Morgunblaðið - 30.06.2017, Side 66
66
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
tfh@mbl.is
„Þegar dregur nær sumri vilja Íslendingar
koma sér í sumargírinn og fá sér eitthvað létt
og frískandi, helst með ávöxtum. Þá vill maður
vinna með léttara áfengi eða sterkara í minna
magni á móti einhvers konar ávaxtasafa,“ segir
Bjartur Daly Þórhallsson, barstjóri á Rosen-
berg. Blaðamaður leitaði til Bjarts til þess að fá
hugmyndir og uppskriftir fyrir sumarlega
kokkteila, og innsýn í kokkteilmenninguna á
Íslandi.
Þegar komið var inn á staðinn var Bjartur í
miðjum klíðum að búa til nýjan drykk sem
hann nefnir „Yes we can“, sem er tilvísun í lag
rappsveitarinnar A Tribe Called Quest. Kokkt-
eillinn verður hluti af kokkteilalínu Rosenberg.
„Ég er að búa til 16 drykkja lista í fjórum hlut-
um sem eru rokk, hip-hop, diskó og nordic. Það
á að halda í tónleikahefðina og þess vegna lang-
aði mig að byggja listann í kringum tónlist,“
segir Bjartur. Nordic-flokkurinn verður sam-
bræðingur úr áfengismenningu Norðurlanda
og verða kokkteilarnir meðal annars blandaðir
með brennivíni og ákavíti. „Ákavíti er áfengi
sem Íslendingar hafa verið duglegir að gleyma.
Þeir halda stundum að það eigi bara að drekka
það með súra hvalnum en mig langar að sýna
að þetta eru áfengistegundir eins og hverjar
aðrar sem hægt er að nota til þess að búa til
góða drykki.“
Barþjónar leita út
Rosenberg fór gegnum eigendaskipti fyrir
um tveimur mánuðum. Því fylgja nýjar
áherslur en jafnframt verður reynt að halda í
suma af fyrri eiginleikum staðarins, til dæmis
tónleikahald eins og Bjartur nefnir. Hann segir
að búast megi við fjölbreyttari tónlistarsenu,
fleiri tónlistarmenn séu að hafa samband við
staðinn að fyrra bragði, æstir í að fá að spila.
Lagt er upp með að vera með morgunmat, há-
degismat og kvöldmat, og jafnvel dögurð um
helgar. Þá er stefnt að því að skapa staðnum
sérstöðu með því að bjóða upp á margbreyti-
lega kokkteila, en Bjartur segir að kokkteila-
menningin á Íslandi hafi framan af verið fátæk-
leg. „Við erum langt á eftir öðrum löndum.
Eins og með íslensku kokkana sem eru fram-
úrskarandi, þá leita barþjónarnir til útlanda að
vinna því þar er meiri peningur og meira
spennandi vinnuaðstæðir.“
Boltinn farinn að rúlla
Að sögn Bjarts voru fáir staðir á landinu að
bjóða upp á kokkteila af einhverju viti þegar
hann byrjaði að spá í þá fyrir um þremur árum.
„Slippbarinn var byrjunin og síðan voru hót-
elbarir og fínni veitingahúsin í miðbænum sem
hafa alltaf boðið upp á martini og drykki af
gamla skólanum. En það var engin þróun fyrr
en nýlega. Íslendingar eru farnir að drekka
meira af kokkteilum, þetta er ekki lengur bara
mangó-tangó, ljóst romm í Bacardi mango.“
Hann rekur ástæðuna til þess að fólk hafi
ferðast í meiri mæli til borga eins og New York
þar sem kokkteilasenan er töluvert stærri en
hér heima. Það hafi hægt og bítandi orðið til
þess að hér hafi sprottið upp meira framboð og
fleiri leggi þessa list fyrir sig, sumir fari jafnvel
út í nám. „Þetta er svakaleg þróun, svipað og í
Danmörku. Fyrir 12 árum í Danmörku fékkst
bara mojito og frosið daiquiri. Svo byrjuðu
nokkrir aðilar að stíga upp og gera þetta af ein-
hverju viti. Í dag er Kaupmannahöfn topp-
staður til fara og fá sér góðan drykk.“
Samkvæmni er besti kosturinn
Bjartur segist hafa heillast af glansímynd
kokkteila í kvikmyndum, eins og martini James
Bond sem var hristur en ekki hrærður. Áhug-
inn á að reyna fyrir sér í kokkteilagerð kvikn-
aði hins vegar verslunarmannahelgina 2014
þegar félagi hans bað hann um að aðstoða sig
yfir helgina á barnum á B5.
