Freyr - 01.09.2006, Qupperneq 23
FÓÐRUN
metnir, mældir og stigaðir og einnig V-flokks-
skrokkarnir, sem voru þíddir upp til saman-
burðarmats. Á mynd 3 má sjá muninn á fall-
þunga, síðufitu og innanmör eftir skrokkum
og sker B-hópurinn sig nokkuð úr.
UMRÆÐA
Ljóst var að lokinni tilrauninni að um veru-
lega aukningu í átgetu og orkunýtingu er
að ræða af köggluninni. Út frá niðurstöð-
unum má leiða að því sterk rök að séu
smálömb í rýrari kantinum, sem varla eru
slátrunarhæf að hausti, tekin snemma á
hús og fóðruð á 300-600 g af heyköggl-
um og góðu heyi að vild í 2-2,5 mánuði
borgi vaxtarauki eldisins kostnaðinn af
köggluninni og að ullarverðið verði umbun
fyrir vinnuna. Er þá miðað við að svipaðar
Ivilnanir fáist fyrir slátrun á þessum tíma og
verið hafa.
Miðað við eðlilega efnasamsetningu hrá-
efnisins á að vera hverfandi þörf á öðru
viðbótarfóðri en steinefnum, sem hæglega
má blanda í kögglana um leið og kögglað
er. Getur þetta verið mikilvægt atriði þar
sem nokkur hætta er á að einkum fiski-
mjöl í eldisfóðri geti haft neikvæð áhrif á
bragðgæði kjötsins. Þá er einnig kostur að
fóðrið sé að öðru jöfnu sem þurrast þegar
áhrif á bragðgæði eru annars vegar, en góð
loftræsting er þeim mun nauðsynlegri sem
fóðrið er blautara og ríkara að vannýttu
próteini (PBV), sem skapar stækjuloft. Þetta
síðastnefnda minnkar mjög með þurrefnis-
stigi fóðurs og enn meira við kögglun, þar
sem hinn nýtanlegi hluti próteinsins (AAT)
eykst þá að sama skapi og minnkar mjög
líkur á að þörf sé á viðbótarpróteinfóðri
eins og fiskimjöli. Það, ásamt auknu fóðrun-
arvirði orku, gerir allt aukafóður fyrir utan
steinefni óþarft að mestu eða öllu leyti. Mik-
ilvægt er að hafa í huga, eins og forðum
gerðist með eldi lamba á grænfóðri, að það
þarf ekki marga, sem ekki kunna til verka til
að koma óorði á alla slíka framleiðslu.
Fjölmargar tilraunir með áhrif slíkrar fóð-
urvinnslu hafa leitt í Ijós að virðisaukinn af
henni fyrir jórturdýr sé þeim mun meiri sem
gripir eru minni og yngri að árum og ættu
ung smálömb í léttari kantinum að vera
einna best til slíks fallin. Þá er það marg-
reynt, ekki síst hér á landi, að íblandaðir
heykögglar eftir þörfum hafa reynst mjög
gott fóður handa ám og kúm um burð, ekki
síst heilsufarslega, meðal annars í gegnum
jákvæð áhrif á vambarstarfsemi og efna-
skiptaferilinn í kjölfarið. Að gefnu tilefni er
rétt að taka fram í þessu sambandi að ætli
menn sér að nota heyköggla að meira eða
minna leyti, er mikilvægt að venja gripi á þá
í tíma, eins og gert er með annað fóður og
þykir þá ekkert tiltökumál.
Taka skal fram að í ráði er að tengja þess-
ar niðurstöður við tilraunir svipaðs eðlis, en
þó miklu nákvæmari og umfangsmeiri, þar
sem öll lömbin voru einstaklingsfóðruð og
orkugreining gerð á vefjum lambanna að
lokinni slátrun, auk þess sem raunverulegur
meltanleiki fóðursins var mældur, svo að
eitthvað sé nefnt. Af ýmsum ástæðum, sem
ekki verða tíundaðar hér, hefur dregist þar
til nú að ráðast í endanlegt uppgjör þessara
tilrauna. Það er nú komið allvel á veg og er
meiningin að gera þeim, ásamt tilrauninni á
Vörðubrún, eins góð skil og unnt er, þegar
allar niðurstöður liggja fyrir. Stefnt er að því
að það geti orðið, í samstarfi við fagfólk hjá
Landbúnaðarháskóla Islands m.a. á Fræða-
þingi landbúnaðarins 2007.
Mælt var með þessu verkefni af Fagráði f
sauðfjárrækt 2004 og hefur það hlotið eftir-
farandi þrjá beina styrki: Frá Framkvæmda-
nefnd búvörusamninga kr. 1.000.000,
Atvinnuþróunarsjóði Austurlands kr.
400.000 og frá Norðlenska kr. 200.000.
Þetta er hér með vel þakkað og einnig fá
þakkir þeir sem meira og minna lögðu fram
vinnu og aðstöðu og er sérstök ástæða til
að nefna þar til Lárus Dvalinsson og Stein-
unni V. Snædal, bændum á Vörðubrún, en
þau sýndu mikinn dugnað og þolgæði við
umönnun og fóðrun lambanna. Auk þess
má nefna LBHÍ og BsA, sem lagt hafa fram
ákveðið mótframlag að ógleymdum Stefáni
Þórðarsyni í Teigi, sem með samstæðu sinni
annaðist keykögglagerðina af lipurð og
dugnaði.
FREYR 09 2006