Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fiskeldi Austfjarða er að slátra upp regnbogasilungi og færa sig yfir í laxeldi. Settar hafa verið upp öflugar sjókvíar með 850 þúsund laxaseið- um. Tilkoma fiskeldisins á þátt í að taka af höggið mikla sem brotthvarf kvóta og fiskvinnslu Vísis var fyrir Djúpavog. Nú eru starfsmenn við fiskvinnslu og fiskeldi orðnir fleiri en voru við vinnsluna hjá Vísi. Fiskeldi Austfjarða er fimm ára gamalt fyrirtæki en fiskeldi í Beru- firði á sér mun lengri sögu. Salar Is- landica hóf uppbyggingu laxeldis í Berufirði fyrir fimmtán árum. HB Grandi keypti aðstöðuna og breytti í tilraunaeldi, aðallega á þorski, en hætti svo starfsemi. Fiskeldi Aust- fjarða hf. keypti stöðina fyrir fimm árum og lagði áherslu á eldi regn- bogasilungs. Þótt starfsemin færi strax af stað tókst ekki að ljúka fjár- mögnun fyrirtækisins fyrr en meira en hálfu ári síðar. „Það kostaði mikla vinnu. Fiskeldið var eitt stórt spurn- ingarmerki í huga fjárfesta vegna vandamála í fortíðinni,“ segir Guð- mundur Gíslason stjórnarformaður, sem stofnaði fyrirtæki með nokkrum félögum sínum. Þeim gafst kostur á að kaupa helming seiðastöðvarinnar Ísþórs í Þorlákshöfn, en þar eru framleidd stór laxaseiði, og treysti það mjög grundvöll fyrirtækisins. Fiskur og lax í sömu vinnslu Samið hafði verið við Vísi hf. um að slátra fiskinum í öflugri fisk- vinnslu fyrirtækisins á Djúpavogi. Það setti því strik í reikninginn þeg- ar Vísir ákvað að færa starfsemi sína til Grindavíkur, áður en slátrun var hafin að ráði. „Við vorum hálfpartinn knúnir til að taka yfir þessa stóru vinnslu,“ segir Guðmundur. Hann tekur fram að góðir samningar hafi náðst við Vísi um húsnæðið og Byggðastofnun veitt Djúpavogi 800 tonna sértækan byggðakvóta í fiski gegn því að eldisfiski yrði slátrað á móti. Upp úr þessu var stofnað fyr- irtækið Búlandstindur í byrjun árs 2015 með aðild Fiskeldis Austfjarða og einstaklinga og fyrirtækja á Djúpavogi. Þar fara fremst í flokki hjónin Elís Grétarsson og Sóley Dögg Birgisdóttir, sem stjórna fyr- irtækinu. Keyptur var bátur til að veiða kvótann. Nafnið er endurnýtt því helsta útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki staðarins fyrr á árum hét því nafni. „Hugsun okkar var að brúa bilið þar til hafin væri slátrun á eldisfiski þannig að Djúpivogur gæti haldið þeim kostum sem fylgja góðum at- vinnurekstri. Þarna var allt til alls, góðir iðnaðarmenn, bátasmiðja og þjónusta sem starfsmenn og fisk- eldið þurfa á að halda. Það hefði komið sér illa ef sú þekking hefði farið með fólkinu í burtu vegna tíma- bundinna erfiðleika í atvinnulífinu,“ segir Guðmundur. Nú er unnið samhliða við vinnslu á bolfiski og slátrun og pökkun á eldis- fiski í fiskvinnslu Búlandstinds. Guðmundur viðurkennir að það hafi verið ábyrgðarhluti fyrir fisk- eldisfyrirtæki í uppbyggingu að taka þetta hlutverk að sér. Ekki hafi verið lagt upp með það þegar það keypti fiskeldið að stunda útgerð. „Þetta hefur blessast og lagt góðan grunn að næsta skrefi í þróun fyrirtæk- isins, sem er vaxandi slátrun og vinnsla á eldisfiski.“ Um 50-60 starfsmenn voru hjá Vísi. Nú eru rúmlega 50 starfsmenn hjá Búlandstindi og 15 að auki hjá Fiskeldi Austfjarða, þannig að starfsmenn þessara tveggja fyrir- tækja eru nú orðnir fleiri en voru hjá Vísi. Laxinn betri eldisfiskur Regnbogasilungur þótti vænlegur eldisfiskur þegar Fiskeldi Aust- fjarða hóf starfsemi og fleiri fyr- irtæki einbeittu sér að honum. Regnbogasilungurinn reyndist þó ekki standast samanburð við lax í eldi, ekki vaxa nógu hratt og nýta fóðrið ekki eins vel, auk þess sem góður markaður í Rússlandi lok- aðist. Var ákveðið að skipta yfir í lax á nýjan leik. Sú breyting er að ganga yfir. Á þessu ári lýkur að mestu vinnu við að slátra silungi upp úr gömlu kvíunum. Jafnframt er verið að setja út laxaseiði í nýjar og mun öflugri sjókvíar heldur utar í Beru- firði. Á síðasta ári voru sett út 750 þúsund laxaseiði og nú er verið að ljúka við að setja út 850 þúsund seiði. Seiðin sem sett eru út í ár eru um 300 grömm að þyngd og stefnan