Fréttablaðið - 14.12.2017, Qupperneq 66
Hvað gera Vigga, Óli bróðir og tvíburarnir
á á
undu hæð, þegar bannað er að halda
húsdýr í blokkinni?
Jú, auðvitað stofna þau dýragarð.
DÝRAGARÐURINN
ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON
SJÁLFSTÆTT FRAMHALD
Geisladiskur
Hafdís Bjarnadóttir: Já
HHHHH
Útgáfa: Hafdís Bjarnadóttir
Hér á Íslandi getur „já“ þýtt ótal
margt. Það fer eftir því hvernig það
er sagt; blíðlega, í spurnartón, hrana
lega, reiðilega, glaðlega og þar fram
eftir götunum. Svo er það líka sagt á
innsoginu, eða tvisvar, „já, já“ – jafnvel
oftar. Þessar ólíku hliðar orðsins eru
yrkisefni Hafdísar Bjarnadóttur tón
skálds í fyrsta verkinu á geisladiski
sem ber einmitt heitið Já. Hún klippti
öll „jáin“ úr upptöku af samræðu á
kaffihúsi og bjó til tónlist úr þeim.
Undir er líflegur taktur og blásturs
hljóðfæri sem líkja eftir því hvernig
hægt er að segja þetta orð. Inn í það
fléttast laglína sem er leikin á rafgítar,
skemmtileg og grípandi. Andrúms
loftið er glaðlegt og frjálst; útkoman
minnir dálítið á þýsku tilrauna
rokksveitina Can, sælla minninga.
Hafdís er vaxandi tónskáld, um
það er engum blöðum að fletta. Hún
hefur margoft vakið athygli fyrir
framsækið tónmál sem er fágað, fín
legt og hugvitsamlegt. Hún kann list
hófseminnar, fer vissulega langt með
hugmyndir sínar, en ekki um of. Sum
tónskáld missa sig út í fanatík, festast í
einhverju tilteknu og týnast þar. Haf
dís er hins vegar full af skáldskap og
hún kemur honum frá sér með frjóu
ímyndunarafli.
Spennandi fjölbreytni ríkir á
geisladiskinum. Þar eru upptökur af
umhverfishljóðum, sveimkenndur
kórsöngur, þráhyggjukenndur tré
blástur og poppaðir raftónar með
líflegum trommuleik. Allan tímann
svífur húmor yfir vötnunum, án þess
þó að platan sé beinlínis fyndin. Haf
dís einfaldlega umfaðmar ólíka tón
listarstíla og hrærir þeim saman á per
sónulegan og áhrifaríkan hátt.
Tónlistin er samt ekki fyrir alla.
Sum verkin eru býsna ómstríð og
gætu kallað fram ofnæmisviðbrögð
hjá viðkvæmum. En jafnvel þar er
smekkvísi í fyrirrúmi, það er aldrei
gengið yfir strikið. Alltaf er eitthvað
kræsilegt handan við hornið ef hlust
andinn bara bíður í smá stund.
Hafdís var staðartónskáld á Sumar
tónleikum í Skálholti fyrir nokkru.
Síðasta tónsmíðin á diskinum, Tungl
sjúkar nætur, er samið fyrir kammer
kórinn Hljómeyki fyrir hátíðina. Á
diskinum blandast kórsöngurinn og
rafhljóð saman við upptöku af Einari
Má Guðmundssyni að lesa upp ljóðið
sem liggur til grundvallar. Útkoman
er íhugul en notalega kæruleysisleg,
og hún smám saman verður að ein
hverju ómældu, óljósu og óumræði
legu sem er afar fallegt.
Flutningurinn á öllum verkunum
er til fyrirmyndar. Þetta er fjölbreytt
ur hópur söngvara og hljóðfæraleik
ara sem of langt mál væri að telja upp
hér. En túlkun þeirra er áhrifamikil,
í senn ljóðræn og snörp, dreymin
og kraftmikil. Heildarmyndin er svo
sannarlega hrífandi. Jónas Sen
Niðurstaða: Athyglisverð og
skemmtileg tónlist, glæsilegur flutningur.
