Fréttablaðið - 14.12.2017, Side 18
FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK
HElgIHAld á AðVENtu og Jólum
14. desember kl. 20
Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld.
Gestir kvöldsins verða hjónin Jóga Gnarr og Jón Gnarr.
Jón mun lesa úr bókinni þúsund kossar og síðan svara þau hjón fyrirspurnum á eftir.
Fram koma: Kammerkór Hafnarfjarðar undir stjórn Helga Bragasonar, hljómsveitin
Mantra ásamt Gunnari Gunnarssyni sem jafnframt er organisti kirkjunnar og stjórnandi
sönghóps, barnakór Fríkirkjunnar undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og barnakór
Landakotsskóla undir stjórn Nönnu Hlífar Ingvadóttur.
Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina.
17. desember kl. 14:00
Heilunarguðsþjónusta.
Á vegum Sálarrannsóknarfélags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins.
Aðfangadagur 24. desember kl. 18:00
Aftansöngur á aðfangadagskvöldi.
Auður Guðjohnsen syngur einsöng. Sönghópurinn við Tjörnina syngur jólin inn og leiðir
safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina.
Aðfangadagur 24. desember kl. 23:30
miðnætursamvera á jólanótt.
Ellen Kristjánsdóttir söngkona ásamt strengjasveit. Sr. Hjörtur Magni talar til viðstaddra.
Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni.
Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti!.
Jóladagur 25. desember kl. 14:30
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag.
Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól.Egill Ólafsson söngvari
syngur og spjallar um tónlistarval sitt. Sr. Hjörtur Magni,
Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni.
gamlársdagur 31. desember kl. 17:00
Aftansöngur á gamlársdag.
Hljómsveitin Eva ásamt Sönghópnum við Tjörnina
leiða safnaðarsöng ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.
Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina.
Almenna leigufélagið ehf., kt. 611013-0350, Suðurlandsbraut 30, 108
Reykjavík, Íslandi, hefur birt grunnlýsingu í tengslum við 30.000.000.000
króna útgáfuramma skuldabréfa og víxla félagsins. Grunnlýsingin, sem
er dagsett 13. desember 2017, hefur verið staðfest af Fjármálaeftirlitinu.
Grunnlýsingin er birt vegna fyrirhugaðrar umsóknar félagsins um töku
skuldabréfa og víxla félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Grunnlýsingin, sem er á íslensku, er birt með rafrænum hætti á vef
Almenna leigufélagsins ehf., http://www.al.is/#!/investors. Fjárfestar
geta einnig nálgast grunnlýsinguna sér að kostnaðarlausu á skrifstofu
Almenna leigufélagsins ehf. að Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, í 12
mánuði frá dagsetningu hennar.
María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins ehf.,
veitir nánari upplýsingar í síma 519 6450 / 774 0604 eða í gegnum
netfangið maria@al.is.
Reykjavík, 14. desember 2017.
Birting grunnlýsingar
ARGENTÍNA Dómari í Argentínu
hefur gefið út handtökuskipun á
hendur fyrrverandi forseta lands-
ins, Cristinu Fernández de Kirchner.
Fernández, sem var forseti frá 2007
til 2015, er sökuð um samvinnu við
erlent ríki til að koma í veg fyrir
rannsókn á mesta hryðjuverkinu í
sögu Argentínu. Voveiflegt andlát
sérstaks saksóknara kemur einnig
við sögu.
Í janúar árið 2015 fannst sak-
sóknarinn Alberto Nisman látinn
á heimili sínu í Búenos Aíres með
skotsár á höfði nokkrum klukku-
stundum áður en hann átti að koma
fyrir þingið og kynna skýrslu sína
um meinta aðild Fernández að hinu
svokallaða „Irangate“ þegar hún var
forseti.
Sérstaki saksóknarinn hafði árið
2006 sakað íranska embættismenn
um að standa á bak við sprengju-
árásina á menningarsetur gyðinga
í Búenos Aíres í júlí 1994. Alls lét-
ust 85 manns í árásinni og um 300
særðust. Nisman hélt því fram að
liðsmenn Hizbollah hefðu framið
hryðjuverkið.
Í skýrslu sinni sem til stóð að
kynna fyrir þinginu árið 2015 sak-
aði Nisman Cristinu Fernández
de Kirchner og utanríkisráðherra
hennar, Héctor Timerman, um að
hafa hylmt yfir meinta aðild Írana
að hryðjuverkinu. Saksóknarinn
fullyrti að ríkisstjórn Fernández
hefði með því viljað tryggja hag-
stæða viðskiptasamninga við Íran,
einkum viðskipti með olíu frá Íran,
að því er greint er frá á fréttavef BBC.
