Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2006, Qupperneq 13

Freyr - 01.09.2006, Qupperneq 13
FÓÐRUN sterkjuinnihaldið og meltanleikinn lægri en NDF-innihaldið hærra. Við útreikning á fóðuráti í nýja fóður- matskerfinu er einnig tekið tillit til fóðrun- araðferðar og fjósgerðar. Sem dæmi má nefna að þegar fóðrað er annars vegar með heilfóðri og hins vegar í lausgöngufjósi er reiknað með 3% og 5% meiri átgetu. Eftir afurðastigi og stöðu á mjaltaskeiði þýðir það 0,5-1,0 kg meira þurrefnisát. í NorFor- kerfinu er um leið tekið tillit til þess að kýr í lausagöngu og á beit þurfa meiri orku til viðhalds þannig að hluti af meira fóðuráti fer í að mæta auknum viðhaldsþörfum. BESTUN Á FÓÐURSKAMMTI í NORFOR-KERFINU Við útreikning á dagsfóðurskammti og fóðurefnasamsetningu samkvæmt NorFor- aðferðinni verður enn fremur tekið tillit til hagfræðilegrar bestunar. Þetta þýðir að ásamt því að reikna eða áætla ódýrasta mögulega fóðurskammt miðar bestunin að því að fóðurskammturinn uppfylli átgetu gripanna og þörfina fyrir orku og prótín (AAT) sem afurðastigið segir til um. Til við- bótar þessu eru síðan sett ákveðin mörk fyrir PBV-gildið í dagsfóðrinu, samanlagt magn sykurs og sterkju, fitu og NDF í dags- fóðrinu. í töflu 3 er reiknað dæmi um bestun á dagsfóðri við breytileg gróffóðursgæði (vot- hey) og mismunandi afurðastig. I dæminu er notast við vothey sem inniheldur 0,95 og 0,85 FEm samkvæmt eldra og núverandi fóðurmatskerfi. Fyllistuðullinn fyrir þessa tvo gróffóðursskammta er annars vegar 0,49 og hins vegar 0,56 í kg þurrefnis. Útreikningarnir í töflunni gera ráð fyrir að orkuþörfin sé uppfyllt og að kýrnar séu komnar 100 daga frá burði. Niðurstöðurnar sýna að hærri nyt leiðir til meiri átgetu en ekki meira gróffóðursáts. Það stafar af því að meiri kjarnfóðursgjöf við hærri nyt pressar gróffóðursátið niður (vegna samkeppnisáhrifa milli gróffóðurs og kjarnfóðurs). í þessu dæmi munar þrem- ur kg þurrefnis í gróffóðuráti þegar vothey- ið reiknast með lægri fyllistuðul en hærra næringargildi. Aftur á móti er kjarnfóður- þörfin 4 kg og 4,4 kg minni við meðalnyt og hærri nyt. Tafla 3. Dæmi um útreikning í NorFor-kerfinu á gróffóðursskammti af mismunandi gæðum Gott gróffóður1 Meðalgott gróffóður2 Orku- og prótínþörf og kröfur Fóðurát Fóðurát OLM, kg Átgeta, kg NOM, MJ3 AAT, g Vothey, Kjarnfóður, Vothey, Kjarnfóður, kg kg þe. kg kg þe. kg 25 6,84 112 1611 12,1 5,1 9,0 9,5 35 7,86 142 2256 12,0 10,5 8,9 14,5 1 Vothey, 0,95 FEm í kg þe. miðað við núverandi fóðurmatskerfi (meltanleiki þe; 78 %) 2Vothey, 0,85 FEm í kg þe. miðað við núverandi fóðurmatskerfi (meltanleiki þe; 72 %) 3NOM = virk orka til mjólkurframleiðslu, reiknuð í megajoule. Sama orkumagn mælt í FEm: 112/6,9 = 16,2 Fem, 142/6,9= 20,6 Dæmin í töflu 3 eiga einnig að sýna að við gildistöku NorFor-fóðurmatskerfisins verður tekið tillit til þess hvernig gróffóðurgæðin og samspil gróffóðurs og kjarnfóðurs hafa áhrif á gróffóðurátið. Þetta ætti að styðja vel við þá viðleitni, eða öllu heldur fóðrunar- stefnu, í mjólkurframleiðslunni að hámarka gróffóðurátið en um leið að ákvarða eðli- legt kjarnfóðurmagn sem gefur dagsfóður sem uppfyllir fóðurþarfir gripanna. Eins og áður segir eru í fóðurbestuninni sett ákveðin mörk um innihald af auðgerjan- legum kolvetnum, sykri og sterkju og að fóðrið innihaldi nægilegt magn af NDF. Það er fyrst og fremst gert til þess að tryggja eðlileg skilyrði í vömbinni. f NorFor-kerfinu er einnig notast við aðra viðmiðun að því er varðar áhrif fóðursins á vambarstarfsemina hjá gripunum og til að tryggja að fóðrið hverju sinni hafi nægilega „byggingu" og sé nægilega gróft. Það er gert með því að reikna tyggitíma fóðursins, þ.e.a.s. hve lang- an tíma það tekur gripinn að éta og jórtra dagsfóðurskammtinn. (næstu NorFor-grein verður gerð grein fyr- ir eðli og tilgangi þessarar aðferðar. Höfundar frumtexta eru Harald Volden, fóðurfræðingur við Institutt for husdyr- og akvakulturvitenskap við Norska landbúnað- arháskólann og ráðgjafi TINE I Noregi, Mogens Larsen, fóðursérfræðingur hjá Dansk kvæg og Maria Mehlqvist, sérfræð- ingur hjá Svensk mjolk og starfsmaður Nor- For-verkefnisins. Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Bændasamtökum Islands, þýddi og staðfærði. FREYR 09 2006 13

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.