Fréttablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 10
Mannréttindi „Það er rosalega
alvarlegt að ég þurfi sjálf að segja
þeim hver minn stjórnarskrár-
bundni réttur er,“ segir Dóra Björt
Guðjónsdóttir, fyrrverandi for-
maður Ungra Pírata. Dóra fékk
á dögunum senda 20.500 króna
rukkun frá Reykjavíkurborg fyrir
afnot af borgarlandinu þegar hún,
ásamt fleirum, efndi til mótmæla
á Austurvelli vegna fyrirhugaðrar
sameiningar Fjölbrautaskólans
við Ármúla og Tækniskólans. Mót-
mælin fóru fram 28. maí.
Innheimtan, sem borgin féll frá
eftir athugasemdir Dóru, gengur í
berhögg við stefnu borgarinnar í
þessum málum. Bjarni Brynjólfsson,
upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar,
segir í samtali við Fréttablaðið að
um mistök hafi verið að ræða. Í við-
tali við hann á mbl.is í fyrra kom
fram að ekki væri greitt grunngjald
fyrir afnot af borgarlandi þegar um
mótmæli væri að ræða. „Á þessu
máli er borg ara leg ur vink ill sem
snýst um rétt fólks í lýðræðis ríki
til að mót mæla,“ hafði mbl.is eftir
Bjarna.
Hann bætti hins vegar við að það
væri spurning hver ætti að greiða
fyrir kostnað sem félli á borgina
vegna þjónustu sem inna þyrfti af
hendi í tengslum við mótmælasam-
komur, svo sem vegna lokana gatna,
aðgangi að rafmagni eða uppsetn-
ingu sviðs. Í samtali við Fréttablaðið
segir hann að afstaða borgarinnar
hafi ekki breyst heldur hafi verið um
mistök að ræða, sem nú hafi verið
leiðrétt. Honum er ekki kunnugt um
að fleiri mótmælendur hafi fengið
rukkun sem þessa vegna sambæri-
legra viðburða.
Í tölvuskeyti til borgarinnar, sem
Dóra sendi eftir að henni barst ítrek-
un vegna málsins, vísaði hún til þess
að það væri stjórnarskrárvarinn
réttur hennar að mótmæla. Henni
þætti óeðlilegt ef mótmælaréttur-
inn væri takmarkaður með þessum
hætti. Það stríddi gegn stjórnarskrá.
Í 74. grein stendur: „Rétt eiga menn
á að safnast saman vopnlausir.“ Þá
segir í 73. grein að hver maður eigi
rétt á að láta í ljós hugsanir sínar og í
sömu grein að tálmanir á tjáningar-
frelsi megi aldrei í lög leiða.
Á vef borgarinnar er meðal ann-
ars tekið fram að þeir sem vilja fá
afnot af almenningsgörðum, svo
sem Austurvelli, þurfi að sækja um
afnotaleyfi. Þetta eigi líka við um
útifundi og samkomur. Ekkert er
þar tekið fram um mótmælafundi.
Dóra nefnir að á alþjóðavísu sé
sums staðar mjög sótt að borgara-
legum réttindum fólks, og nefnir
Bandaríkin sem dæmi. Hún óttist
að fleiri hafi fengið rukkun á borð
við þá sem hún fékk og segir að slíkt
háttalag væri hamlandi fyrir frelsi
fólks til að mótmæla. Þá bendir
hún á að þeir sem mótmæli séu
oft hópar sem standi höllum fæti í
samfélaginu og að 20 þúsund króna
gjald geti verið hár þröskuldur.
Hún segir að í aðdraganda mót-
mælanna hafi hún hringt til að láta
borgina vita af viðburðinum og hafi
í kjölfarið verið beðin um að fylla út
eyðublað. „Ég vildi gera þetta rétt
svo þeir gætu passað upp á öryggi
og hugað að þeim málum sem þörf
krefur þegar fólk kemur saman.“
Hún bendir á að hún hafi áður
staðið fyrir mótmælum en að í það
skipti hafi hún ekki verið rukkuð.
baldurg@frettabladid.is
uMhverfisMál „Bæjarstjórinn var
mjög skýr á því að þolinmæði bæj-
arins vegna lyktarmengunarinnar
væri engin,“ segir Einar Bárðarson,
samskiptastjóri Hafnarfjarðar, um
fund fulltrúa Hafnarfjarðar með
Gámaþjónustunni
Þetta kemur fram í tölvupósti frá
Einari vegna fréttar í Fréttablaðinu
í gær um kvartanir íbúa á Völlunum
í Hafnarfirði undan mikilli ólykt
sem stundum berst inn í hverfið frá
moltugerði sem Gámaþjónustan
starfrækir rúma tvo kílómetra frá
hverfinu.