„Mér finnst þetta gaman og spennandi því ég
er alltaf að læra. Ég lærði að blanda kokkteil-
ana einn á fætur öðrum og fékk aldrei nóg. Þá
fór ég að smakka kokkteila annars staðar, lesa
mér til um söguna og fræðast um barmennsku.
Ég er búinn að ná mjög langt á stuttum tíma og
stefni á að vera bestur í faginu.“ Bjartur þurfti
að hafa fyrir því að leita sér þekkingar enda
átti kokkteilamenningin hér heima eftir að taka
við sér. Hann hefur beiska bragðlauka að eigin
sögn og er hrifinn af þyngri drykkjum. Hann
var ekki lengi að hugsa sig um þegar hann var
spurður um uppáhaldskokkteilinn.
Fólk sjái drykkinn og hugsi
Íslendingar eru farnir að drekka meira af kokkteilum Metnaðurinn einnn getur skilið að tvo kokkteila sem
bera sama nafn Bjartur hannar 16 drykkja línu og stefnir hátt Kokkteilagerð hér á landi er ennþá í mótun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Barmennska Viðskiptavinurinn þarf að geta gengið að því vísu að barþjónninn blandi eins í dag og í gær. Samkvæmni er lykilatriði.
60 ml ljóst romm
20 ml límónusafi
20 ml sykursýróp*
60 ml af rommi
„Notið 60 ml af rommi
ef þið viljið hafa hann í
sterkari kantinum, annars
mæli ég með 40 ml. Dai-
quiri er léttur og góður
rommdrykkur sem allir
ættu að geta elskað. Örlít-
ið sætur, ekki of sterkur
og ekki of súr. Auðveldur í
undirbúningi og skemmti-
legur í hvaða veislu sem
er.“
Daiquiri
60 ml Gosling Black Seal romm
5-10 ml sykursýróp*
25-30 ml límónusafi
engiferbjór
„Drykkurinn er framreiddur í háu
glasi og toppaður upp með dökku
rommi til að mynda skil.
Drykkurinn er hannaður af Gosling-
bræðrum stuttu eftir fyrstu heimsstyrj-
öldina og í Bandaríkjunum er það bann-
að með lögum að kalla drykkinn Dark
’N’ Stormy nema að hann innihaldi
Gosling Black Seal-romm.
* sykursýróp
1 l vatn
1 kg sykur (hvítur)
„Látið vatn sjóða í potti. Slökkvið á
hitanum og bætið við sykri. Hrærið vel
þar til sykurinn er búinn að leysast upp
og leyfið því svo að kólna.“
Dark ’N’ Stormy
45 ml gin
20 ml límónusafi
15 ml Grape Cordial*
„Ferskur gindrykkur með örlítið af beiskju
frá greipinu. Auðveldur í gerð sem og
drykkju og ætti að heilla flesta áhugamenn
um kokkteila.“
* Grape Cordial
500 ml ferskur greipsafi
500 ml sykur
börkur af einu greipaldini
börkur af einni límónu
„Kreistið safann úr greipinu og sigtið til að
fjarlæga allt kjöt. Takið börkinn af greipinu
og límónunni og fjarlægið alla hvítuna því
hún myndar beiskju. Leyfið svo berkinum að
liggja í safanum í 30 mínútur til klukkutíma
og bætið svo sykrinum út í hægt og rólega og
hrærið á meðan. Sýran úr greipsafanum sér
svo um að leysa upp sykurinn á 30 mínútum
til klukkutíma.“
Gin & greip
Garðar og gleði