Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 4

Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 4
Vill skoða gáma- byggð fyrir farandverkafólk Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flug- vallarvina, er tilbúin að skoða ýmsar leiðir til þess að bregðast við stöð- unni á leigumark- aði í Reykjavík. Þar á meðal vill hún taka til at- hugunar hvort fýsilegt væri að byggja gáma- byggð fyrir er- lent farand- verkafólk í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, til að létta á spennunni á almennum leigumarkaði. „Ef það væru veitt tímabundin leyfi til þess að setja upp gámahús innan borgarmarkanna, þá gætu þessir aðilar flutt þangað,“ segir Sveinbjörg og tekur vinnubúðirnar við Kárahnjúka sem dæmi um slíka tímabundna lausn. Sveinbjörg segir líklegast að slík byggð þyrfti að vera skipulögð í úthverfum borgarinnar. Lengstu biðlistar sögunnar 1.022 einstaklingar eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík og segir Sveinbjörg listana aldrei hafa verið jafn langa. „Þetta er sjö ára uppsafnaður vandi. Í stefnu Félagsbústaða segir að það eigi að auka framboð um 100 íbúðir á ári en árið 2010, þegar Jón Gnarr var borgarstjóri, var bara skrúfað fyrir þetta,“ segir Svein- björg. Gæti leyst vanda einstæðinga Sveinbjörg telur einnig að Reykjavíkurborg ætti að byggja fjölbýlishús með litlum íbúðum á lausum byggingarlóðum í útjaðri borgarinnar til þess að mæta sívax- andi húsnæðisþörf, ekki síst á meðal einstæðinga í Reykjavík. „Það kem- ur fram í okkar tillögum að það væri eðlilegt að það væri byggð félagsleg blokk af hálfu Reykjavíkurborgar sem gæti tekið stóran hluta af þessu fólki inn til sín,“ segir Sveinbjörg. Slíka byggingu mætti síðar selja inn á almennan markað í áföngum. Nauðsyn brjóti meginstefnu Stefna Reykjavíkurborgar í hús- næðismálum felur í sér ákveðin skil- yrði um félagslega blöndun. „Við vit- um að fólk dvelur í bílunum sínum á bílastæðum og fólk býr á tjald- svæðum, þannig að nauðsyn hlýtur að brjóta þessa meginstefnu borg- arinnar um félagslega blöndun. Þetta gætu verið tímabundin úrræði til að leysa úr þessum vanda sem upp er kominn,“ segir Sveinbjörg.  Segir meirihlutann ráðalausan Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Húsnæðismál 1.022 eru á biðlista Reykjavíkurborgar eftir félagslegum íbúðum Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að bráða- birgðaaðgerða sé þörf fyrir borgarbúa á biðlista eftir fé- lagslegum íbúðum. Hún nefnir gáma sem bráðabirgðalausn. Formaður og varaformaður velferðarráðs leggjast gegn slíkum hugmyndum og vilja varanlegar lausnir. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ilmur Kristjánsdóttir, formaður vel- ferðarráðs Reykjavíkurborgar, seg- ir það ekki rétt að aldrei hafi verið fleiri á biðlista eftir félagslegum íbúðum en nú, en árið 2003 hafi þeir verið jafn margir og í dag. Það dragi þó ekki úr alvarleika málsins. Velferðarráði barst nýverið bréf frá Barnaheillum, þar sem lýst var áhyggjum af börnum í þeim hús- næðisvanda sem borgin glímir við, en ráðið hefur óskað úttektar á stöðu barnafólks sem er á biðlist- anum. Ráðinu er ekki kunnugt um barnafjölskyldur sem búi í iðn- aðarhúsnæði í borginni. Áætlanir borgarinnar raskast Ilmur segir flesta á biðlistanum einstaklinga í leit að eins til tveggja herbergja íbúðum. „Það er áætlun um að fjölga fé- lagslegum íbúðum um 100 á ári. Það hefur staðist þangað til í ár. Fé- lagsbústaðir eru ekki á plani í ár af því það er erfitt að kaupa og þá sér- staklega þessar litlu íbúðir sem mest eftirspurn er eftir,“ segir hún. „Við sjáum fram á fjölgun þó það sé ekki að gerast akkúrat núna, en það er bara vegna skorts á hús- næði,“ segir hún. Ilmur er ekki hlynnt hugmyndum um að fólkið fái gáma til að búa í til bráðabirgða. Hún nefnir að áhersla borgarinnar sé á félagslega blöndun. „Það hefur ekki verið vilji fyrir því að byggja einhverja gámabyggð. Sagan hefur hreinlega kennt okkur það að það séu mjög vond úrræði,“ segir hún og nefnir að slík úrræði geti haft í för með sér „stimplun“ sem geti varað um kynslóðir. „Það er alveg rétt að það er ákall eftir þessu, en það er mjög við- kvæmt