Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017
SVIÐSLJÓS
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
Guðríður Bjargey Helgadóttir er
mögnuð kona. Hún er 96 ára að aldri
en iðar af lífi, hefur sitthvað til mál-
anna að leggja, skrifar í blöð og tek-
ur virkan þátt í umræðu samtímans,
ekki síst til varnar lítilmagnanum,
náttúrunni og eldri borgurum þessa
lands, hefur tekið góðan þátt í fé-
lagsmálum og stjórnmálum á langri
ævi, er snjall kvæðamaður og góður
hagyrðingur. Með sundurröktu
árórugarni og silki saumar hún út
myndir af landslagi og vættum í um-
hverfi sínu í léreft, sem strengt er á
blindramma, og hefur sýnt þau verk
sín opinberlega í höfuðborginni og
víðar. Hún sker út fagra muni í tré
og málar listilega á postulín. Hún er
með farsíma innan seilingar og tölvu
á skrifborðinu. Þegar hún var 89 ára
ritaði hún og gaf út bókina Þessi
kona, og hafði sumarið áður farið ríð-
andi yfir Kjöl, sem greint er frá í
bókinni, og árið 2015 kom önnur bók,
Þessi kona á tíunda áratugnum. Og
vera má að sú þriðja líti dagsins ljós,
því enn er Guðríður að safna, punkta
hjá sér eitt og annað úr liðinni tíð og
nýrri. Og hún segir að það kæmi sér
ekkert á óvart ef það endaði á prenti.
„Mér finnst það vera skylda okkar,
sem lifum svona lengi, að skila ein-
hverju af arfinum, því að fortíðin er
svo gjörólík því sem núna er,“ segir
hún. „Það hafa orðið svo miklar bylt-
ingar á síðustu öld, frá því að vera
bara gamli tíminn, með hand-
verkfærum, í þessa miklu véla- og
vísindaöld. Fólk þarf að hafa glugga
aftur í fortíðina og mér finnst það
vera skylda okkar að halda honum
opnum og bækurnar sem ég skrifaði
og gaf út fyrir nokkrum árum eru
það, þær eru bara skyndimyndir út
um gluggann, á lífið eins og það hef-
ur komið þessari konu fyrir sjónir.
Þetta er ekki ævisaga, ég reyni að
hverfa eins mikið og ég get á bak við
frásögnina, þetta eru svona skyndi-
myndir af því sem maður er og hefur
verið að fást við, sem segir auðvitað
nokkuð um aldarhætti og verklag á
hverjum tíma. Og það eru ansi mörg
verkfæri sem fólk á mínum aldri er
búið að meðhöndla og leika sér að
læra á. Eins og tölvan, sem ég notaði
við að rita bækurnar mínar. Hún er
bara eitt af þessum verkfærum sem
hafa komið upp í hendurnar á mér
eins og öðrum. Ég keypti hana þegar
tölvur fóru að verða almenningseign.
Og ekki kemst maður af án þess að
eiga gemsa. Ef við ekki fylgjumst
með verðum við gamaldags. Á eftir
tímanum. Stöðnum.“
Þéttbyggðasta sveit héraðsins
Guðríður er fædd 16. mars árið
1921. Móðir hennar var Kristín
Jakobína Guðmundsdóttir
(1894−1983) frá Kirkjuskarði á Lax-
árdal fremri í Holtastaðasókn í Aust-
ur-Húnavatnssýslu, og faðir hennar
var Helgi Magnússon (1895−1981)
fæddur á Hrúteyri við Reyðarfjörð.
Þegar hér er komið sögu bjuggu þau
á Núpsöxl á Laxárdal fremri, þar
sem faðir hennar var alinn upp. Dal-
urinn var kallaður þetta til aðgrein-
ingar frá Laxárdal í Skagafjarð-
arsýslu, sem er handan við
fjallgarðinn milli Skagafjarðar og
Húnavatnssýslu og er stundum kall-
aður Laxárdalur ytri. Þarna var áður
allmikil byggð, þéttbyggðasta sveit
héraðsins, alls 32 bæir. Í dalnum
verður aldrei vart grasleysis.
„Ég er fædd í Svangrund á
Blöndubökkum, í Engihlíðarhreppi,“
segir Guðríður, aðspurð um uppruna
sinn. „Mamma var búin að fæða eitt
barn áður sem gekk illa með að koma
í heiminn en kom nú samt og lifði
lengi, en af því að þetta var í mars,
fannfergi mikið og ófærð og allra
veðra von, ákvað hún til öryggis þeg-
ar fór að líða að fæðingu að fara og
vera nokkra daga þar sem ljósmóðir
sveitarinnar bjó. Og allt gekk þetta
nú eftir.“
Alls fæddist þeim hjónum, Krist-
ínu og Helga, sjö börn meðan þau
bjuggu á Núpsöxl. Og þarna ólst
Guðríður upp, rétt fyrir utan miðjan
dal, með foreldrum og systkinum við
algeng sveitastörf, til 14 ára aldurs.
