Freyr - 01.08.2006, Qupperneq 22
SAUÐFJÁRRÆKT
Yfirlit um skýrsluhald
fjárræktarfélaganna
árið 2005
IEftir Jón Viðar
Jónmundsson,
Bændasamtökum
íslands
Á íslandi er almennari þátttaka
sauðfjárbænda í skýrsluhaldi en
dæmi eru um í nokkru öðru landi í
heiminum. Tímamót í þessum
efnum urðu samt árið 2004 þegar
tekin var upp gæðastýring í
íslenskri sauðfjárrækt. Það leiddi til
þess að fast að því 90% af sauðfjár-
stofninum í landinu eru nú skýrslu-
færð í skýrsluhaldi fjárræktarfélag-
anna. Það er ekki aðeins að umfang
þessa starfs sé meira hér á landi en
í öðrum löndum heldur á þetta starf
sér dýpri rætur en hjá öðrum
þjóðum. Öflugt skýrsluhald á
vegum fjárræktarfélaganna hefur
verið til staðar hér á landi í rúmlega
hálfa öld. Niðurstöður skýrslu-
haldsins sundurgreindar eftir
einstökum fjárræktarfélögum er að
finna yfir allt þetta tímabil og eru
þar komnar samfelldar heimildir um
þróun í sauðfjárrækt og fjárbúskap
í einstökum sveitum eða héruðum
hér á landi.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum
helstu niðurstöðum úr skýrsluhaldinu árið
2005 og verður það gert með líku sniði og
éður þannig að greinin geti nýst lesendum
sem heimild um þróun búskaparins með sam-
anburði við eldri hliðstæð yfirlit. Meginhluti af
tölulegum niðurstöðum kemur fram í töflu 1
þar sem allar helstu fjölda- og meðaltalstölur
fyrir einstök fjárræktarfélög er að finna. Hins
vegar eru ekki lengur birtar töflur um afurða-
hæstu bú þar sem slík yfirlit má orðið finna á
mjög aðgengilegu formi á Netinu.
GÓÐUR SAMANBURÐARGRUNNUR
Á síðasta ári var allur samanþurður við eldri
niðurstöður örðugur sökum hinnar feikilega
miklu aukningar sem varð þá í skýrsluhald-
inu vegna innleiðingar gæðastýringarinnar.
Núna er hins vegar fyrir hendi mjög góður
samanburðargrunnur við síðasta ár vegna
þess að nýir skýrsluhaldarar á árinu nema
aðeins þeim fjölda sem hætti fjárbúskap
haustið 2004. Þannig eru I uppgjörinu að
þessu sinni nákvæmlega jafnmörg fjárrækt-
arfélög og árið 2004, eða 134 samtals, og
bú sem koma til uppgjörs eru einnig ná-
kvæmlega jafnmörg eða 1.550 bæði árin.
Þegar gæðastýringin var tekin upp var
skýrsluhöldurum gefinn kostur á að vera
þátttakendur án þess að vera skráðir í fjár-
ræktarfélag. Þetta form hafa nokkrir aðilar,
aðallega í Austur-Húnavatnssýslu og á Suð-
urlandi, nýtt sér og eru um 3% skýrslu-
haldsins á þessum grunni. Niðurstöður fyrir
þessi bú birtast hvergi í yfirlitum úr uppgjör-
inu á einstaklingsgrunni, þau koma ekki inn
í meðaltöl eða fjöldatölur einstakra fjár-
ræktarfélaga en eru hins vegar með í sýsl-
umeðaltölum og landsmeðaltölum.
YFIRLIT UM FJÖLDA
SKÝRSLUFÆRÐRA ÁA
Fullorðnu ærnar sem koma til uppgjörs eru
samtals 304.902 (303.435 árið 2004) og
veturgömlu ærnar 57.528 (55.139 árið
2004) og fjölgar þeim veturgömlu því hlut-
fallslega heldur meira en fullorðnu ánum.
Líklega má aðallega rekja það til þess að
nánast allir skýrsluhaldarar skila nú skýrslum
um veturgömlu ærnar líkt og reglur gæða-
stýringarinnar gera ráð fyrir en slíkt var áður
ögn breytilegt meðal skýrsluhaldara í félög-
unum. Skýrslufærðar ær í félögunum á ár-
inu 2005 urðu því samtals 362.430
(358.574 árið 2004). Þessar tölur sýna því
að meðalbúið stækkar lítillega eða úr 231 á
í tæplega 234 ær.
Vanhöld af fullorðnu ánum voru samtals
4.112 ær (3.641 árið 2004) eða 1,3% á
tímabilinu frá hausti til byrjunar sauðburðar.
Af gemlingunum voru það hins vegar 431
(316 árið 2004) eða 0,7% sem hlutu slík ör-
lög á sama tíma. Þessi vanhöld eru nokkru
meiri en áður hefur verið. Ég hygg að þar sé
samt ekki um raunverulega marktæka
aukningu að ræða, heldur sé þetta þáttur
sem áður var að einhverju leyti vantalinn í
skýrsluhaldinu eins og áður hefur verið bent
á. Þær ær sem hér er fjallað um koma vitan-
lega hvergi við sögu þegar kemur að út-
reikningi framleiðslu eftir hverja á.
Frekari skoðun á fjöldatölunum sýnir að í
tveimur héruðum er fjöldi skýrslufærðra áa
yfir 30 þúsund en það er f Skagafirði, þar
sem þær eru 32.201, og í Norður-Múlasýslu
þar sem fjöldinn er 31.874 ær. f einstökum
fjárræktarfélögum er fjöldi skýrslufærðra áa
langsamlega mestur í Sauðfjárræktarfélagi
Sveinsstaðahrepps þar sem þær eru 11.103
en félagssvæðið spannar margar sveitir í
Austur-Húnavatnssýslu. Þá eru þrjú önnur
félög þar sem fleiri en 7.000 ær eru skýrslu-
færðar. Sauðfjárræktarfélagið Jökull á Jök-
uldal er með 7.663 ær, Sauðfjárræktarfé-
lagið Stefnir í Bæjarhreppi með 7.392 ær
22
FREYR 08 2006