Fréttablaðið - 14.12.2017, Page 12

Fréttablaðið - 14.12.2017, Page 12
TTil Snæfellsjökull Haraldur Sigurðsson Til sölu í bókaverzlunum Art, science and history of an Icelandic volcano Einstök bók eftir þekktasta eldfjallafræðing Íslands. MERKIÐ MITT Skoðaðu litríkt úrval á bros.is Bros auglýsingavörur, Norðlingabraut 14. Bros auglýsingavörur með þínu merki Stjórnmál „Ég get ekki botnað það hvað er átt við,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, um ákvæði í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórn- ar um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar kemur fram að ríkisstjórnin muni fara í aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. „Í því augnamiði verða stuðnings- kerfi hins opinbera endurskoðuð þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verða skoðaðir möguleikar á því að hægt verði að nýta lífeyris- sparnað til þessa.“ Fréttablaðið hefur ítrekað spurt Ásmund Einar Daðason, nýjan vel- ferðarráðherra, hvað þarna er átt við, en hann hefur ekki svarað fyrir- spurninni. Í aðdraganda síðustu þingkosn- inga kynnti Framsóknarflokkurinn svokallaða svissneska leið í hús- næðismálum. Gylfi Arnbjörnsson segir ekkert nýtt í þeirri aðferð. Hann bendir á að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. Ekki sé heimilt að nota fé úr samtryggingarsjóðum. Hér á landi sé nú þegar búið að heimila nýtingu séreignarsparnaðar til fyrstu íbúðakaupa. „Það er fjöldi fólks að gera það og þarf ekkert að heimila það aftur,“ segir Gylfi. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hafa nú þegar um 700 manns fengið heimild sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn til að nýta séreignarsparnaðinn skatt- frjálst til útborgunar í kaup á fyrstu íbúð eða greiðslu inn á lán. Síðan hafa 44 þúsund nýtt sér heimild frá 2014 til útgreiðslu séreignarsparn- aðar til að kaupa íbúð til eigin nota eða greiðslu inn á lán. Gylfi segir að í þessu ljósi sé vandséð hverjar fyrirætlanirnar séu. Hann bendir líka á að langstærstu lánveitendurnir til fasteignakaupa séu lífeyrissjóðirnir. „Þeir hafa verið að auka sinn hlut á þessum markaði og þeir gera það á kjörum sem eru miklu hagstæðari en bank- arnir bjóða upp á. Það hefur alltaf verið mjög veigamikill þáttur í fjár- festingarstefnu lífeyrissjóða að lána sínum sjóðsfélögum.“ Gylfi segir að það yrði mjög var- hugavert ef ríkið myndi heimila launþegum að nýta samtrygg- ingarréttinn til að fjármagna fyrstu íbúðakaup. „Við vörum algerlega við því. Ef ungt fólk er að fara að gera það þá missir það fjórðung til þriðjung lífeyrisréttinda,“ segir hann og bætir við að það sé ekki hyggilegt að ungt fólk fórni trygg- ingum sínum til að koma sér þaki yfir höfuðið. „Lífeyriskerfið okkar er með alveg gríðarlega miklar fjöl- skyldutryggingar. Bæði hvað varðar örorkulífeyri, makalífeyri og barna- lífeyri. Þetta eru allt þættir sem skipta sköpum fyrir þá sem lenda í alvarlegum slysum eða veikindum. Þá er það þetta sem skiptir sköpum, miklu meira en opinberi geirinn.