Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 68

Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 ✝ Álfdís Sig-urgeirsdóttir fæddist á Skinna- stað 15. nóvember 1925. Hún lést 22. júní 2017. Foreldrar henn- ar voru Aðalbjörg Stefánsdóttir, f. 19.4. 1898, d. 20.1. 1933, Sigurgeir Þorsteinsson, f. 11.3. 1886, d. 1.4. 1958. Systkini Álfdísar eru: Ingibjörg Kristín, f. 18.1. 1930, Þórsteinn Sigurgeirsson, f. 26.3. 1932, d. 9.7. 2002, hálfsystur sammæðra: Hilma Vigfúsdóttir, f. 5.1. 1917, Friðný Ísaksdóttir, f. 19.5. 1920, báðar dánar. Útför Álfdísar fer fram frá Reykjahlíðar- kirkju í dag, 30. júní 2017, klukkan 14. Sælla er að gefa en að þiggja. Hún hlýtur að hafa kvatt þessa jarðvist sátt hún Dísa frænka mín eftir að hafa alla sína tíð hugsað um velferð og þarfir annarra langt umfram sínar eigin. Mig vantar ekki neitt, ég hef nóg af öllu var gjarnan svarið ef hún var spurð hvort ekki væri hægt að gera eitt- hvað fyrir hana. Það fækkar nú ört í þeirri kynslóð sem ólst upp við það að nægjusemi og sparsemi væri ekki bara dyggð heldur jafn- vel forsenda þess að komast af. Kannski var það þetta sem mótaði allt hennar líf. Umhyggja fyrir þeim sem minna máttu sín, jafnvel á sinn eigin kostnað.Ekki er ég viss um að launin hafi alltaf verið há þegar vinnuframlag hennar var gert upp. Hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og gat ver- ið nokkuð harðorð ef henni mislík- uðu hlutirnir, því skaplaus var hún Dísa mín ekki. Þótt ekki hafi verið stórar prófgráður eða margir titl- ar á ferilskránni er hún þó ein af þeim minnisstæðu persónum sem við hittum á lífsleiðinni og ekki síst ein af þeim sem hægt var að læra hvað mest af. Það kemur til með að vanta mikið í ferðirnar í Mý- vatnssveitina í framtíðinni að geta ekki litið við hjá Dísu, fengið kaffi- sopa og endalausan fróðleik um lífið í sveitinni fyrr og nú. Reykja- hlíðarkirkja, kirkjan hennar, var henni hjartans mál og átti hún þar ófá handtökin mörg síðustu ár. Þegar nú er komið að hennar síð- ustu ferð í kirkjuna verður eflaust fylgst vel með að allt sé á sínum stað og vel hreingert. Ekki þarf að efa að hún hefur fengið höfðing- legar móttökur hjá himnaföðurn- um, enda held ég að fáir hafi lagt jafn ríkulega inn fyrir vistinni þar og hún.Vonandi bíða hennar þar næg verkefni því ekki sé ég hana fyrir mér þar iðjulausa frekar en hér á jörð. Takk fyrir öll árin Dísa mín, minning þín lifir. Páll Tryggvason og Sigríður Björnsdóttir. Dísa gamla er látin. Dísa gamla, eins og börnin okk- ar voru vön að kalla hana, aðallega til að aðgreina hana frá öðrum Dísum í fjölskyldunni, sem eru þó nokkrar. En gömul var Dísa ekki, þrátt fyrir að vera komin á tíræð- isaldur; þeir sem þekktu hana vita það vel. Nei, hún var ekki gömul þegar þurfti að skottast út í Reykjahlíð- arkirkju til að undirbúa hana und- ir messu eða tónleika og láta hana glansa svo að borða hefði mátt upp af gólfinu. Né heldur var hún göm- ul þegar maður poppaði í óvænta heimsókn og manni var skipað að setjast í sófann í blómaprýddu stofunni með myndaalbúm í fang- inu, á meðan hún sveif eins og tófa yfir hraunið til að kaupa ís í búð- inni fyrir krakkana, smurði brauð og sneiddi reyktan silung „á tvo bakka, hvorn á sinn endann á borðinu, svo að enginn þyrfti nú að teygja sig“… Og ekki var hún gömul þegar unga leikkonan gisti hjá henni fyrir nokkrum árum og Dísa vaknaði hálfsex um morgun- inn til að undirbúa morgunmatinn handa henni „því annars hefði hún ekki borðað, blessunin“… eða þegar hún hringdi í pósthúsið til að láta vita að hún gæti sko sótt póstinn sinn sjálf „því ekki væri nú boðlegt að póstburðarmaðurinn þyrfti að vaða yfir alla þessa snjó- skafla!