Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 39

Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Bankastræti Þótt hann rigndi í gær var hægviðri og því kjörið regnhlífaveður. Landsmenn hafa margir gefist upp á regnhlífunum því þær virka illa í rokinu sem oft fylgir rigningu. Eggert Frá því í október 2016 til 23. júní 2017 hafa Varðberg og Al- þjóðamálastofnun Há- skóla Íslands staðið að fjórum ráðstefnum um öryggismál á Norður-Atlantshafi. Tæplega 20 fyrir- lestrar hafa verið fluttir á þessum ráð- stefnum auk þess sem efnt hefur verið til pallborðs- umræðna. Áhugi erlendra fyrirlesara á að koma hingað til lands og ræða þessi mál er mikill og endurspeglar hann breytinguna sem orðið hefur á við- horfi til þróunar öryggismála í okk- ar heimshluta. Norður-Atlantshafið er að nýju komið á dagskrá hjá fræðimönnum. Á vettvangi NATO er fjallað um hafið sem tengir Norð- ur-Ameríku og Evrópu á allt annan hátt en undanfarinn aldarfjórðung. Tilgangur Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóða- mál, með frumkvæði að ráð- stefnunum haustið 2016 var að minna á breytingarnar sem hafa orðið frá því að bandaríska varnar- liðið hvarf héðan í september 2006. Að breytingar séu eins miklar og birtist á ráðstefnunum kemur á óvart. Niðurstaða umræðna á ráðstefn- unum er að NATO hafi skapað tómarúm á hafinu sem er þunga- miðjan í samstarfi ríkjanna beggja vegna Atlantshafs. Nú skuli snúið af þeirri braut eins og meðal annars má sjá af kaf- bátaleitaræfingunni sem hófst í Reykjavík mánudaginn 26. júní. Hún er að hluta reist á aðstöðu sem er í boði hér, flugvöllum og höfn- um. Landhelgisgæsla Íslands gegnir lykilhlut- verki sem tengiliður af hálfu íslenskra stjórn- valda við herstjórn NATO og herstjórnir einstakra landa. Keflavíkurstöðin Tveir Bandaríkjamenn sem komu við sögu þegar Keflavíkurstöðinni var lokað fluttu fyrirlestra á ráð- stefnunum; Robert Loftis, núv. pró- fessor í Boston, en áður aðalsamn- ingamaður Bandaríkjastjórnar við Íslendinga, og Jim Townsend, fyrrv. aðstoðarvarnarmála Bandaríkjanna fyrir málefni Evrópu og NATO. Loftis var hér 6. október 2016 en Townsend talaði á ráðstefnunni 23. júní. Hann hóf störf í varnarmála- ráðuneytinu sem „desk officer“ fyrir Ísland árið 1990 og hafði auga á ís- lenskum málum allt þar til hann lét af störfum í ráðuneytinu. Nú er Townsend tengdur hugveitunni Center for New American Security (CNAS) í Washington og fjallar þar um samskipti Norður-Ameríku og Evrópu. Báðum kom þeim í opna skjöldu árið 2006 þegar fyrirmæli bárust að ofan innan varnarmálaráðuneytisins um að loka ætti Keflavíkurstöðinni á þann hátt sem gert var. Sagan sýnir að annað en tillit til gæslu varan- legra öryggishagsmuna réð ákvörð- uninni. Hún var til marks um skammsýni sem mótaði andvara- leysið innan NATO á Norður- Atlantshafi. Í erindi sínu lagði Townsend áherslu á varanlegt gildi varnar- samnings Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951. Leggja yrði rækt við hann og nýta til að tryggja öryggi og stöðugleika á Norður-Atlantshafi. Hvað sem liði fréttum frá Washing- ton væri víst að engum þar dytti í hug að hlaupa frá skuldbinding- unum í 5. gr. Atlantshafssáttmálans um að árás á eitt NATO-ríki væri árás á