Fréttablaðið - 14.12.2017, Page 56

Fréttablaðið - 14.12.2017, Page 56
Á þessum degi fyrir 40 árum var kvikmyndin Saturday Night Fever frumsýnd í Bandaríkj-unum. Myndin sló strax í gegn og stjarna Johns Travolta skein mjög bjart í kjölfarið. Myndin varð feykilega vinsæl um allan heim og þó að Íslendingar þyrftu að bíða í rúmlega ár þangað til hún var loks sýnd hér tóku íslensk ungmenni henni og öllum danshreyfingunum sem henni fylgdu opnum örmum. Þegar myndin var loks frumsýnd hér, 7. október árið 1978, varð algjör örtröð við Háskólabíó þar sem myndin var sýnd. Segir í Vikunni: „Mikil mann- þröng myndaðist fyrir utan Háskólabíó og varð að takmarka aðgang að miða- sölunni til þess að ekki hlytust slys af.“ Myndin var sýnd tvisvar á dag og sáu hana um 50-70 þúsund manns. Alls bjuggu 223 þúsund manns á Íslandi á þessum árum sem þýðir að um fjórð- ungur þjóðarinnar horfði á John Trav- olta leika hinn eitursvala Tony Manero. Með kvikmyndinni hófst innreið disk- ósins og dönsuðu Íslendingar og aðrir diskó undir skærum rómi bræðranna í Bee Gees. Svo mikið var dansað að fréttakonan Edda Andrésdóttir og ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson fóru út til að fjalla um þetta æði sem ríkti á dansgólfinu fyrir helgarblað Vísis í október 1978. „Saturday Night Fever sem gerði diskó- maníuna að hreinu brjálæði og tókst að gera strákana í Bee Gees að súper- stjörnum. Það mun víst vera í annað – eða þriðja – skipti á þeirra ferli. Í Amer- íku fóru allir strákar sem vildu vera töff, í hvít föt og svartar skyrtur. Og svo var tryllt og tætt á diskógólfunum. Á Íslandi finnst stelpunum Jón Trav- olta voða sætur. En strákarnir eru ekki enn farnir að fara í hvít föt. Og kannski gera þeir það alls ekki. En að minnsta kosti eru sumir farnir að bregða fyrir sig alls kyns „smart“ hreyfingum í dans- inum hérna heima,“ skrifaði Edda. Einn af viðmælendum Eddu í grein- inni var Vilhjálmur Ástráðsson, diskó- tekari á Klúbbnum, sem talaði meðal annars um það þegar keppnin Sunnu- dagshitinn var haldin í Klúbbnum. Hann bendir á að hann sé enn að spila lögin sem ómuðu í myndinni. „Ég man eftir þegar þetta gekk yfir, þetta laugar- dagsfár. Þetta var stórkostlegur tími því þetta var upphafið að allri þessari bylgju. Þetta voru mörg lög sem slógu í gegn í kjölfarið. Ég er enn að spila þessi lög. Ég er alltaf að spila um helgar á jólahlað- borði í Grímsborgum og þar eru teknir nokkrir klukkutímar þar sem tónlistin frá Hollywood-árunum er spiluð. Uppi- staðan er auðvitað Saturday Night Fever myndin,“ segir Vilhjálmur. Myndin rakaði inn 237 milljónum dollara í kassann en aðeins kostaði 3,5 milljónir dollara að framleiða hana. benediktboas@365.is Laugardagsfárið frumsýnt John Travolta í hvítu jakkafötunum að dansa við tónlist Bee Gees. Varla er til það mannsbarn sem veit ekki hvaða mynd er verið að tala um en hún var frumsýnd á þessum degi 1977. Merkisatburðir 1910 Vísir til dagblaðs í Reykjavík hefur göngu sína. Vísir og Dagblaðið sameinuðust í DV 26. nóvember 1981. 1911 Roald Amundsen kemst á suðurpólinn. 1912 Stórbruni á Akureyri. Tólf hús brenna til ösku en enginn ferst. 1935 Um mestallt Ísland geisar fárviðri, 25 farast, síma- línur slitna niður og skemmdir verða á húsum. 1939 Sovétríkin rekin úr Þjóðabandalaginu vegna innrásar- innar í Finnland en það stríð var síðar nefnt vetrarstríðið. 