Einar segir bæjastjórann og for-
mann skipulags- og byggingaráðs
hafa fundað með Gámaþjónustunni
29. nóvember. Gámaþjónustan hafi
sagst þegar hafa innleitt nýja verk-
ferla sem ættu nánast að öllu leyti
að koma í veg fyrir ólykt frá starf-
seminni.
„Fulltrúar Gámaþjónustunnar
sögðust hafa skilning á því og væntu
þess að aðgerðir þeirra myndu
koma í veg fyrir hana. Eftir fund-
inn er það von bæði bæjaryfirvalda
og Gámaþjónustunnar að frekari
lyktarmengun berist ekki frá starf-
seminni,“ segir í orðsendingu sam-
skiptastjórans.
Gunnar Bragason, framkvæmda-
stjóri Gámaþjónustunnar, sagðist í
Fréttablaðinu í gær vera bjartsýnn
á að komið yrði í veg fyrir lyktar-
mengun með breyttu vinnulagi við
moltugerðina. – gar
Hafa enga þolinmæði
fyrir ólykt í Hafnarfirði
Íbúar á Völlunum eru ósáttir við óþef sem berst inn í hverfið. Fréttablaðið/Eyþór
Er það von bæði
bæjaryfirvalda og
Gámaþjónustunnar að
frekari lyktarmengun berist
ekki frá starfseminni.
Einar Bárðarson, samskiptastjóri
Hafnarfjarðar
Ég vildi gera þetta
rétt svo þeir gætu
passað upp á öryggi og hugað
að þeim málum sem þörf
krefur þegar fólk kemur
saman.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, fyrrverandi
formaður Ungra Pírata
Rukkuð af borginni fyrir að
efna til mótmæla við Austurvöll
Reykjavíkurborg sendi fyrrverandi formanni Ungra Pírata rukkun fyrir afnot af borgarlandinu þegar Píratar
efndu til mótmæla við Austurvöll í sumar. Borgin hefur dregið í land og segir að um mistök hafi verið að
ræða. Upplýsingastjóri spyr þó hver eigi að greiða kostnað sem fellur á borgina í tengslum við mótmæli.
Dóra björt bendir á að það sé stjórnarskrárvarinn réttur hennar að mótmæla.
Fréttablaðið/Ernir
uMhverfi „Þetta er áríðandi mál og
á dagskránni að hitta Mývetninga,“
segir Guðmundur Ingi Guðbrands-
son umhverfisráðherra um fyrstu
skref varðandi vanda Mývetninga í
fráveitumálum. Guðmundur þekkir
fráveituvanda Mývetninga vel úr
starfi sínu hjá Landvernd en sam-
tökin hafa þrýst á aðgerðir vegna
áhrifa atvinnustarfsemi í kringum
vatnið á lífríki þess.
Fyrstu verkefni ráðherrans verða
að koma í gang vinnu um stofnun
þjóðgarðs á miðhálendinu, stofnun
Loftslagsráðs sem mun vinna að
gerð vegvísis fyrir kolefnislaust
Ísland 2040 og koma í gang átaki í
friðlýsingum. – aá
Ráðherra hittir
Mývetninga
Guðmundur ingi
Guðbrandsson,
umhverfisráð-
herra.
stjórnsýsla Eftirlitsstofnun EFTA
(ESA) ákvað í gær að vísa máli gegn
íslenska ríkinu til EFTA-dómstólsins
þar sem ekki hefur verið innleidd
hér EES-löggjöf um rekstraraðila
sérhæfðra sjóða innan tímamarka.
„Tilkoma stöðugs og skilvirks
innri fjármálamarkaðar veltur á
því að allir markaðsaðilar fylgi sam-
eiginlegum reglum og eftirliti,“ sagði
Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður
ESA, í tilkynningu til fjölmiðla í gær.
Um er að ræða tilskipun um að
koma á fót lagaramma um heimild
og eftirlit með sérhæfðum sjóðum.
– hg
Vísa máli gegn
ríkinu til EFTA
1 4 . d e s e M b e r 2 0 1 7 f i M M t u d a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
4
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
7
C
-5
9
B
4
1
E
7
C
-5
8
7
8
1
E
7
C
-5
7
3
C
1
E
7
C
-5
6
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
8
8
s
_
1
3
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K