Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 10

Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek í 60 ár | á | í Meyjarnar fluttar í Mjódd Full búð af nýjum vörum Meyjarnar Mjódd | sími 553 3305 Smart sumarföt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Þegar Katrín Helga Gunnarsdóttir, dóttir Jessicu Leigh Andrésdóttur, fæddist fyrir tímann og lést í júlí 2015 fann Jessica sárlega fyrir því hversu erfitt var að finna viðeig- andi fatnað til að leggja barn sitt til sinnar hinstu hvílu. „Það er mikið sem þarf að hafa í huga fyrir jarðarfarir og nokkrum dögum áður þá áttuðum við okk- ur á því að við vildum jarða stelpuna okkar í einhverjum föt- um. Hún var fyr- irburi og mjög lítil svo það var ekki í boði að fara bara út í búð. Tengda- mamma mín prjónaði því á hana kjól sem hún var jörðuð í,“ segir Jessica í samtali við Morgunblaðið. Gaf föt í minningu Katrínar „Einhverju síðar sér mamma mín á einhverri netsíðu að það eru konur í Bandaríkjunum sem taka það að sér að sauma föt á börn, sem þarf að jarða, úr brúð- arkjólum. Þær gera þetta launa- laust í sjálfboðaliðastarfi og senda fötin síðan til baka. Fötin eru mjög vel gerð og falleg,“ segir Jessica og bætir við að fötin séu gerð í alls konar stærðum, frá XS upp í L. „Mamma mín sá í rauninni þenn- an félagsskap kvenna sem gera þessi föt og vissi að þetta vantaði hér. Hún sendi sinn brúðarkjól til þeirra og fékk hann til baka sem 13 kjóla. Okkur fannst þetta vera kjörið tækifæri til þess að reyna að hjálpa fólki í þessum aðstæðum, að létta agnarlítið á undirbúningnum,“ segir Jessica sem hefur gefið Fæð- ingarvaktinni kjólana í minningu Katrínar Helgu. „Það er svo ótrúlega falleg hugs- un á bak við þetta og við erum mjög þakklátar fyrir gjöfina. Mér finnst svo dásamlegt að fólk sem hafi lent í þessum erfiðleikum geti hugsað svona fallega fyrir aðra,“ segir Anna Sigríður Vernharðs- dóttir, yfirljósmóðir á Fæðing- arvaktinni. Hún segir fötin afskaplega vel hönnuð og henti vel til þess að klæða ungbörn í, sem geti oft verið erfitt. Anna Sigríður og Jessica eru sammála um það að þær vonist til þess að fötin endist í mjög langan tíma. „Við munum bjóða þeim sem við teljum hafa þörf á fötunum að fá þau. Þetta á ábyggilega eftir að koma sér vel fyrir einhvern í þess- um erfiðu aðstæðum.“ Föt Jessica Leigh Andrésdóttir færði Fæðingarvakt Landspítalans 13 kjóla til þess að grafa ungbörn í. Gjöfin er til minningar um dóttur hennar. Sauma falleg barnaföt úr brúðarkjólum Jessica Leigh Andrésdóttir  Gaf 13 kjóla fyrir ungbörn sem þarf að jarða Alexander Gunnar Kristjánsson agunnar@mbl.is 16 karlmenn sóttu um styrk til að hefja meistaranám í menntunar- fræði leikskóla, tveggja ára meist- aranám sem veitir starfsleyfi til leik- skólakennslu. Fyrr á árinu var verkefninu Karlar í yngri barna kennslu hrundið af stað en megin- markmið þess er að fjölga karl- mönnum í starfi leikskólakennara. Einungis um 1% leikskólakennara á Íslandi er karlkyns en langtíma- markmið er að þeir verði 10% árið 2050. Auglýst var eftir þremur karl- mönnum sem hyggjast hefja meist- aranámið nú í haust til að vinna í samstarfi við stýrihóp verkefnisins að því að kynna leikskólakennara- námið meðal karlmanna. Fyrir það skyldu nemarnir fá eina milljón króna að námi loknu en sá peningur kemur úr jafnréttissjóði. Valið hefur verið úr hópi umsækj- enda og munu tveir þeirra hefja nám við Háskólann á Akureyri en sá þriðji við Háskóla Íslands. Ljóst er að nokkrir þeirra sem ekki fengu styrkinn hafa ákveðið að leita á önn- ur mið en í menntunarfræði leik- skólakennara, því til viðbótar