Tónlist um tunglsjúka nótt
Lokaæfingin áðan var æðisleg. Nú mega jólin koma fyrir mér,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona glaðlega þegar hún er spurð út í jólatón
leikana sem hún stendur fyrir í Sel
tjarnarneskirkju annað kvöld, föstu
dag, og hefjast klukkan 20. Hún segir
þá fara fram við tindrandi kertaljós
og heita Sígild jól. „Ég stefni að því að
gera þá að árvissum viðburði og fá til
liðs við mig hina ýmsu félaga mína úr
söngvarastétt,“ segir hún.
Í ár syngja með Sigríði Ósk þau
Hallveig Rúnarsdóttir sópran og
Ágúst Ólafsson barítón. Um með
leik sjá Lenka Mátéová orgelleikari
og Sigurður Halldórsson sellóleikari.
Níels T. Girerd, betur þekktur sem
Nilli, verður kynnir kvöldsins.
„Hugmyndin hjá mér er að reyna
að ná svipaðri stemningu og í sveita
kirkjum. Þar skapast svo mikil nánd
milli áheyrenda og flytjenda. Þess
vegna er líka bara söngur og orgel,
reyndar bætum við sellói við til að
ná meiri dýpt,“ segir Sigríður Ósk.
Er þá ekki Seltjarnarneskirkja
óþarflega stór? „Nei, hún er nefni
lega ekki svo stór og orgelið er niðri
sem er stór þáttur í því að ná þeirri
nánd sem við viljum. Við héldum
tónleika þar á þessum tíma í fyrra, þá
upplifðum við einstaka stemningu
og jólaandinn mætti. Við erum að
vona að það gerist aftur.“
En hvað er á dagskránni? „Það
eru sálmar, íslensk og erlend jólalög
og þjóðlög og við skjótum líka inn
gullmolum úr óperum eftir Mozart
og Händel. Meðal annars syngjum
við tríó úr Così fan tutte sem er eitt
fallegasta tríó sem Mozart samdi.
Einnig syngjum við Hallveig saman
Heims um ból. Það er útsetning sem
hún Sigríður Ella, söngkennarinn
minn, gróf upp. Hún söng hana
þegar hún var lítil. Alveg ótrúlega
falleg. Við vitum ekki eftir hvern sú
útsetning er, þetta eru gamlar nótur.“
Sigríður Ósk segir að Lenka, Sig
urður og hún hafi æft í nóvember því
þau hafi farið með hluta dagskrár
innar til Strassborgar í Frakklandi á
opnunarhátíð stærsta jólamarkaðar
í Evrópu þar sem Ísland er heiðurs
gestur.
„Við komum fram í Cathredal
Notre Dame, risastórri kirkju í miðri
borginni. Þetta voru opnir tónleikar,
allir velkomnir og kirkjan fylltist
næstum. En ljósin voru svo sterk á
okkur flytjendunum að við sáum
ekki neitt. Reyndum bara að finna
fyrir fólkinu,“ lýsir hún og lofar því
að lýsingin verði notalegri í Seltjarn
arneskirkju annað kvöld klukkan 20.
Vill ná sömu stemningu og í sveitakirkju
Trúarleg tónlist, jólalög og þjóðlög, auk gullmola úr óperum Mozarts og Händels, verða á dagskrá jólatón-
leika söngkonunnar Sigríðar Óskar Kristjánsdóttur og félaga hennar í Seltjarnarneskirkju annað kvöld.
Sigríður Ósk, Ágúst, Hallveig, Lenka og Sigurður ætla að skapa hátíðlegt andrúmsloft í kirkjunni. FréttabLaðið/anton brink
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Hafdís bjarnadóttir bregður á leik.
FréttabLaðið/SteFÁn
1 4 . d e s e m B e r 2 0 1 7 F i m m t u d a G u r54 m e N N i N G ∙ F r É t t a B l a ð i ð
1
4
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
7
C
-6
3
9
4
1
E
7
C
-6
2
5
8
1
E
7
C
-6
1
1
C
1
E
7
C
-5
F
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
8
8
s
_
1
3
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K