Argentínumenn voru slegnir yfir
fullyrðingum saksóknarans og veltu
því fyrir sér hvernig dauða hans
hefði borið að höndum. Samkvæmt
rannsókn sem stjórn Fernández
fyrirskipaði svipti saksóknarinn sig
lífi. Hundruð þúsunda Argentínu-
manna efndu til mótmæla á götum
úti og sökuðu yfirvöld um að standa
á bak við andlát saksóknarans.
Eftir að flokkur Fernández, Perón-
istaflokkurinn, missti völdin fyrir
tveimur árum var fyrirskipuð ný
rannsókn. Niðurstaðan varð sú að
Nisman hefði verið myrtur.
Það var svo í síðustu viku sem
dómarinn Claudio Bonadio fyrir-
skipaði handtöku forsetans fyrrver-
andi og nokkurra embættismanna
vegna ásakananna um samkomu-
lagið við Íran. Fernández, sem nú
er orðin þingmaður, efndi til blaða-
mannafundar og sagði ásakanirnar
fáránlegar. Ekki verður hægt að
handtaka hana nema þingið aflétti
friðhelgi hennar.
Enn standa yfir rannsóknir vegna
ásakana um að forsetinn fyrrver-
andi hafi hagnast gríðarlega á því
að taka við mútugreiðslum vegna
byggingaverkefna og með því að
hafa áhrif á gengi argentínska gjald-
miðilsins. ibs@frettabladid.is
Handtaka fyrrverandi
forseta fyrirskipuð
Cristina Fernández de Kirchner, fyrrverandi Argentínuforseti, er sökuð um
að hafa hylmt yfir meinta aðild Írana að hryðjuverkaárás í Búenos Aíres til að
tryggja hagstæða viðskiptasamninga. Saksóknari fannst látinn með skotsár á
höfði. Argentínsk yfirvöld voru sögð bera ábyrgð á andláti hans.
Cristina Fernández de Kirchner vísar öllum ásökunum á bug. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Christina Fernández de
Kirchner var forseti Argent-
ínu frá 2007 til 2015
BANdARÍkiN Roy Moore, frambjóð-
andi Repúblikana í Alabama til öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings, laut
í lægra haldi fyrir Demókratanum
Doug Jones þegar talið var upp úr
kjörkössunum í fyrrinótt. Moore tap-
aði með minnsta mun en einungis
20.000 atkvæði af 1,3 milljónum
skildu frambjóðendurna að. Verður
Jones því fyrsti Demókratinn til að
sitja í öldungadeildinni fyrir Demó-
krata í aldarfjórðung.
Moore játaði sig hins vegar ekki
sigraðan í gær og hafði hann ekki
gert það þegar Fréttablaðið fór í
prentun. „Þegar svona mjótt er á
munum er þetta ekki búið,“ sagði
Repúblikaninn, sem sakaður hefur
verið um kynferðisbrot gegn stúlk-
um undir lögaldri, við stuðnings-
menn sína í fyrrinótt.
John Merrill, innanríkisráðherra
Alabama, sagði í viðtali við CNN í
gær að Moore væri svo sannarlega
ekki sigurvegari kosninganna. Jafn-
framt sagði hann að ekki yrði ráðist
sjálfkrafa í endurtalningu atkvæða.
„Ég er viss um að þetta skiptir fram-
boð hans máli og ég er viss um að
þetta skiptir ýmsa aðra máli. Ég er
hins vegar ekki viss um að Doug
Jones hafi miklar áhyggjur af þessu,“
sagði Merrill.
Rík hefð er fyrir því í Bandaríkj-
unum að sá sem lýtur í lægra haldi
hringi í sigurvegarann í kjölfar kosn-
inga og færi honum hamingjuóskir.
Þess er skemmst að minnast að í
aðdraganda forsetakosninga síðasta
árs neitaði Trump að heita því að
virða niðurstöður kosninganna og
hringja slíkt símtal án þess að gengið
væri úr skugga um að ekki hefði verið
svindlað á honum. – þea
Moore játar ekki ósigur
Doug Jones, nýkjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir hönd Alabama. Hann
fékk 20.000 fleiri atkvæði en frambjóðandi Repúblikana. NoRDICPHoTos/AFP
1 4 . d E s E m B E R 2 0 1 7 F i m m T U d A G U R18 F R é T T i R ∙ F R é T T A B L A ð i ð
1
4
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
7
C
-2
D
4
4
1
E
7
C
-2
C
0
8
1
E
7
C
-2
A
C
C
1
E
7
C
-2
9
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
8
s
_
1
3
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K