Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2006, Síða 31

Freyr - 01.09.2006, Síða 31
SVINARÆKT Tafla 3. Framleiðsla og sala á svínakjöti 2001-2005 Framleiðsla kjöt, kg Sala kjöt, kg Útflutningur kg Sala kjöts á íbúa, kg 2001 5.283.517 5.280.744 0 18,5 2002 6.010.933 5.777.444 173.695 20,1 2003 6.204.949 5.976.350 233.526 20,6 2004 5.597.498 5.475.074 123.712 18,7 2005 5.299.585 5.300.133 0 17,9 Fallið hefur verið frá því fyrirkomulagi að selja blendingsgyltur frá sérstöku svínabúi sem ræktaði þær undan dýrum frá Hrísey. Með þessu móti taka bændur eingöngu dýr inn á sín bú frá Hrísey, sem er kostur. Nýja fyrir- komulagið gerir hins vegar þá kröfu til bænda að vel sé haldið utan um hverja rasa fyrir sig og að skipulag tilhleypinga/sæðinga sé rétt. Heimasæðingar voru stundaðar áfram á svínabúunum. Veruleg hagræðing á sér stað með þessu móti. Bændur taka sjálfir sæði úr göltunum, þynna það og skipta í allt að 20-30 skammta. Gölturinn nýtist mun betur með þessum hætti og hentar mjög vel að stunda heimasæðingar í hóp- rekstrarfyrirkomulagi nútímasvínabúskapar. FRAMLEIÐSLA OG SALA Árið 2005 var framleiðsla 2,75% minni en árið 2004. Miðað við árið 2000 hefur fram- leiðsla svínakjöts aukist um rösklega 500 tonn eða 10,5%. Alls var slátrað 71.452 svínum, þaraf voru 70.361 grísir. Meðalfall- þungi grísa var 73,8 kg. Sala svínakjöts árið 2005 var 5.300 tonn eða 23,3% af heildarkjötsölu í landinu. Þetta er 3,19% samdráttur frá árinu 2005. Miðað við árið 2000 hefur sala svínakjöts aukist um 508 tonn eða 10,6%. Tafla 3 sýnir framleiðslu og sölu svínakjöts 2001-2005. Allt svínakjöt er selt á innlend- um markaði og nær allt ferskt. Birgðahald er því yfirleitt mjög lítið. VERÐLAGSMÁL Þróun verðs til svínakjötsframleiðenda er sýnd í töflu 4. Verð á svínakjöti til framleið- enda hækkaði nokkuð á árinu 2005. Margir framleiðendur eiga þó talsvert í land með að ná sér eftir miklar verðlækkanir og átök á kjötmarkaði á slðari hluta ársins 2002 og á árinu 2003. Tafla 4. Þróun framleiðendaverðs fyrir svínakjöt 2001-2005 Kjöt, meðal- verð ársins kr. pr. kg Kjöt, verð- lag 2005 kr. pr. kg 2001 223 256,2 2002 182 199,6 2003 140 150,3 2004 208 216,4 2005 255 255,0 FREYR 09 2006 31

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.