1977 Ofviðri samfara stórflóði veldur tjóni víða á suður- strönd Íslands. Þetta eru talin mestu flóð á 20. öldinni. John Travolta varð kyntákn á einni nóttu og hvítu jakkafötin slógu í gegn. Ekki skemmdu danshreyfingar kappans fyrir. NordicPhoTos/GETTy Lögin í myndinni Stayin’ Alive How Deep Is Your Love Night Fever More Than a Woman If I Can't Have You A Fifth of Beethoven More Than a Woman Manhattan Skyline Calypso Breakdown Night on Disco Mountain Open Sesame You Should Be Dancing Boogie Shoes Salsation K-Jee Disco Inferno Okkar ástkæri Valdimar Gunnarsson Fremri-Kotum, Skagafirði, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 24. nóvember sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri eða Sjúkrahúsið á Akureyri. Brynja Björk Pálsdóttir Arnar Logi Valdimarsson Gunnar Ingi Valdimarsson Helga Lucia Bergsdóttir sonardóttir og bræður hins látna. Ástkær faðir okkar, bróðir, vinur og afi, Kristmundur Sigurðsson málari, Rauðavaði 5, Reykjavík, lést á Dennicketorp, Svíþjóð, laugardaginn 2. desember. Kristmundur verður jarðsettur frá Grafarvogskirkju föstudaginn 15. desember og hefst útförin klukkan 13. Kristmundur Axel Kristmundsson Sigurður Freyr Kristmundsson Jónína Guðný Kristmundsdóttir Anna Stefanía Kristmundsdóttir Hrefna Sigurðardóttir Elísabet Kristjánsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Magnúsdóttir Mörkinni, áður Álfheimum 32, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 2. desember 2017. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halla Guðmundsdóttir Svanur H. Guðmundsson Magnús Guðmundsson Snjólaug Sigurbjörnsdóttir Elísabet Ruth Guðmundsdóttir Gunnar Andersen barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Elís Gunnar Þorsteinsson afi Elli, f. 5. júlí 1929, frá Hrappsstöðum, Gullsmára 9, Kópavogi, fyrrverandi vegaverkstjóri í Dalasýslu, lést 3. desember. Útför hans verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. desember kl. 15. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Emilía Lilja Aðalsteinsdóttir Leifur Steinn Bjarnheiður Alvilda Þóra Gilbert Hrappur Guðrún Vala Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þorsteinn Ragnarsson Fornasandi 6, Hellu, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, 4. desember sl. Útför fer fram frá Oddakirkju laugardaginn 16. desember kl. 14. Ástvinir afþakka blóm og kransa en þeim sem vilja minnast hans er bent á Oddakirkju. Sigríður Hannesdóttir Halldóra Þorsteinsdóttir Gils Jóhannsson Viðar Már Þorsteinsson Sigdís Hrund Oddsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Nanna Lára Pedersen lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. desember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 18. desember kl. 13.00. Reynir Olgeirsson Karlína Friðgeirsdóttir Níels Sigurður Olgeirsson Ragnheiður Valdimarsdóttir Sigrún Olgeirsdóttir Ásgeir Árnason Bryndís Olgeirsdóttir Þorvaldur Hermannsson Salvör Lára Olgeirsdóttir Þorsteinn Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, Ólafur Friðfinnsson lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 7. desember 2017. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. desember klukkan 13.00. Sigrún Gústafsdóttir Sunneva Líf Ólafsdóttir Hafþór Jónsson og barnabörn Iðunn Steinsdóttir Guðríður Friðfinnsdóttir Hermann Árnason Stefán Friðfinnsson Ragnheiður Ebenezerdóttir Sigrún Bára Friðfinnsdóttir Elín Þóra Friðfinnsdóttir Jón Hjaltason hæstaréttarlögmaður, Vestmannaeyjum, lést 7. desember 2017. Minningarathöfn verður í Grensáskirkju 14. desember kl. 13. Útför verður frá Bjarnaneskirkju í Hornafirði laugardaginn 16. desember kl. 14. Blóm og kransar afþakkaðir. Steinunn Sigurðardóttir Þorleifur Jónsson Halldóra Andrésdóttir Ómar Arnarson Guðbjörg Ósk Jónsdóttir Hermann Einarsson Anna Lilja Jónsdóttir Brynjólfur Garðarsson Þorbergur Hjalti Jónsson Helga Skúladóttir og fjölskyldur. 1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U d A G U r44 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð I ð tímamót 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 8 8 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 C -6 D 7 4 1 E 7 C -6 C 3 8 1 E 7 C -6 A F C 1 E 7 C -6 9 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.