Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.2006, Side 19

Freyr - 01.08.2006, Side 19
NÝJA SVÍNAHÚSIÐ í sláturhús, en þurfi í rauninni aldrei að fara til baka innan byggingarinnar sjálfrar eða á milli húsalengja. Annað gildir um gylturnar sem óhjákvæmilega verða að flytjast frá gotdeild- um yfir í geldstöðu- og tilhleypingahús eftir því sem við á, þó allt innan sömu húsalengju. Gyltan og grísir hennar eru fyrstu þrjátíu dagana frá goti höfð í gotstíu áður en fært er frá gyltunni og smágrísunum komið fyrir í samnefndri deild. í smágrísadeildinni eru þeir til ellefu vikna aldurs. Að þeim tíma slepptum eru eldisgrísirnir fluttir í eldisdeild hvar þeir verja tímanum fram að slátrun eða í um tólf vikur. Almennt er grísum slátrað þegar þeir hafa náð 165-170 daga aldri. Á Brúarlandi er að jafnaði fært frá tíu til ell- efu gyltum hálfsmánaðarlega og er stærð deildanna miðuð við að geta tekið við fjölda grísa undan þeim fjölda gyltna. Sem fyrr seg- ir eru herbergin sótthreinsuð á milli flutninga. FÓÐRIÐ BLANDAÐ Á STAÐNUM Allt fóður er blandað á búinu og eru eldis- svínin og gylturnar fóðraðar á votfóðri en smágrísirnir fé þurrfóður á mjólkurskeiðinu og til ellefu vikna aldurs. Öll fóðurgjöf er tölvustýrð en þó er smágrísum gefið hand- virkt fyrst eftir fráfærur. HRÖÐÞRÓUN Árið 1991 þegar Guðbrandur byggði þann hluta vestari húsalengjunnar sem nú hýsir eldisgrísi stækkaði hann búið í 75 gyltur. Á þeim tíma taldist Brúarlandsbúið vera með stærri svínabúum á landinu. Þróunin í grein- inni hefur verið gífurleg undanfarin ár. Bú- um hefur fækkað og þau stækkað hlutfalls- lega meira en gerst hefur í öðrum búgrein- um á sama tíma. Búið á Brúarlandi á Mýrum telst því í dag vera tæplega meðalstórt svínabú á íslenskan mælikvarða. Á myndinni má sjá gölt sem er blanda af land og Duroc-kyni tiihleypingarstíu. Til hliðar við göltinn bíður gyltan Byggingarlýsing Geldstöðu- og tilhleypingahús á Brúarlandi á Mýrum. Stærð 292,1 m2, rúmmál 1.051,6 m3. Húsið er teiknað af Byggingaþjónustu Bændasamtaka íslands eftir frumteikningu Hans Hojer Staldbyg a/s í Danmörku. Út- veggir eru úr steinsteyptum einingum frá Loftorku ehf. í Borgarnesi. Einangrun í út- veggjum er 100 mm frauðplast. Botn flóra og gólfplata er steypt á staðnum. Stein- rimlar eru yfir flórum og í þeim svokallað sogflórakerfi. ( þaki eru límtréssperrur, langbönd úr límtré og yleiningar (ÞV-107) frá Límtré-Vírneti ehf. ( gluggum er tvöfalt gler og eru gluggarnir opnanlegir til neyð- arloftræstingar. Tölvustýrt loftræstikerfi frá Turbovent með inn- og útblæstri í þaki. Innréttingarnar í byggingunni eru danskar að uppruna (Akofunki), fluttar inn af Lif- landi ehf. fré Hans Hojer Staldbyg a/s í Danmörku. Samhliða byggingunni var reist tengihús við eldri byggingu sem er 40,6 m2 (129,3 m3). ( því er hreinlætisaðstaða og aðstaða til fataskipta, sæðisblöndunar og sótt- hreinsunar en húsið á jafnframt að vera inngangur inn í gripahúsin. Veggir og þak tengibyggingar eru úr sömu efnum og í aðalbyggingunni. FREYR 08 2006 19

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.