Morgunblaðið - 30.06.2017, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.06.2017, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Páll Vilhjálmssonviðrar trúverð- ugar tilgátur:    Viðreisn átti aðvera banda- maður Samfylking- arinnar til hægri um pólitísk völd.    Nafn flokksins vísar tilviðreisnarstjórnar Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks á sjöunda áratug síðustu aldar.    Viðreisn var stofnuð af ESB-sinnum í Sjálfstæðisflokkn- um.    Aðild að Evrópusambandinu varstefnumálið sem skyldi binda saman Viðreisn og Samfylkingu.    Þegar ESB-umsókn Samfylk-ingar frá 16. júlí 2009 rann út í sandinn áramótin 2012/2013 var fótunum kippt undan tilverurétti Viðreisnar – áður en flokkurinn fékk tækifæri til að bjóða fram.    Útreið Samfylkingar í síðustukosningum girti fyrir alla vaxtarmöguleika.    Viðreisn mælist með um fimmprósent fylgi.    Hópar innan flokksins viljahalda aukalandsþing til að gera upp við stefnuna og flokks- forystuna.    Viðreisn og Samfylking ættu aðslá tvær flugur í einu höggi.    Halda sameiginlegan landsfund– og leggja báða flokkana niður.“ Páll Vilhjálmsson Sennilegar kenningar STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.6., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 13 skýjað Nuuk 6 heiðskírt Þórshöfn 13 heiðskírt Ósló 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 20 heiðskírt Lúxemborg 18 léttskýjað Brussel 20 léttskýjað Dublin 12 rigning Glasgow 12 rigning London 16 skýjað París 18 rigning Amsterdam 19 rigning Hamborg 19 skúrir Berlín 18 rigning Vín 24 léttskýjað Moskva 20 skúrir Algarve 27 léttskýjað Madríd 21 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 29 léttskýjað Róm 27 skýjað Aþena 35 heiðskírt Winnipeg 19 léttskýjað Montreal 19 alskýjað New York 24 léttskýjað Chicago 25 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:05 23:59 ÍSAFJÖRÐUR 1:37 25:37 SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20 DJÚPIVOGUR 2:21 23:42 Sigríður Kristinsdóttir sjúkraliði lést 23. júní sl. Hún fæddist í Reykjavík 13. júlí 1943. Foreldrar hennar voru Sigfríð Sigurjónsdóttir verkakona og Kristinn Stefánsson, bæði ættuð frá Eskifirði. Fyrri eiginmaður Sigríðar var Sigurður Hjörtur Stefánsson kennari, f. 1943, d. 6. 1975, síðari eiginmaður hennar er Jón Torfason skjalavörður, f. 1949. Börn Sigríðar eru Sigfríð Sigurð- ardóttir, Erna Kristín Sigurðar- dóttir og Torfi Stefán Jónsson. Barnabörnin eru sex og barna- barnabörnin eru tíu. Sigríður lauk sjúkraliðaprófi árið 1972 og var starfsvettvangur hennar eftir það að mestu á Landspítalanum. Um skeið sá hún um starf- semi Miðstöðvar fólks í atvinnuleit, en vann síðan tíu ár á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, uns hún lét af störfum þar árið 2010. Sigríður fór fljótt að skipta sér af kjara- málum og sat lengi í stjórn Sjúkraliðafélags Íslands og var formað- ur þess. Starfandi for- maður Starfsmannafélags ríkis- stofnana 1990 til 1995. Þá sinnti hún trúnaðarstörfum fyrir Rauðsokkur, Kvennaframboðið og var stofnfélagi í VG. Útför Sigríðar fer fram frá Nes- kirkju 4. júlí og hefst kl. 13.00. Andlát Sigríður Kristinsdóttir Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Mér finnst þetta vera mikil von- brigði enda erum við ekki að krefjast þess að leiðsögumenn verði að hafa eina ákveðna menntun heldur að virt sé ákveðin fagmennska til starfsins,“ segir Indriði H. Þorláksson, formað- ur Félags leiðsögumanna, spurður um afstöðu Þórdísar Kolbrúnu Reyk- fjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnað- ar- og nýsköpunarráðherra, til lög- verndunar á starfsheiti leiðsögu- manna. Reyndir menn þyrftu leyfi Afstaða Þórdísar kemur fram í svari hennar við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, um lög- verndun starfsheitisins en þar segir: „Hafa ber í huga að lögverndun starfsheitis leiðsögumanna mundi leiða til þess að ófaglærðir einstak- lingar, sumir með áratugalanga reynslu í leiðsögn, þyrftu leyfi frá stjórnvöldum til að geta titlað sig leið- sögumenn og álitaefni hvort slíkur ávinningur lögverndunar á starfsheiti leiðsögumanna vegi upp þann sam- félagslega kostnað sem af slíkri lög- gjöf mundi hljótast. Þannig ætti lög- gjöf um lögverndun starfsheita að miðast við að skerða ekki atvinnu- frelsi nema sýnt hafi verið fram á ávinning þeirrar lögverndunar.“ Snýst um gæðakröfur Indriði þvertekur fyrir að tak- marka eigi möguleika einstaklinga að starfa við leiðsögn og leggur áherslu á að hér sé aðeins um gæðakröfu að ræða. „Löggilding felur í sér kröfu um gæði. Ekki prófgráðu úr einum skóla. Krafa um skólagöngu getur verið mjög víðtæk, auk þess sem gert væri svokallað raunfærnimat,“ segir Indr- iði en með slíku mati gætu þeir sem starfað hafa við leiðsögn til fjölda ára fengið að kalla sig leiðsögumenn þrátt fyrir að uppfylla ekki önnur skilyrði. Indriði segir að félagið hafi barist fyrir lögverndun starfsheitisins í fjölda ára en árið 2008 hafi evrópskur staðall um menntun leiðsögumanna verið staðfestur af stjórnvöldum en ekki framfylgt. Ráðherra vill ekki lögverndun  Ráðherra ferðamála segir óþarft að lögvernda starfsheiti leiðsögumanna  Formaður Félags leiðsögumanna ósáttur og segir þörf á gæðakröfum í stéttinni Morgunblaðið/Ómar Leiðsögn Allir geta kallað sig leiðsögumann á Íslandi í dag. Lögreglan ítrekar varnaðarorð sín um þá hættu sem stafar af röra- sprengjum, en tilefnið var að ein slík fannst í strætisvagnaskýli á Hlíðarvegi í Kópavogi í fyrrakvöld. Aldrei sé nógu oft sagt hve hættulegar rörasprengjur séu. Sú sem fannst í Kópavogi í fyrrakvöld hefði getað kostað mannslíf. Svona mál komi alltaf upp öðru hverju. Fólk eigi fortakslaust að hafa sam- band við lögreglu ef það finnur rörasprengju og alls ekki að hreyfa við henni. Lögreglumenn eyddu Kópavogs- sprengjunni í gær á öruggu svæði fyrir utan þéttbýlið. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er ljóst að ef einhver hefði verið nærri spreng- ingunni hefði sá hinn sami jafnvel ekki verið til frásagnar enda þeytt- ust málmagnir frá henni tugi metra í burtu og voru stórhættulegar. sbs@mbl.is Málmagnir þeyttust tugi metra í burtu  Kópavogsprengjunni var fargað Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Sprengjan Mikill blossi kom þegar bomban var sprengd í loft upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.