er að fá enn stærri seiði, eða 400-500 gramma, til þess að nýta betur að- stæður í firðinum þau tvö sumur og haust sem fiskurinn er í eldi. Slátrað verður um 3.000 tonnum á þessu ári, aðallega silungi, og á næsta ári, þegar laxinn kemur sterk- ur inn, er áætlað að afurðirnar verði 5-6 þúsund tonn. Laxinn sem settur var út í fyrra hefur vaxið mjög vel og er stefnt á að hefja slátrun á honum í desember næstkomandi. Berufjörður er nokkuð kaldur fjörður. Jónatan Þórðarson eld- isstjóri segir að stórstígar framfarir hafi orðið í sjókvíaeldi á köldum svæðum. Búnaðurinn sé orðinn mun betri en áður var. Lykillinn sé þó að nota stór seiði og fóðurgerð sem henti aðstæðum. Þarf stærri einingar Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi til að framleiða 11 þúsund tonn í Beru- firði og Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið hefur sótt um að stækka leyfið á sunnanverðum Austfjörðum í 28 þúsund tonn og að auki sótt um leyfi til eldis á norðurhluta Austfjarða en þar sem burðarþol þess svæðis hefur ekki verið metið eru málin enn í ferli. Guðmundur segir að mikil stærð- arhagkvæmni sé í sjókvíaeldi. Ein- ingarnar þurfi að vera að minnsta kosti 10-20 þúsund tonn til þess að ná einingakostnaði niður. Nýta þurfi vel dýr tæki og búnað sem fjárfest er í til að standa vel að eldinu. Nefnir hann að fiskeldisfyrirtæki á Íslandi sem framleiði 3.000 tonn á ári greiði tvisvar til þrisvar sinnum hærri vinnslukostnað en algengast sé í Noregi. Fengu fjármagn og þekkingu Aðkoma norskra fjárfesta að Fiskeldi Austfjarða hefur gjörbreytt möguleikum fyrirtækisins til að byggja sig upp. „Við höfum leitað allra mögulegra leiða á Íslandi til að fjármagna félagið með hlutafé og lánsfé og alls staðar komið að lok- uðum dyrum. Þess ber að geta að engin þekking er á fiskeldi hjá ís- lenskum fjárfestum og því skiljan- legt að þeir séu ragir við að fjárfesta í greininni. Einn þeirra sem við ræddum við benti okkur á að leita til norskra fyrirtækja. Með því gætum við slegið tvær flugur í einu höggi, fengið fjármagn og þekkingu til að þróa okkur áfram,“ segir Guð- mundur. Haft var samband við Mid-Norsk Havabruk, sem er eitt af fáum eld- isfyrirtækjum í Noregi sem enn eru í einstaklingseigu. „Þeir höfðu áhuga, reynslu og fjármagn. Við höfum beinan aðgang að þeim sem taka ákvarðanir í fyrirtækinu og höfum fengið mörg góð ráð. Þeir leggja lín- urnar og aðstoða okkur við að fjár- magna kaup á stærri tækjum, sem hefur skipt sköpum við uppbygg- inguna. Samstarfið hefur verið mjög farsælt,“ segir Guðmundur. Meðal tækja sem Fiskeldi Aust- fjarða hefur keypt er stór fóður- prammi sem blæs fóðrinu út á kví- arnar. Starfsmenn fylgjast með á sjónvarpsskjáum og þegar fiskurinn hættir að taka fóðrið er skrúfað fyr- ir. Með því fer minna fóður til spillis. Flutningaskip kemur reglulega með fiskafóður frá Færeyjum, dælir því beint í prammann og kemur síðan stundum við á Eskifirði og lestar loðnumjöl til að flytja til Færeyja. Þá á fyrirtækið tvo þjónustubáta og er búið að kaupa notaðan slátur- bát frá Færeyjum. Þarf skýra framtíðarsýn Fiskeldi Austfjarða er tilbúið til áframhaldandi stækkunar. Er vel fjármagnað og hefur aðgang að nauðsynlegri þekkingu, að sögn Guðmundar, og markaður fyrir laxa- afurðir er mjög góður. „Við viljum halda áfram fjárfestingum, ráða fleira fólk og byggja fyrirtækið frek- ar upp. Til þess þurfum við skýra framtíðarsýn. Allir sem að fiskeldi koma þurfa að ganga í takt,“ segir Guðmundur Gíslason. Skipta út silungi fyrir lax í kvíum  Fiskeldi Austfjarða var bjargvætturinn í atvinnumálum Djúpavogs  Lax kom að hluta til í stað þorsks  Nú vinna fleiri við fiskeldi og fiskvinnslu en voru í vinnslunni þegar Vísir fór Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Berufjörður Ný staðsetning sjókvía Fiskeldis Austfjarða er utar í firðinum en sú gamla. Búlandstindur gnæfir yfir. Fiskur Búlandstindur hefur yfir miklu og góðu húsnæði að ráða. Bolfiskur er unninn þar samhliða slátrun og pökkun á regnbogasilungi og laxi. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.