Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.06.2017, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fagnaði með íbúum og starfsmönnum í af- mælishófi Hrafnistu í Hafnarfirði þegar 40 ára starfsafmælis heimilisins var minnst 5. júní. Við það tilefni afhenti Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjó- mannadagsráðs, forsetanum mynd af Guðna Thorlacius, skipstjóra á vitaskipinu Ár- vakri, en hann var afi Guðna forseta. Myndin var teiknuð af syni Guðna skip- stjóra, Ólafi Þór Thorlacius, árið 1966. Við afhendinguna voru einnig hjónin Kristjana Kristjánsdóttir og Guðni Sigurðsson, en Kristjana starfaði í Flataskóla á sama tíma og Jóhanna Thorlacius kennari, sem var mágkona Margrétar, eiginkonu Guðna skip- stjóra. Einhverju sinni er þær samstarfskonur í Flataskóla, Kristjana og Jóhanna, áttu tal saman kom í ljós að Guðni, eiginmaður Kristjönu, var í áhöfn Árvakurs undir stjórn Guðna skipstjóra. Ákvað Jóhanna því að gefa Kristjönu myndina ef vera mætti að Guðni hefði gaman af að eiga mynd af skip- stjóra sínum á Árvakri. Myndin var lengi á heimili þeirra, eða allt þar til Guðni ákvað að gefa myndina Sjó- mannadagsráði, þar sem hún hefur prýtt húsakynni þar til nú er forseti Íslands hefur fengið myndina af afa sínum að gjöf. Guð- mundur Hallvarðsson afhenti forsetanum myndina, en hann var á sjöunda áratugnum stýrimaður á Árvakri þar sem hann sigldi um tíma með Guðna Sigurðssyni undir stjórn Guðna Sigmundssonar Thorlacius skipstjóra. Vitasveinarnir hittust Guðni Thorlacius var lengi í vitaþjónust- unni, hann var stýrimaður á gamla Hermóði undir skipstjórn Guðmundar B. Kristjáns- sonar og síðan skipstjóri á nýja Hermóði frá 1947 og á Árvakri frá upphafi og til um 1970. Skipið var selt 1990. Fyrir tveimur árum hittust skipverjar af vitaskipinu og rifjuðu upp gamla daga, minntust gamalla félaga og sögðu sögur af baráttu í erfiðum lendingum og brasi með yfir 100 kílóa gashylki, rifjuðu upp hnyttin tilsvör og alls konar skrýtilegheit og uppá- komur. „Við hittumst þarna vitasveinar, og Guð- laug kokkur, sem vorum á Árvakri þar til Landhelgisgæslan yfirtók rekstur hans í árslok 1969,“ sagði Guðmundur Hallvarðs- son í samtali við Morgunblaðið fyrir tveimur árum, en á vitaskipunum var alla tíð sam- heldinn hópur. aij@mbl.is Fékk mynd af afa sínum, skipstjóranum Ljósmynd/Hreinn Magnússon Tenging Forsetinn með mynd af afa sínum og nafna, Guðna Thorlacius skipstjóra. F.v. Guð- mundur Hallvarðsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Guðni Sigurðsson og Guðni Th. Jóhannesson. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það hafa orðið umskipti í atvinnulífinu, sér- staklega síðustu misserin. Hér er að byggj- ast upp samfélag með fjölbreyttari atvinnu- tækifærum en áður,“ segir Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, um stöðuna í at- vinnumálum staðarins. Hann nefnir upp- byggingu í ferðaþjónustu, sérstaklega í dreif- býlinu, og nokkur störf í opinberri þjónustu. Stærstu breytingarnar tengjast þó upp- byggingu fiskeldis og endurreisn Búlands- tinds. Andrés segir mikilvægt að þriðja til- raun til fiskeldis í Berufirði mistakist ekki og heitir á viðeigandi stofnanir að sinna eft- irlitshlutverki sínu. Gauti Jóhannesson sveitarstjóri vill halda