„Það var snjóþungt í Laxárdal,“
segir hún, „og gat verið að vorið
kæmi seint, ef það var hart í ári, en
það kom að endingu og þá kom gróð-
urinn vel undan snjónum, því yfir-
leitt kom snjór snemma í dalinn.
Þetta er hærra en Langidalur og gat
verið vetrarríki, en mjög sumardag-
urt. Og flóarnir, til dæmis, þeir komu
grænir undan snjónum.“
Guðríður tók fullnaðarpróf 13 ára
gömul, eftir nám í skammvinnum
farskóla.
Missti af fermingunni sinni
Ári síðar, 1935, var hún búin að
ganga til prestsins, sr. Gunnars
Árnasonar, til spurninga, vera hjá
honum í viku ásamt jafnöldrum sín-
um, en hann bjó þá á Æsustöðum í
Langadal, og læra það sem krafist
var. Það átti að ferma á hvítasunnu. Í
vikunni á undan voru fardagar og
hún að flytja með foreldrum sínum
og systkinum norður yfir fjöll og
öræfi, að Skollatungu í Gönguskörð-
um í Skagafirði. Ætlunin var að Guð-
ríður færi ríðandi til Holtastaða-
kirkju er þar að kæmi, en ekkert
varð úr því, þá gerði nefnilega stór-
hríð og ekki komst stúlkan vestur.
Sr. Helgi Konráðsson fermdi hana
því eina í Sauðárkrókskirkju um
sumarið.
„Það var ekki mikið um skóla-
göngu yfirleitt, eftir að skyldunámi
lauk, nema fyrir þá unglinga sem
komu af efnaðri heimilum, og fóru þá
í menntaskóla. Alþýðuskólarnir voru
ekki orðnir eins algengir þá og síðar
varð, það var ekki fyrr en með Jónasi
frá Hriflu að það breyttist. Ég fór í
vist á Sauðárkróki næstu vetur eftir
fermingu og var heima á sumrin og
einn vetur var ég á Akureyri, starf-
aði í þvottahúsi menntaskólans. En
svo fór ég í Kvennaskólann á
Blönduósi 1942−1943 og síðan í Iðn-
skólann í Reykjavík 1944−1946; það
var kvöldskóli og ég tók tvo bekki í
einu, stytti mér tímann í tvo vetur í
staðinn fyrir fjóra, og lauk þaðan
prófi sem kvenklæðskeri. Fyrsta ár-
ið var ég í vist hjá Kristínu Önnu
Thoroddsen, sem var kennari, pass-
aði Helgu Kress litla, og fór svo að
vinna á saumastofu, tók faglega
hluta námsins þar.“
Á þessum árum kynntist hún fyrri
eiginmanni sínum, Sæmundi J.
Kristjánssyni. Þau eignuðust saman
tvö börn, Helga 1946, og Ásdísi,
1947, en fljótlega eftir það skildu
leiðir þeirra hjóna. Síðari eiginmaður
Guðríðar var Friðrik Brynjólfsson.
Þau bjuggu fyrstu tvö árin í Reykja-
vík, þar sem Guðríður vann við kjóla-
saum og annan saumaskap á verk-
stæðum og heima, en vorið 1961
ventu þau kvæði sínu í kross og
höfðu skipti á íbúðinni þar og jörð-
inni Austurhlíð í Blöndudal. Þangað
fluttu þau hjónin 2. maí það sama ár.
Þar bjuggu þau myndarbúi til 1988.
Þau eignuðust saman fjögur börn.
Elst er Sigríður Guðrún, fædd 1959,
næstur er Brynjólfur, fæddur 1960,
þá er Kristín, fædd 1963, og yngst
Ólína Þóra, fædd 1966. Friðrik lést
árið 2008.
Árið 2010 tók Guðríður sér bólstað
suðaustan undir hlíðum Tindastóls, á
Dvalarheimili aldraðra á Sauðár-
króki.
Gott mannlíf í Laxárdalnum
„Það var mjög gott mannlíf í Lax-
árdal, sérstaklega gott nágrenni,“
segir hún. „Þetta var heimur út af
fyrir sig. Það hjálpuðust allir að. Ef
eitthvað var, þá var bara einhver
kominn til aðstoðar frá næsta bæ.
Það er mannlíf sem ég sakna. Fólk
fór á milli bæja bara að gamni sínu til
að spjalla og þetta mannlíf varð eitt-
hvað svo manneskjulegt. Og þarna
komu fram skáld og rithöfundar,
Rósberg G. Snædal, Sigurður Ingj-
aldsson frá Balaskarði, Sveinn
Hannesson frá Elivogum og sonur
hans, Auðunn Bragi, og margir fleiri.
Ungmennafélagið var mjög öflugt,
hélt meira að segja út blaði, og það
voru rædd allskonar þjóðmál á fund-
um og krakkarnir auðvitað fylgdust
með þessu öllu. Ég var ekki hrædd
við neitt. Það þýddi t.d. ekkert að
vera að hræða mig á Grýlu, ég vissi
að það var plat, en eins og allir vildi
ég auðvitað frekar hafa ljós, en það
var ekki alltaf hægt. Við bárum með
okkur það sem kallað var týruljós, en
það var ekkert rafmagn í bænum.
