Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 22

Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Fræði Óskar Guðlaugsson hefur unnið kerfisbundna, tölfræðilega úttekt á gögnum um kvaðir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, en hún er einstök heimild um gamla íslenska bændaþjóðfélagið. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Það kom mér einna mest á óvart hversu mikill munur var milli lands- hluta þegar kom að kvöðum og svo að þrátt fyrir að kvaðirnar virðist fljótt á litið mjög fjölbreyttar, þá var gríðarlega stór hluti þeirra sömu þrjár kvaðirnar, skipsáróður, dagslættir og hestlán,“ segir Óskar Guðlaugsson sem nú í vor lauk meistaraprófsritgerð í landfræði við líf- og umhverfisvísindadeild Há- skóla Íslands þar sem fjallað um svokallað kvaðakerfi í gamla ís- lenska bændaþjóðfélaginu. Með kvöðum er átt við skyldu- verk sem leiguliðar, bændur og búalið, urðu að inna hendi í þágu landeigenda sem endurgjald fyrir að búa á jörð. Rannsókn Óskars, sem byggist á Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703, sýnir betur en áður einkenni kvaða, útbreiðslu og tilgang. Þótt oft hafi verið fjallað um kvaðir í ís- lenskum sagnfræðiritum hafa þær ekki áður verið rannsakaðar með kerfisbundnum, tölfræðilegum hætti eins og nú. Kvaðir voru sam- tals á 1.050 býlum af 3.449 sem voru í byggð 1703, eða á um 30,4% allra jarða. Niðurstöður Óskars koma í gróf- um dráttum heim og saman við það sem Þorvaldur Thoroddsen lýsti fyrir rúmri öld: helstu kvaðirnar voru þær þrjár sem nefndar voru hér að framan, en Bessastaðasvæð- ið skar sig úr vegna fjölda smærri kvaða sem tíðkuðust síður annars staðar. Tengt við lykilbreytur Nýmælið í ritgerð Óskars eru að tengja kvaðakerfið við nokkrar lyk- ilbreytur: landshluta, eignarhald jarða og tegund býla. Kort og töl- fræði leiða í ljós sterk tengsl á milli þessara þátta og þess hvers kyns kvaðir voru til staðar á ábúendum jarða. Þó svo að kvaðir hafi ekki dreifst jafnt á heimilisgerðir jarða – hlut- fallslega fleiri kvaðir voru á lögbýl- um en á smærri býlum – þá bendir rannsóknin til að sú dreifing skýrist frekar af eðli kvaðanna og einkenn- um þeirra landshluta þar sem þær voru útbreiddar. Róðrarkvaðir hafi t.d. verið útbreiddar í sjávar- byggðum þar sem tómthús voru al- geng og að þær kvaðir hafi einnig verið á tómthúsmenn. Svæðin þar sem kvaðir voru sérstaklega fjöl- breyttar og umfangsmiklar hafi hins vegar ekki verið tómthús- byggðir heldur svæði þar sem stór hluti heimila voru lögbýli (t.d. Ár- nes- og Rangárvallasýsla). Heim- ilisgerð hefur því ekki verið ráðandi breyta og sá hlutfallslegi munur á dreifingu kvaða milli heimilisgerða er frekar afleiðing af því hvers eðlis kvaðirnar voru og hvernig þær dreifðust. Eignarhald hefur gjarnan verið nefnt sem lykilbreyta í fyrri um- fjöllun um kvaðir, því það er áber- andi að kvaðir voru sérstaklega al- gengar á konungs- og kirkjujörðum. Eignarhald konungs og bisk- upsstóla var hins vegar mjög lands- hlutabundið, með þeim hætti að stórir klasar jarða voru í eigu þess- ara aðila. Af þeim sökum er, þegar nánar er að gáð, ekki augljóst að mati Óskars hvort útbreiðsla og einkenni kvaðanna skýrist helst vegna eignarhaldsins eða vegna sérkenna landshlutanna sjálfra. Sérkenni landshluta réð mestu Óskar telur gögnin frekar benda til þess að sérkenni landshluta hafi ráðið ferðinni. Skýrasta dæmið fel- ist í samanburði Suður- og Vest- urlands. Í Árnes- og Rangárvalla- sýslum hafi stór hluti jarða verið í eigu Skálholts og á þeim jörðum hafi verið einkennandi mynstur þriggja kvaða allsráðandi. Það mynstur sé hins vegar ekki bundið við Skálholtsjarðirnar heldur sé það líka algengt á jörðum í annars kon- ar eigu innan landshlutans. Í öðrum landshlutum sé þessi sama sam- setning kvaða hvergi