Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 60
Í mars greindum við fyrst frá því
að íslenska söngkonan Sara Pét-
ursdóttir, betur þekkt undir nafn-
inu Glowie, hefði skrifað undir
risastóran plötusamning við út-
gáfurisann Columbia. Nóg hefur
verið að gera hjá Glowie síðan þá,
en hún hefur verið með annan fót-
inn í London að sinna ýmsum
verkefnum ásamt því að taka upp
nýja tónlist.
Hitar upp í Hyde Park
Á sunnudaginn kemur Glowie
fram á fyrstu tónleikunum sínum í
Bretlandi, en hún mun hita upp
fyrir engan annan en Íslandsvininn
Justin Bieber á tónlist-
arhátíðinni British Sum-
mertime Festival sem
haldin verður í Hyde
Park. Sindri Ástmarsson,
umboðsmaður Glowie,
segir að hún muni koma
fram á einum af
upphitunar-
sviðum hátíð-
arinnar yfir
daginn en
Bieber
sjálfur
mun
koma
fram á
aðalsviðinu síðar um kvöldið.
„Þetta er flott tækifæri fyrir
Glowie, að koma fram í Hyde
Park við fyrsta flokks að-
stæður. Þetta er hálfgert
prufugigg, en hún
kemur fram
snemma um dag-
inn áður en aðalmass-
inn af gestum hátíð-
arinnar mætir á
svæðið,“ segir
Sindri. Glowie
kemur fram
klukkan 13 að
breskum
tíma.
Glowie hitar upp fyrir Bieber
Í góðum félagsskap Glowie er í góðum félagsskap með mörgum af vinsælustu tónlistarmönnum heimsins í dag.
K100 bauð hlustendum sínum á for-
sýningu myndarinnar Baby Driver í
S-Max sal Smárabíós í vikunni.
Myndin hefur fengið gríðarlega góða
dóma, en hún skartar m.a. ný-
stirninu Ansel Elgort og reynslu-
boltanum Kevin Spacey í aðal-
hlutverkum. Tónlist er mjög
fyrirferðarmikil í myndinni og má
segja að hún keyri hana áfram.
Myndin er klárlega ein af stærstu
kvikmyndum sumarsins og ættu bíó-
unnendur ekki að láta hana framhjá
sér fara.
Eins og góðum gestgjöfum sæmir
var bíógestum boðið upp á léttar
veitingar fyrir sýningu. Allir sem
vildu fengu ljúffenga og hressandi
engiferbjóra frá Crabbies og sömu-
leiðis bauð Smárabíó upp á One-
orkustykki. Eins og sjá má á mynd-
um var margt um manninn og
stemningin eftir því. Morgunblaðið/Hanna
K100 bauð á Baby Driver
Bíógestir Fjöldi fólks mætti
á sérstaka K100 forsýningu
á Baby Driver í Smárabíó.