjólkuriðnað- inn, enda kosta „vanefndir" ekkert fyrir fyrstu 10% í fráviki samkvæmt kvótakerf- inu. Eðlilegt er að mjólk verði skilgreind sem mjólk umfram kvóta samkvæmt samningunum og afhending verði alla jafna á síðustu mánuðum hvers verðlag- sárs til að taka tillit til þessa. Það þarf að skilgreina hvort og með hvaða hætti er hægt að framselja samningana, hvort sala á eftirmarkaði verði leyfð og hvort slik sala verði háð takmörkunum. Núverandi kerfi, með frjálsu framsali á kvóta, opnar fyrir þá leið að bændur geti stýrt umframfram- leiðslu einfaldlega með því að kaupa eða selja kvóta svo í raun er útilokað að koma í veg fyrir einskonar eftirmarkað. Spurn- ingin er hins vegar hvort slíkur markaður verði öllum opinn eða ekki. LOKAORÐ Kostir framvirkra samninga eru ótvíræðir. Það er því ómaksins vert að kanna hvort slíkir samningar gætu tekið að nokkru við hlutverki framleiðsluhvetjandi álags- greiðslna enda samræmast þeir betur hin- um löngu framleiðsluferlum og litla skamm- tímasveigjanleika mjólkurframleiðslunnar. 17 FREYR 08 2006

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.