Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 36

Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Á slóðir Maya Indíána Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indjána. Skoðum hinn heimsþekkta Maya píramída Tulum, förum í Maya indjánaþorp, skoðum gamlar menningarborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heim og upplifum regnskóginn. Við tökum svo nokkra daga á lúxus hóteli við Karabíska hafið þar sem allt er innifalið. Hrífandi náttúra, einstök menning og fjölbreytt dýralíf sem eiga varla sinn líkan, ævintýraleg upplifun í einstöku umhverfi. Við förum m.a. í Safaríferð á jeppum og skoðum villt dýr í sínu náttúrulega umhverfi. Sri lanka er eyjan sem Sinbað sæfari og Marco Polo heimsóttu á ferðum sínum. Við kynnumst framandi og heillandi heimi sem tekur á móti ferðalöngum með opnum örmum. Við erumað fara í 5 sinn í þessa spennandi ferð Við erumað fara í 4 sinn í þessa spennandi ferð Vel fór á með þeim Emmanuel Macron Frakklands- forseta og Angelu Merkel Þýskalandskanslara í gær þegar leiðtogar Evrópusambandsríkjanna funduðu í Berlín. Markmið fundarins var að stilla saman strengi Evrópusambandsríkjanna fyrir fund tuttugu helstu iðnríkja heims, sem fram fer í Hamborg eftir viku. Samþykktu leiðtogarnir þar meðal annars að þeir myndu standa vörð um Parísarsamkomulagið. AFP Stilla saman strengi fyrir G20 Íraski herinn hefur náð aftur á sitt vald hinni sögufrægu al-Nuri-mosku í Mosul í norðurhluta Íraks. Þrjú ár, upp á dag, voru í gær síðan moskan lenti í klóm liðsmanna Ríkis íslams og Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, lýsti yfir stofnun kalífadæmisins á landsvæði sem nær yfir Írak og Sýrland. Harðir bardag- ar hafa staðið um moskuna en í síð- ustu viku sprengdu liðsmenn Ríkis íslams bænaturn hennar. Haider al- Abadi, forsætisráðherra Íraks, kall- aði sprenginguna „opinbera yfirlýs- ingu um uppgjöf“ en ljóst þykir að liðsmenn samtakanna hafi frekar viljað eyðileggja moskuna en að stjórnvöld í Írak næðu henni heilli á sitt vald. Moskan er sögufræg en hún var reist á 12. öld og hefur bænaturninn verið eitt af helstu kennileitum Íraks. Ekki er vitað um afdrif al-Baghdadi og er hann jafn- vel talinn af. agunnar@mbl.is Ríki ísl- ams missir völdin  Írakar náð mosk- unni í Mosul á sitt vald Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Evrópusambandið sendi frá sér í gær fréttatil- kynningu um það hvernig opinber útför Helmuts Kohl, fyrrverandi kanslara Þýskalands, muni fara fram á morgun, en útförin verður á vegum sam- bandsins en ekki Þýskalands. Útförin hefur verið umdeild, en sonur Kohls af fyrra hjónabandi gagn- rýndi áformin í síðustu viku og sagði þau ekki vera sæmandi minningu föður síns. Samkvæmt tilkynningu Evrópusambandsins verður kista Kohls borin inn í þingsal Evrópu- þingsins í Strassborg í Frakklandi, sveipuð fána Evrópusambandsins. Antonio Tajani, forseti Evr- ópuþingsins, Jean-Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Donald Tusk, forseti Evrópusambandsins, munu síðan flytja ræður, áður en myndband um ævi Kohls verður sýnt. Að því loknu munu Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Felipe González, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, og Dmitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, flytja minningarorð að beiðni ekkju Kohls. Við lok athafnarinnar munu Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari flytja ræður. „Ekki sæmandi minningu föður míns“ Eftir athöfnina í Strassborg verður kista Kohls síðan flutt til Speyer í Þýskalandi, þar sem kansl- arinn heitinn verður grafinn. Walter Kohl, elsti sonur hans, gagnrýndi út- fararáformin í síðustu