til staðar, hún sé sérkenni Suðurlandssýslanna. En „kvaðir þrennar“ séu hins vegar ekki sérkenni Skálholtsjarða, því að á jörðum sem stóllinn átti í öðrum landshlutum hafi ekki verið sömu kvaðir. Skálholt hafi átt fjölda jarða í Borgarfjarðarsýslu en kvaðir þar hafi verið í samræmi við það sem þar tíðkaðist, óháð eignarhaldi. Með þessu sé þó ekki sagt að eignarhald hafi ekki verið mikilvæg breyta, Líklegt sé að Skálholtsstóll og kon- ungur hafi haft mótandi áhrif á sér- kenni kvaða í þeim landshlutum þar sem þessir eigendur áttu stóran hluta kvaðanna. Þarfir sem kvaðir mættu Annað sjónarhorn á kvaðakerfið er að líta á tilgang þeirra og hvaða þörfum þeim var ætlað að mæta. Rannsókn Óskars sýnir að landeig- endur nýttu sér róðrakvaðir til að tryggja sér mannskap á báta sína. Þörfin var tilkomin vegna viðvar- andi vinnuaflsskorts í fámennu og strjálbýlu landi, Dagslættir mættu árlegri hámarksþörf landeigenda fyrir vinnuafl í landbúnaði. Kvaðir um fjárrúning og laxveiði megi einnig skýra með sama hætti, árs- tíðabundinni umframþörf fyrir vinnuafl. Þá hafi hestlán og hinar ýmsu flutningskvaðir mætt þörf sumra landeigenda fyrir flutning á vörum, aðallega fiski, frá ver- stöðvum í kaupstað eða heim til landeiganda. Um var að ræða tíma- bundna umframþörf. Þeirri þörf hefur verið heppilegra að mæta með því að fá eignir leiguliða að láni í staðinn fyrir að halda uppi fleiri hestum eða vinnumönnum yfir árið, segir Óskar. Það sem síst verður útskýrt með þessum hætti eru fjölbreyttar kvað- ir sem bændur á jörðum Bessastaða var ætlað að sinna. Um var að ræða störf sem ekki voru árstíðabundin, svo sem húsastörf á Bessastöðum, maltmölun og torfskurð. Óljóst er hvers vegna það hentaði frekar embættismönnum að skikka land- seta í þessi verk frekar en vinnu- menn. Telur Óskar að ástæða sé til að rannsaka sérstaklega kvaðakerfi Bessastaðajarðanna með því að fara í saumana á búskap og rekstri land- fógetanna. Stærri rannsókn í bígerð „Ég og fleiri sem tengjast rann- sókninni erum nú þegar að hefja stærri rannsókn sem nýtir jarða- bókina ásamt manntalinu og kvik- fjártalinu 1703 til að rannsaka með kerfisbundnum hætti hver staða heimila landsins var árið 1703. Þá á ég aðallega við fjárhag heimilanna (tekjur og útgjöld) og fjölskyldu- stöðu. Markmiðið er m.a. að geta borið saman efnahagsstöðu og sam- félagsgerð mismunandi landshluta, og dregið ályktanir um vægi mis- munandi tekju- og útgjaldaliða heimilanna. Til lengri tíma gerum við líka ráð fyrir að þróa gagna- grunn sem væri aðgengilegur al- menningi gegnum vefviðmót,“ segir Óskar Guðlaugsson. Hann segir að þetta verkefni sé styrkt af Rannís og ætlað tveimur doktorsnemum í sagnfræði, honum og Sigríði Hjör- dísi Jörundsdóttur. Eru leiðbein- endur þeirra Guðmundur Jónsson og Ólöf Garðarsdóttir, en auk þeirra taka fleiri fræðimenn þátt í verkefninu. Skýrari mynd af kvöðum en áður var kunn  Rannsakaði útbreiðslu og tilgang kvaða í gamla bændaþjóðfélaginu Útbreiðsla kvaða á jörðum 1703 Jarðir með kvaðir Jarðir án kvaða Morgunblaðið/RAX LANGVIRK SÓLARVÖRN ÞOLIR SJÓ, SUND OG LEIK SÓLARVÖRNIN SEM HÚÐLÆKNAR MÆLA MEÐ Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð Viðbætt kollagen, silkiextrakt, C- og E-vítamín til að fyrirbyggja húðöldrun og lagfæra sólskaða. • Verndar húðina sem verður fallega brún, mjúk og rakafyllt. • Ofnæmisprófað, reynist vel gegn sólarexemi og sólarofnæmi. • Frábært undir andlitsfarða. Ekkert klístur og smitar ekki í fatnað, gott í hársvörðinn. • Engin umhverfis- eða hormónatruflandi efni, engar nánóeindir, ilm- eða litarefni. UVA Yfir 90% UVA vörn. Evy fæst í Fríhöfninn, Apótekum, Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup, Melabúðinni, Græn heilsa og víðar | nánar á evy.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.