Freyr - 01.09.2006, Síða 33
SAUÐFJÁRRÆKT
DJÚPFRYST SÆÐI
Eins og fram kemur var notkun á djúpfrystu
sæði heldur minni en árið áður. Því miður
liggja ekki enn fyrir neinar tölur um árangur
þeirra sæðinga en fengist hafa, líkt og áður,
upplýsingar um breytilegan árangur. Það er
Ijóst að notkun djúpfrysta sæðisins verður
enn að líta á sem þróunarstarf. Flest bendir
til að þessi aðferð muni ekki leysa ferska
sæðið af hólmi. Engu að stður er mikilvægt
að þróa þessa tækni enn frekar þannig að
hún geti orðið raunhæfur valkostur fyrir
ákveðinn hóp bænda. Það er ef til vill fyrst
og fremst fyrir tvo hópa sem notkun frysta
sæðisins gæti verið áhugaverður valkostur.
Það er á svæðum þar sem flutningar eru
enn ótryggir. Þar er óneitanlega öryggi fólg-
ið í því að hafa sæðið tiltækt strax við byrjun
sæðingavertfðar á hverju ári. I öðru lagi eru
það bú þar sem veruleg áhersla er lögð á
val á tilteknum hrútum til notkunar. Það er
augljóst mál að stöðvarnar hafa margfalda
möguleika á að sinna slíkum óskum með
notkun á djúpfrystu sæði. Erfitt er að anna
eftirspurn á fersku sæði þegar ásóknin í
einstaka hrúta er ef til vill tvöfalt eða þrefalt
meiri en líffræðilegir möguleikar hrútsins
leyfa. Að síðustu er ástæða til að benda á
að þörfum þeirra sem eru að sækjast eftir
sérstökum eiginleikum (forystu, ferhyrndu,
frjósemiserfðavísum, ákveðnum litum) verð-
ur í framtíðinni auðveldast að sinna með
notkun á djúpfrystu sæði.
MOLAR
Salmonella og
hamingjuhænur
Margir hafa spurt sig hvort lífræn ræktun
á hænum eða öðrum búfénaði komi niður
á heilsufari þeirra þar sem hefðbundinnar
lyfjagjafar nýtur ekki við. Til þess að finna
svar við hluta af þessari spurningu könnuðu
bandarískir búvísindamenn málið með því að
gera samanburð á magni salmonella-bakt-
ería í lífrænt ræktuðum hamingjuhænum
og hænum sem aldar eru í húsum. Með
hamingjuhænum er átt við þá fugla sem fá
að koma undir bert loft og ganga lausir á
afmörkuðum svæðum. Bændur sem stunda
lífræna framleiðslu haga fuglabúskap sfnum
gjarnan með þessum hætti. [ Bandaríkjunum
er hlutfall hænsna sem alast upp við það
frelsi að geta valsað um landareign bóndans
innan við 1 % af heildarframleiðslunni sem
nemur milljörðum fugla. Verð á lífrænum
kjúklingi er töluvert hærra en á þeim hefð-
bundna.
Salmonellu-smit í matvöru veldur um 40
þúsund alvarlegum matareitrunartilfellum á
ári í Bandaríkjunum. Þar sem fjölmörg tilfelli
eru væg og koma ekki inn á borð sjúkrastofn-
ana er talið að þessi tala sé mun hærri. Af
110 hænum sem kannaðar voru á þremur
lífrænum búum reyndust 25% vera smituð
af salmonellu. Það er aðeins örlítið hærra
hlutfall en á kjúklingabúum þarsem hænurn-
ar eru lokaðar inni.
Á íslandi hefur náðst góður árangur í bar-
áttunni við salmonellu í alifuglaræktinni. Árið
2005 greindist engin salmonella í alifuglum,
hvorki við eldi né slátrun. Heildarfjöldi sýna
sem tekin eru árlega vegna eftirlits með
þessum vágesti er um 79.600. Árið 1993
voru tæp 15% kjúklingaeldishópa smituð
af salmonellu en markvissar aðgerðir komu
hlutfallinu niður í 0,5% árið 1997. Síðan þá
hefur hlutfallið ætíð verið undir einu prósenti
og sum árin hefur ekkert mælst.
Heimild: Vefur Agricultural Research Serv-
ice, www.ars.usda.gov og Embætti yfirdýra-
læknis.
FREYR 09 2006