hve miklar bráðabirgða- lausnir við ráðumst í. Það hefur sýnt sig að fljótfærnislegar lausnir draga oft dilk á eftir sér,“ segir Ilmur. Spurð hver úrræði borgin veiti þeim sem eru á biðlistanum svarar hún því að borgaryfirvöld veiti leigj- endum í félagslegum erfiðleikum sérstakan stuðning. „Fólk er kannski ekki á götunni þó það sé á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. Við erum auðvitað að veita sérstakan húsnæðisstuðning, þannig að ef fólk er í félagslega erf- iðri stöðu og leigir á almennum leigumarkaði, þar sem það borgar háa leigu, á það rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi frá Reykjavík- urborg,“ segir hún. Vill heldur varanlegar lausnir Elín Oddný Sigurðardóttir, vara- formaður velferðarráðs, segir borg- ina vinna að lausn húsnæðisvandans með fjölþættum hætti. Samhliða því að vinna að verulegri fjölgun fé- lagslegra leiguíbúða sé til dæmis einnig unnið að aðkomu borgarinnar að almennu íbúðafélagi ASÍ, Bjargi, í formi stofnstyrkja. Spurð hvort sú lausn leysi þann vanda sem nú sé fyrir hendi, segir hún að hlutina þurfi að meta heild- stætt. Sjálfri hugnist henni ekki gámabyggð eða félagslega einsleit hverfi. „Reynslan sýnir að það kost- ar samfélagið gríðarlegan pening,“ segir hún. „Ég held að með samstilltu átaki og því að allir axli ábyrgð, ekki síst ríki og sveitarfélög saman, og flýti uppbyggingu húsnæðis, þá sé hægt að finna lausnir sem eru varanlegri og boðlegar fólki. Auðvitað getur alltaf komið upp sú staða að það þurfi að leysa vanda fólks til skemmri tíma, en ég er ekki viss um að gámabyggð sé heppilegasta leið- in,“ segir hún.  Vilja varanlegri lausn  Félagsleg blöndun ákjósanleg Ilmur Kristjánsdóttir Elín Oddný Sigurðardóttir Hugnast ekki gámabyggð Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Við erum bara búnar að vera að lenda í að þurfa að flytja endalaust,“ segir Guðbjörg Sigríður Snorra- dóttir, sem hefur neyðst til þess að flytja ítrekað síð- astliðin ár, úr einni leiguíbúð í aðra. Guðbjörg er einstæð móðir, á fimm dætur, þrjár þeirra uppkomnar en tvær enn á grunnskólaaldri. Hún flutti til Reykjavíkur árið 2008. Síðan þá hef- ur hún verið í mesta lagi tvö ár í sömu íbúðinni og flutt alls sex sinnum. Stúlkurnar hafa þurft að skipta um skóla vegna flutninganna og því fylgir mikið rót, að sögn Guðbjargar. Þrjú ár á biðlista Hún hefur verið þrjú ár á biðlista eftir leiguíbúð hjá Reykjavíkurborg. „Ég held að það standi „ha- haha“ fyrir aftan nafnið mitt á biðlistanum. Ég er að bíða eftir 4 herbergja íbúð og fékk þau svör í vikunni að það væri eiginlega engin von um að ég fengi íbúð.“ Í byrjun sumars stóð Guðbjörg í þeim sporum að verða heimilislaus með dætur sínar. „Við erum bún- ar að vera húsnæðislausar allan júní. Ég er bara svo ótrúlega heppin að eiga góðan fyrrverandi eiginmann, þannig að við fengum að vera í íbúðinni hans á meðan hann er á sjónum,“ segir hún. Þakklát fyrir íbúðina Leiguíbúð í Breiðholti, sem þær mæðgur flytja inn í um mán- aðamótin, er ekki í skólahverfi stúlknanna. Hún er þó þakklát fyrir að hafa fengið íbúð á mark- aðnum eins og staðan er í dag. „Maður er bara rosa ánægður þegar maður kemst til að skoða íbúðir sem eru til leigu. Ég var svo hepp- in að leigusalinn valdi mig úr hópi fjölda fólks. Þetta er alveg hrikalegt ástand. Ég er ein með stelpurnar og leigan er 235 þúsund á mánuði. Þá er ekki mikill afgangur eftir,“ segir Guðbjörg. „Mér skilst samt að það sé bara vel sloppið. Ég fór og skoðaði íbúð um daginn sem var auglýst undir fyrirsögninni „Sanngjörn leiga“ og það var þriggja herbergja íbúð. Leigan þar var 250 þúsund á mán- uði. Ég veit ekki hversu sanngjarnt það er,“ segir Guðbjörg. Heimilislaus með tvær dætur í upphafi sumars Guðbjörg S. Snorradóttir  Hefur flutt sex sinnum síðan 2008  Þrjú ár á biðlista TENERIFE 13. júlí í 11 nætur Netverð á mann frá kr. 99.700 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 117.245 m.v. 2 fullorðna í íbúð. Villa Adeje Beach Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI á flugsæti m/gistingu FY RI R2 1 Frá kr. 99.700 m/allt innif.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.