við styrkþega munu einungis fimm karl- menn hefja nám, allir við HÍ. Alls munu því átta karlar leggja stund á meistaranámið næsta haust. Konur eru enn í miklum meirihluta þeirra sem sækja í menntunarfræði leik- skólakennara því 48 konur sóttu um að hefja námið við HÍ og 11 við HA. 16 sóttu um karlastyrkinn  Þrír karlar fá styrk til að ljúka leikskólakennaranámi Morgunblaðið/Eggert Leikskóli Einungis 1% leikskóla- kennara hér á landi er karlkyns. Air Iceland Con- nect hefur fellt niður flug milli Keflavíkur og Ak- ureyrar á laug- ardögum vegna lítillar aðsóknar. Grímur Gísla- son, forstöðu- maður sölu- og markaðsviðs, seg- ir að nauðsynlegt hafi reynst að leggja af annað flugið. Sú ákvörðun var tekin í lok dags 28. júní en áður hafi einstaka flug verið fellt niður. ,,Við reynum að hafa eins góðan fyrirvara og við getum þegar fella þarf niður flug. Við komum til móts við farþega eins og hægt er. Flestir þiggja það að fljúga til Reykj- víkur og taka þaðan flugrútuna til Keflavíkur á okkar kostnað. Þeir sem ekki vilja fljúga til Reykjavíkur fá flugið endurgreitt,“ segir Grímur og bætir við að sex ferðir á viku verði farnar í vetur þegar aðsókn að tengi- flugi eykst. ge@mbl.is Eitt tengiflug á viku á sumrin Flug Bombardier- vél félagsins. Lægra hlutfall 17 ára unglinga tók bílpróf í fyrra en fyrir 23 árum. Einnig hefur orðið hlutfallsleg fækkun unglinga sem eru komnir með bílpróf 18 og 19 ára gamlir. Samskiptastjóri Samgöngustofu telur að ungt fólk sé orðið meðvit- aðra um umhverfi sitt og ferðamát- ar séu fjölbreyttari en áður. „Það sama er í gangi hér á landi eins og alls staðar annars staðar í Vestur-Evrópu,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Sam- göngustofu, og bætir við að hún sé minni hér en víða annars staðar, enda sé það sums staðar beinlínis stefna stjórnvalda að fækka ung- um ökumönnum. „Sú ákvörðun var til að mynda tekin í Hollandi fyrir nokkrum ár- um að bjóða ungu fólki ókeypis í al- menningssamgöngur, til að hvetja ungt fólk til að nota þær frekar en að taka sjálft ökupróf.“ Þórhildur segir að hér á landi hafi stjórnvöld ekki gripið til neinna aðgerða til að fresta töku ökuprófs hjá unglingum og almenn- ingssamgöngur hafi heldur ekki breyst að ráði. johann@mbl.is Færri ungmenni taka bílpróf nú en áður Síðdegis í gær höfðu alls 27 milljónir króna safnast í Vináttu í verki, söfn- uninni sem hleypt var af stokkunum í kjölfar flóðs á dögunum sem olli miklum skemmdum í þorpinu Nuugaatisiaq á vesturströnd Græn- landi. Skorað hefur verið á sveitar- félög, fyrirtæki og almenning að leggja lið og hafa undirtektir verið góðar. Í gær bárust tvær millj. kr. frá Kópavogsbæ, og þegar hefur Reykjavíkurborg lagt fram fjórar milljónir kr. og ASÍ 500 þúsund kr. Svo mætti áfram telja. Þá hafa íbúar á Flateyri látið mál- ið til sín taka, og eru með því að gjalda Grænlendingum stuðning þeirra eftir snjóflóðið þar vestra árið 1995. Sölusýning í Öskju Í gær voru þau Íris Ösp Heiðrún- ardóttir á Ísafirði og unnusti hennar, Karl Ottesen Faurschou, sem er frá Qaqortoq á Grænlandi, kynnt sem nýir talsmenn Vináttu í verki. Þau hafa tekið virkan þátt í söfnuninni frá upphafi en stefnt er að því að safna að minnsta kosti 50 milljónum króna. Þá var í dag opnuð sölusýning á listaverkum barna í Öskju, leik- skóla Hjallastefnunnar við Öskju- hlíð. Allt sem safnast þar rennur óskipt til Vináttu í verki. Morgunblaðið/Eggert Stuðningur Leikskólabörn í Öskju leggja sitt af mörkum til Grænlendinga. Hátt í 30 milljón- ir króna safnast  Vinátta sýnd í verki  Nýir talsmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.