viku, þar sem þau sýndu minningu föður hans ekki tilhlýðilega virðingu. „Ég tel þetta ekki sæmandi minningu föður míns, né heldur Þýskalandi eða Evrópu,“ sagði Walter, en hann var sonur Kohls af fyrra hjónabandi. Stirt hefur verið á milli hans og Peters bróður hans annars vegar og Maike Kohl-Richter, seinni eig- inkonu og ekkju Kohls, hins vegar. Höfðu Walter og Peter ekki talað við föður sinn í nokkur ár, og komst Walter að andláti hans þegar hann heyrði tíðindin í útvarpi. Sagði Walter að faðir sinn hefði frekar átt að fá útför á vegum þýska ríkisins í Berlín, í ljósi þess stóra hlutverks sem hann hefði gegnt við samein- ingu Þýskalands í eitt ríki. Þá gagnrýndi Walter einnig að hinsti legstaður föður hans yrði í kirkjugarði í Speyer, en ekki í Ludwigshafen, þar sem kanslarinn fæddist, en þar hefur fjölskylda hans átt grafhvelfingu um nokkurt skeið. Það mun hins vegar hafa verið ákvörðun Kohl-Richter, en hún segist vilja varð- veita hina pólitísku arfleifð Kohls eins vel og mögulegt er. Umdeild útför Kohls tilbúin  Sonur Helmuts Kohl segir útförina ekki sæmandi minningu föður síns AFP Útför Kista Kohls var flutt frá heimili hans í Ludwigshafen til Strassborgar í síðustu viku. Fimm Tsjetsjenar voru í gær sak- felldir í Rússlandi fyrir að hafa skipulagt og framið morðið á Boris Nemtsov, einum helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi fyrir tveimur árum. Nemtsov, sem eitt sinn gegndi starfi aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, var einn helsti gagnrýn- andi Vladimírs Pútíns Rússlands- forseta um nokkurt skeið, áður en hann var myrtur í nágrenni Kreml- ar í febrúar 2015. Stuðningsmenn Nemtsovs segja að réttarhöldin hafi ekki leitt í ljós hvað mönnunum gekk til, og hvort þeir hafi fylgt skipunum frá ein- hverjum öðrum, en 12 manna kvið- dómur sem úrskurðaði í málinu kom sér ekki saman um niðurstöð- una. Taldi meirihluti kviðdómsins hins vegar sannað að mennirnir fimm hefðu skipulagt og framið morðið, en þeir neita enn allri sök. Fimm sakfelldir fyrir morðið á Nemtsov RÚSSLAND AFP Morðmál Boris Nemtsov var myrtur í nágrenni Kremlar 2015. Frans páfi hefur sent George Pell, fjármálastjóra- kaþólsku kirkj- unnar, í ótíma- bundið leyfi en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum í heimalandi sínu, Ástralíu. Að sögn lögreglu hafa fleiri en einn ásakað Pell og mun hann koma fyrir rétt í Melbourne 18. júlí. Pell hefur áður verið gagnrýndur fyrir að hafa reynt að hylma yfir kynferðisbrot annarra presta innan kirkjunnar. Pell hefur farið mikinn undanfarin ár í umræðu um ýmis hitamál innan kirkjunnar og tekið íhaldssama af- stöðu í málum á borð við hjónabönd samkynhneigðra, getnaðarvarnir og skírlífi presta. Hann er talinn þriðji valdamesti maðurinn innan Vatíkansins. Fjármálastjóri Páfagarðs ákærður George Pell PÁFAGARÐUR Ekki er lengur gerð krafa um að karlmenn í breska þinginu beri bindi. Þetta kom fram hjá John Bercow, forseta þingsins, í gær. Ekki eru til niðurnjörvaðar reglur um klæðaburð þingmanna en gerðar eru kröfur um snyrtilegan klæðaburð og hefur bindi hingað til talist staðalbúnaður hjá karl- mönnum. Forsetinn getur meinað þingmönnum að tjá sig í þingsal. Í fyrradag hélt Tom Brake, þing- maður Frjálslyndra demókrata, ræðu bindislaus sem varð til þess að þingmaður Íhaldsflokksins spurði forsetann hvers vegna Brake hefði komist upp með at- hæfið. Bercow, sem einnig er þingmaður Íhaldsflokksins, svar- aði því til að þótt hann ætlaðist til að þingmenn væru virðulegir til fara væri ekki grundvallaratriði lengur að menn bæru bindi í þing- salnum. Bindisskylda afnumin BRETLAND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.