Það, ásamt símaleysi og lélegu vega-
sambandi, gerði það að verkum að
dalurinn lagðist smám saman í eyði
að mestu leyti um og upp úr miðri
síðustu öld. Það voru að byrja aðrir
tímar. Við vorum með þeim fyrstu
sem fluttum burtu en litlu síðar fór
að grisjast enn frekar. Með stríðinu
komu vélarnar og bílar og vélar
þurftu vegi, en það var engin sýn á
það að bæta úr þessum skorti hjá
okkur, fólk áttaði sig á því að ekki
yrði um neinar framfarir í þessu efni
að ræða og sætti sig ekki við að þurfa
að notast við kerrustíga á þeim tíma-
punkti.“
En hvernig er svo að vera komin á
tíræðisaldur?
„Það er ágætt. Þetta er bara einn
kapítuli ævinnar. Ég held mér við
með því að vera sífellt að hugsa og
gera eitthvað. Og svo er þetta bara
Guðsgjöf.“
Græðgin er allt að drepa
„Ég nefndi breytingar hér áðan,
þær sem orðið hafa á síðustu áratug-
um. En þær eru ekki allar af hinu
góða. Það hafa t.d. orðið miklar
stökkbreytingar á þessari öld,
bændaþjóðfélag sem var allsráðandi
í stjórnarfari og öðru er nánast að
hverfa, að þurrkast út. Það er mark-
visst unnið að því að gera lítið úr
landbúnaði. Fólk kann ekki að meta
það að einhver framleiði matinn
handa því, heldur að þetta komi bara
í póstinum. Það er ótrúlegt. En það
er seigt í bændum, þeir gefast ekki
allir upp. Eins og þetta eyland er nú
háð því að framleiða sjálft allt sem
hægt er, sem er alveg gífurlega
margt, og flest, miðað við heitu upp-
spretturnar og allt það. Við erum svo
einstaklega lánsöm að hafa þetta
gjöfula land. En fólk kann ekki að
meta það. Og kann ekki að nýta það
rétt. Það er allt troðið niður í staðinn
fyrir að vinna með því og lifa með
því. Þetta er sorglegt. Græðgin er
allt að drepa.
Það tók svo ótrúlega stuttan tíma
að rjúfa þessi tengsl milli borgar og
sveita, sem voru mjög sterk, meðan
t.d. börn voru send í sveit, þarna á
tímabili, og það eitt myndaði svo
órjúfandi tengsl milli fjölskyldna. En
svo var tekið fyrir það. Börn fara
ekki lengur í sveit. Það eru vélarnar
náttúrulega, þær útheimta ekki
svona liðléttinga í vinnu. En það er
mikill skaði, því að þetta var mjög
hollt uppeldi, að kynnast lífinu
ómenguðu, og kenndi börnum margt.
Ég veit það að strákar sem voru hjá
mér í sveit, þeir segja það að þeir
hafi lært meira í sveitinni heldur en í
öllum þeim skólum sem þeir hafa far-
ið í gegnum, þeir eignuðust fjöl-
breyttari sýn á lífið og tilveruna.
Það vantar í nútímann þetta
manneskjulega samneyti og sam-
kennd. Þess vegna er ójöfnuðurinn
að eyðileggja allt. Og það bara kallar
á uppreisn og leiðindi. Ekkert annað.
Og þetta, að kunna ekki að lifa með
landinu sínu, það kann ekki góðri
lukku að stýra.“
Það vantar þetta manneskjulega
Missti af fermingunni sinni Er kvenklæðskeri að mennt Fór ríðandi yfir Kjöl 88 ára
Skrifaði og gaf út bók árið 2010 og aðra 2015 Málar á postulín, saumar út listaverk og yrkir
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Síung Guðríður Bjargey Helgadóttir, 96 ára gömul, í íbúð sinni á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Núpsöxl í Laxárdal fremri 1935 Listsaumur í léreft. Myndir Guðríðar eiga
rætur í sterkum tengslum við móður Jörð og gjöfult föðurland.
Guðríður kveðst eiga góðar
minningar frá æskustöðvunum,
þar sem hún lék sér í frelsi nátt-
úrunnar, veiddi silunga með
berum höndum og nam af öllu
því öðru sem fyrir augu bar. Ein-
hverju sinni á ævinni orti hún
þetta:
Mjög þá heiðin magnar seið,
manni greiðust verða sporin,
úr sér breiðir opin leið
inn í þreyðust lönd á vorin.
Ekkert helsi, engin bönd,
auðnarfrelsi sumardaga.
Angrið dvelst við ystu rönd,
andinn stelst að sölum
Braga.
Bragi − óðfræðivefur
(bragi.info) geymir fleira úr
hennar ranni af þessum toga,
sem og áðurnefndar bækur
hennar.
Ekkert helsi,
engin bönd
ÆSKUSTÖÐVARNAR