“ jonhakon@frettabladid.is Segir ákvæði um húsnæðismál óskýrt Stjórnarflokkarnir hafa ekki útskýrt hvernig þeir vilja nýta lífeyriskerfið í þágu ungra fasteignakaupenda. Nú þegar nýta hundruð sér sér- eignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Forseti ASÍ varar við því að sameiginlegir sjóðir séu nýttir til að hjálpa fólki við húsnæðiskaup. Forseti ASÍ segir að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. FréttAblAðið/Vilhelm Fréttablaðið hefur ítrekað spurt Ásmund Einar Daðason, nýjan velferðarráð- herra, hvað þarna er átt við, en hann hefur ekki svarað fyrirspurninni. Suður-AfríkA Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku,  tapaði fyrir rétti  í gær í tveimur aðskildum spillingar- málum. Annars vegar féllst dómari á kröfu spillingareftirlitssamtaka um að skikka Zuma til að skipa nefnd til að rannsaka ásakanir gegn honum og hins vegar komst dómari að þeirri niðurstöðu að Zuma hefði brotið af sér þegar hann reyndi að nota dómstóla til að koma í veg fyrir birtingu sem sýndi fram á spillingu innan ríkisstjórnarinnar. Zuma hefur verið forseti Suður- Afríku undanfarin átta ár fyrir hönd Afríska þjóðarráðsins. Alla sína valdatíð hefur Zuma verið sakaður um spillingu og alltaf hefur hann neitað slíkum ásökunum.  Hann mun hins vegar víkja úr embætti leiðtoga flokksins í næstu viku og mun hann ekki verða í framboði í forseta kosningunum árið 2019. Þetta eru ekki fyrstu málin sem eru höfðuð gegn Zuma. Fyrr á þessu ári var honum gert að skipa nefnd til að rannsaka hvort hann hafi hagnast ólöglega á sambandi sínu við hina auðugu Gupta-fjölskyldu. Í fyrra var honum gert að endur- greiða ríkissjóði fé sem hann nýtti til að ráðast í lagfæringar á heimili sínu í Nkandla. Hann var hins vegar sýknaður af nauðgun árið 2006 og sömuleiðis var spillingarmál gegn honum frá árinu 2005 fellt niður skömmu síðar. – þea Jacob Zuma tapaði fyrir rétti í tvígang Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku. NordicphotoS/AFp S V í Þj ó ð At v i n n u m á l a r á ð u - neytið í Svíþjóð  hefur á þessu ári keypt tungumálaaðstoð fyrir 400 þúsund sænskar krón- ur, um fimm milljónir íslenskra króna, fyrir Sven-Erik Bucht lands- byggðarráðherra. Þetta hefur sætt gagnrýni innan ráðuneytisins sem heldur eftir þremur millj- ónum af upphæðinni. Í fyrra greindu fjölmiðlar frá því að keypt hefði verið ensku- kennsla fyrir ráðherrann fyrir um þrjár milljónir króna. Ráðherrann bendir á að tungumálakunnátta manna sé misjöfn. Hann sé ekki góður í ensku en þurfi að sinna erindum á alþjóðlegum vettvangi og halda ræður. Þá vilji hann standa sig vel og vera Sví- þjóð til sóma. – ibs Milljónir í enskukennslu ráðherra nOrEGur Plastagnir fundust í 80 prósentum alls kræklings við Nor- egsstrendur, að því er niðurstöður rannsóknar norsku hafrannsókna- stofnunarinnar sýndu. Rannsakaðar voru 252 bláskeljar og af þeim inni- héldu 193 örplast. Höfundur skýrslunnar um rann- sóknina, Amy Lusher, segir lítið vitað um afleiðingar þess að neyta matar sem inniheldur örplast. Langtímarannsókn á plastögnum í fiski í Eystrasalti leiddi nýlega í ljós að magnið hefur ekki breyst síðastliðin 30 ár. Á sama tíma hefur notkun plasts í löndunum í kring- um Eystrasalt þrefaldast, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. – ibs Örplast í kræklingi Sænskur ráðherra þurfti aðstoð vegna ræðuhalds erlendis. 1 4 . d E S E m b E r 2 0 1 7 f I m m t u d A G u r12 f r é t t I r ∙ f r é t t A b l A ð I ð 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 C -4 5 F 4 1 E 7 C -4 4 B 8 1 E 7 C -4 3 7 C 1 E 7 C -4 2 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.