því til haga að á árinu 2015 hafi 90% af öll- um aflaheimildum Djúpavogs verið færð í burtu. Hann tekur einnig fram að þótt tekist hafi að halda í horfinu með endurreisn Bú- landstinds og sérstökum byggðakvóta verði að hafa í huga að áður en áfallið dundi yfir hafi stefnt í aukin umsvif í atvinnulífinu. Staðurinn hafi misst af þeim möguleika. Fiskeldið hafi átt að skapa aukningu en ekki aðeins að vera sárabót. Hann segir að áfram þurfi að horfa til uppbyggingar og aukn- ingar. Búlandstindur fékk 800 tonna sértækan byggðakvóta þar sem eldisfiskur var metinn sem mótframlag. Kvótinn var hins vegar ekki gefinn út nema til þriggja ára, með möguleikum á framlengingu í tvö ár. Gauti bendir á að til þess að slíkar aðgerðir komi að fullum notum þurfi að úthluta kvótanum til lengri tíma. „Það var aðeins tjaldað til einnar nætur,“ segir sveitarstjórinn og bætir því við að ekki sé hægt að ætlast til þess að fyrirtæki byggi sig upp með fjárfestingu í dýrum tækjum þegar hráefnisöflunin sé ekki tryggari en þetta. Viðvarandi húsnæðisskortur Staðan er orðin sú á Djúpavogi að starfs- fólk vantar á nokkra vinnustaði. Sem dæmi má nefna að langt er síðan jafn fáir sóttu um störf hjá sveitarfélaginu. Þá er húsnæðis- skortur viðvarandi. Á Djúpavogi og víðar um land er sú staða að þótt skortur sé á hús- næði leggur fólk ekki í að byggja íbúðarhús vegna áhættunnar sem því fylgir. Mikill munur er á fasteignaverði og bygging- arkostnaði og ef fólk þarf að flytja annað gæti það þurft að selja húsið með tapi eða sitja uppi með það. Þar fyrir utan er erfitt að fjármagna byggingu húsnæðis, þar sem lánastofnanir telja hús á landsbyggðinni ekki góð veð. „Grunnurinn að húsnæðisvandamálunum liggur í því að atvinnuástandið er ekki nógu tryggt. Byggðakvótanum er úthlutað til bráðabirgða. Er hægt að ætlast til að fólk flytji hingað og komi sér upp húsnæði þegar staðan er þannig?“ segir Gauti. Sveitarfélagið býður lóðir án endurgjalds en það virðist ekki duga til. Andrés segir að fiskeldið og aðrir stórir vinnuveitendur verði að byggja hús fyrir starfsfólk sitt. Ekki sé hægt að bjóða fólki upp á verbúðir eða íbúðagáma. „Ég er bjartsýnn á framtíðina. Djúpivogur hefur allt til að bera til að vaxa. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að möguleikarnir séu mestir þegar atvinnutækifærin eru fjöl- breytt. Það verður að skapa grundvöll til þess að fá fólkið til baka,“ segir Andrés. Vilja sjá atvinnulífið vaxa áfram  Fjölbreyttari atvinnutækifæri á Djúpavogi en áður var  Tjaldað til einnar nætur með tímabundnum byggðakvóta  Sveitarstjórinn vill aflaheimildir til lengri tíma í stað þeirra sem staðurinn missti Frysting Regnbogasilungurinn er slægður og afhausaður áður en hann er hraðfrystur. Honum er raðað snyrtilega á grindur fyrir frystinguna. Undirbúningur Starfsmenn Fiskeldis Austfjarða gengu frá nýrri sjókví, áður en brunnbáturinn kom með fullfermi af seiðum og dældi í kvína. Fiskeldi Austfjarða framleiðir seiðin í Þorlákshöfn, á helmingshlut í seiðaeldisstöð þar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Silungur Verið er að slátra regnbogasilungnum upp úr kvíunum. Lýkur því að mestu í ár. Silung- urinn er vænn en vex þó ekki eins vel og laxinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.