þau öll eða frá skuldbinding- unum í tvíhliða varnarsamningnum við Íslendinga. Ráðstafanir Norðmanna Fyrir rúmri viku ákvað norska ríkisstjórnin að framlengja um eitt ár samning við Bandaríkjastjórn um komu bandarískra landgönguliða til Noregs; samningurinn gildir út árið 2018. Frá ársbyrjun 2017 hafa 330 bandarískir landgönguliðar verið tímabundið en til skiptis við æfingar og þjálfun í Noregi í um 1.500 km fjarlægð frá rússnesku landamær- unum. Þegar tilkynnt var um framleng- ingu þessa fyrirkomulags (24. júní) birti rússneska sendiráðið í Ósló yfirlýsingu þar sem sagt var ákvörð- un Norðmanna væri „ekki í sam- ræmi við hefðir og góða sambúð ná- granna“, hún skapaði „óvissu í samstarfi við Norðmenn“ og kynni „einnig að auka spennu og draga úr stöðugleika á norðurslóðum“. Sendi- ráðið sagði einnig: „Við lítum á þetta sem lið í hernaðarundirbúningi und- ir forystu Bandaríkjamanna sem hefur aukist ásamt and-rússneskri áróðurs-móðursýki.“ Varanleg viðvera nauðsynleg Jacob Børresen, fyrrv. yfirskip- herra í norska flotanum, flutti erindi á ráðstefnunni 23. júní þar sem hann lýsti meðal annars skoðun sinni á hvernig haga bæri samskiptum við Rússa. Hún mótast ekki af neinni „áróðurs-móðursýki“ í garð Rússa. Børresen vill að af hálfu NATO sé ekki gert neitt sem ýti undir þá gamalgrónu tilfinningu Rússa að sótt sé að þeim af óvinveittum ná- grönnum. Hann telur NATO hafa teygt sig, jafnvel um of, inn á svæði sem veki þessar tilfinningar Rússa um öryggisleysi. Þeim sé sárt að viðurkenna að þeir hafi ekki roð við NATO á sviði venjulegra vopna eða tæknilega og efnahagslega. „Ná- kvæmlega eins og við í NATO gerð- um í kalda stríðinu þegar við stóðum höllum fæti í venjulegum vopnabún- aði, hóta þeir nú að verða fyrri til við beitingu kjarnorkuvopna.“ Børresen hvetur til þess að NATO sýni hvorki sóknartilburði né sendi herafla ónauðsynlega nærri Rússum auk þess að halda að sér höndum telji bandalagið Rússa ögr- andi. Í stað þess að ganga að því sem vísu að í Moskvu átti menn sig á að NATO hafi alls ekki uppi nein árásaráform gegn Rússum skuli NATO-þjóðirnar leggja sig fram um að sannfæra Rússa um að þetta sé raunin bæði með málflutningi sínum og með æfingum og beitingu herafla síns. Hvað sem þessari skoðun sinni líður segir Børresen að í ljósi þess að landafræðin breytist ekki þótt pólitísk spenna aukist eða minnki eigi NATO að líta til langs tíma og halda úti reglulega flota, til dæmis í GIUK-hliðinu, í stað þess að hverfa af svæðinu í hvert sinn sem spenna minnki milli Rússa og vestrænna þjóða og koma síðan aftur á vett- vang þegar spenna vex. Lauk norski yfirskipherrann máli sínu með því að fagna endurkomu NATO í GIUK-hliðið. Í því fælust réttmæt og hæfileg skilaboð til Rússa um að okkur stæði ekki á sama án þess að Rússum væri á nokkurn hátt ógnað. Vonandi yrðu eftirlit og kafbátavarnir á vegum NATO fastur liður á þessum slóð- um. Eftir Björn Bjarnason »Niðurstaðan er að NATO hafi skapað tómarúm á haf- inu sem er þungamiðjan í samstarfi ríkjanna beggja vegna Atlants- hafs. Nú skuli snúið af þeirri braut. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Umskipti í öryggismálum á Norður-Atlantshafi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.