Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2006, Side 3

Freyr - 01.09.2006, Side 3
EFNISYFIRLIT 6-8 ■ AÐLÖGUN FINNSKS LANDBÚNAÐAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU - Hvernig hefur finnskum bændum vegnað eftir inngönguna í Evrópusambandið? ■ ALLT UNDIR EINU ÞAKI - Á bænum Káranesi I Kjós var byggt nýtt fjós sem miðast við afkastagetu eins mjaltaþjóns. 10-11 I 19-21 ■ ISLENSK SÉRKENNI ERU SÖLUVARA FRAMTÍÐARINNAR - Farmers Market hannar, framleiðir og selur vörur úr ull. ■ GEYMSLUHÚSNÆÐI TIL SVEITA - Bændur breyta húsnæði í geymslur fyrir tjaldvagna, fellihýsi, húsbíla og hjólhýsi. Aðlögun finnsks landbúnaðar að Evrópusambandinu - eftir Jyrki Niemi, prófessor við Agrifood Research Finland ..4 Allt undir einu þaki - Á bænum Káranesi í Kjós var byggt nýtt fjós sem miðast við afkastagetu eins mjaltaþjóns.....................6 Kaup og sala heys - eftir Ingvar Björnsson.....................9 íslensk sérkenni eru söluvara framtíðarinnar - Farmers Market hannar, framleiðir og selur vörur úr ull.....10 Átgeta og fóðurát - NorFor (5) - Hvernig er fóðurát gripa áætlað í nýja fóðurmatskerfinu?....12 Einkunnir sæðingastöðvahrútanna haustið 2006..................14 Atriði úr kjötmati sláturiamba úr fjárræktarfélögunum haustið 2005 - eftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum Islands..........16 Geymsluhúsnæði til sveita - Bændur breyta húsnæði í geymslur fyrir tjaldvagna, fellihýsi, húsbíla og hjólhýsi ....................19 Hætti mjólkurframleiðslu og breytti fjósinu í geymslu fyrir tjaldvagna og fellihýsi - viðtal við Brynjólf Guðmundsson í Hlöðutúni.20 Heykögglatilraun á Vörðubrún 2005 - eftir Þórarin Lárusson, Búnaðarsambandi Austurlands, Jóhannes Sveinbjörnsson og Guðfinnu Hörpu Árnadóttur, Landbúnaðarháskóla Islands........................................22 Lýsing í fjósum - Lýsing í fjósum getur haft áhrif á nyt kúa auk þess sem rétt Ijósastýring getur haft veruleg áhrif á rafmagnsreikninginn.......24 Ný meðferð við júgurbólgu gæti orðið valkostur á móti sýklalyfjum................................................26 Tvö innlegg í kálfadauðaverkefnið - Þórarinn Lérusson gefurTóninn....27 Sjávardvöl laxins kortlögð - Veiðimálastofnun hefur endurheimt fimm laxa með rafeindamerki eftir ársdvöl í hafinu ...........................................28 Svínarækt - upplýsingar um ræktunarstarf, sölu, verðlag og afkomu greinarinnar...........................................30 Starfsemi sauðfjársæðingastöðvanna árið 2005.....................32 Markaðurinn - verð á greiðslumarki og yfirlit yfir sölu ýmissa búvara og kjötmarkað.34 FORMÁLI Undanfarin misseri hefur umræða um matvælaverð verið áberandi í þjóðfélaginu. Tillögur um að breyta tollum, virðisaukaskatti og jafn- vel stuðningsfyrirkomulagi við bændur hafa verið nefndar til þess að lækka matvælaverð i landinu. Þetta er ekki einföld umræða og krefst þess að litið sé á málin frá ýmsum sjónarhornum. Ein leiðin er að læra af reynslu annarra þjóða sem gengið hafa í gegnum breytingar, þar á meðal á landbúnaði. ( þessu tölublaði Freys er skyggnst til Finnlands sem fyrir 11 árum gekk í Evrópusamband- ið. Við það breyttist rekstrarumhverfi bænda töluvert en í þýddri grein eftir Jyrki Niemi, prófessor við Agrifood Research í Finnlandi, er rakið hvernig finnskir bændur tókust á við nýja ttma. Bændum fækkaði mikið og aðlögun að sameiginlegri landbúnaðarstefnu sambandsins leiddi til þess að afurðaverð til bænda lækkaði um 40-50%. Samið var við finnsku bændurna um stuðningsaðgerðir til mótvægis sem gerðu aðlögunina léttbærari. Niðurstaðan var m.a. gjörbreytt samsetning landbúnaðarframleiðslunnar og minnkandi heildartekjur bænda. Matvælaverð féll um 11 % eftir inngönguna í Evrópusambandið en finnski greinarhöfundurinn bendir á að verð- lækkunin komi eingöngu til vegna lægra verðs til framleiðenda. Lægra verð til neytenda sé ekki tilkomið vegna aukinnar samkeppni í smásölugeiranum því þar hafi verðmyndun matvara aukist veru- lega á undanförnum árum. Það er umhugsunarefni. í þessu tölublaði er farið í heimsókn á bæinn Káranes í Kjós þar sem stórhuga fólk hefur nýlega tekið í notkun nýtt fjós. Ekki er á neinn hallað þegar sagt er að þarna sé risið eitt af glæsilegri fjósum landsins. Rekstareiningin miðar að því að fullnýta afkastagetu eins mjaltaþjóns sem er tímanna tákn í íslenskum kúabúskap. Mörg kúabú hafa stækkað undanfarin misseri en ekki hafa allir ákveðið að auka framleiðsluna heldur hætt að búa með kýr. Brynjólfur Guðmundsson í Hlöðutúni tók erfiða ákvörðun ásamt sinni fjölskyldu þegar hann ákvað að hætta kúabúskap og breyta nýlegu fjósi f geymsluhúsnæði. Freyr heimsótti Brynjólf og kynnti sér þessa viðskiptahugmynd sem hann hrinti í framkvæmd. Að vanda er margt í blaðinu sem tilheyrir árstíðinni, m.a. upplýs- ingar um einkunnir sæðingarstöðvahrútanna, heykögglatilraun og atriði úr kjötmati sláturlamba. Þegar skammdegið sækir á er heldur ekki úr vegi fyrir bændur að renna yfir greinina um lýsingu í fjósum. Það er að mörgu að hyggja á haustin! /TB FREYR - Búnaðarblað - 102. árgangur - nr. 5, 2006 • Útgefandi: Bændasamtök Islands • Ritstjóri: Tjön/i Bjarnason (ábm.) • Auglýsingar: Tjörvi Bjarnason • Prófarkalestur: Oddbergur Eiriksson og Álfheiður Ingimarsdóttir • Umbrot: Prentsnið - Ingvi Magnússon • Útlitshönnun: Blær Guðmundsdóttir • Aðsetur: Bændahöllinni v. Hagatorg - Póstfang: Bændahöllinni v. Hagatorg, 107 Reykjavík • Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, simi: 563-0300, bréfslmi: 562-3058 • Netfang FREYS: freyr@bondi.is • Netfang auglýsinga: freyr@bondi.is • Prentun: Isafoldarprentsmiðja, 2006 • Upplag: 1.600 eintök • Forslða: Sláturlömb á bænum Auðnum I Reykdælahreppi. Ljósm. Tjörvi Bjarnason. Freyr 09 2006

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.