“ Nei, Dísa var ekki gömul. Hún varð aftur rétt um tvítug þegar hún sagði frá stríðsárunum í Reykjavík; að fá greitt í pening- um, það var alvöru bylting, að geta keypt sér eitthvað fallegt efni til að sauma kjól úr fyrir sig og Veigu sína. En ekki þótti henni jafnmikið til ballanna á Hótel Borg koma; ó nei. Það var allt fullt af ryki, eins og enginn ynni þar… Hún varð aftur unglingur að góna á boga- dregna loftið í herberginu í risinu í gamla bænum í Syðri-Neslöndum að ímynda sér alls konar fígúrur og karla úr kvistunum í paneln- um… Hún varð aftur lítil stúlka að leika sér með gullið sitt, sem hún geymdi í kistunni sem pabbi henn- ar hafði smíðað þegar hún varð að fara að heiman, fimm ára, til „afa“ í Syðri-Neslöndum, eftir að mamma dó. Litla stúlkan sem bað Guð um að taka ekki pabba líka, og var bænheyrð, því læknirinn á Akureyri hafði einmitt fengið þetta nýja efni sem átti víst að geta skipt sköpum; pensilín. Nei, Dísa var ekki gömul; hún hafði bara lifað lengi. Við þökkum henni fyrir að hafa gert það, fyrir að hafa leyft okkur að kynnast þeim heimi sem hún bar innra með sér og öllu því fólki sem hún unni. Við þökkum henni fyrir allan þann kærleika sem hún hefur ávallt sýnt okkur stórfjölskyld- unni og gestunum okkar að utan, en heimsóknir í Helluhraun voru fastur liður í öllum ferðum norður. Við þökkum líka fjölskyldunni í Ytri-Neslöndum fyrir allt og allt og sendum þeim hlýjar samúðar- kveðjur. En núna er kominn tími fyrir Dísu að fara heim, eftir svona langan tíma, og faðma mömmu og pabba, Veigu og Jonna, „afa og ömmu“ í Neslöndum og alla þá sem eftir henni bíða… Góða ferð, kæra Dísa, hvíldu í friði. Michele Rebora (Tittí). Elsku Dísa mín. Ég vissi vel hvað væri að fara að gerast, en samt sem áður var símtalið svo ofboðslega erfitt. Ég á enn þá bágt með að trúa því að þú hafir yfirgefið þennan heim, þó svo að ég viti það vel að þú sért nú komin á miklu betri stað. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir allar þær dásamlegu minningar sem við eig- um saman. Það að koma í Hellu- hraunið í veislu til Dísu minnar var alltaf svo skemmtilegt og fræðandi. Það eru fáir staðir sem maður var jafnvelkominn á og til þín. Alltaf varstu vel til höfð, í skyrt- unni þinni og pilsinu, með hárið uppsett og varaliturinn eins og á fyrirsætu. Saman deildum við þeim áhuga að taka myndir af fal- legum stöðum, svo ég hlakkaði alltaf jafnmikið til að sjá nýjar myndir frá þér, sjá hvað hafði drif- ið á daga þína og sjá myndir af þínum vinum. Ég veit að þú munt halda áfram að taka myndir og nú ertu loksins aftur komin til Veigu þinnar og Jonna. Ég veit að þið sitjið þarna öll saman yfir kaffibolla og ræðið um lífið og tilveruna í Mývatns- sveitinni bestu. Fyrir mér mun það aldrei verða eins að koma norður þegar þú verður ekki þar, þó svo að hug- urinn þinn verði ávallt þar. Ég ætla að reyna að vera sterk, því ég veit vel að þú vilt ekki að ég gráti yfir þér, ég mun reyna að hlæja frekar yfir öllum okkar minning- um. Sterkust er sú minning þegar ég dreif mig til þín síðastliðið sum- ar alein í heimsókn og við horfðum á Landann saman og furðuðum okkur á hinu og þessu. Einnig þykir mér svo vænt um öll símtöl- in okkar, þar sem þú sagðir mér frá lífinu fyrir mína tíð. Þú varst alltaf svo ánægð með mig að vera í leiklistinni og hafðir sjálf svo gam- an að henni. Enda mun ég hér eft- ir alltaf hugsa til þín þegar ég stend á sviði og mun ég halda ótrauð áfram í leiklistinni, fyrir þig. Þú ert og verður alltaf mín fyrirmynd, það er ekki til meiri hörku kona en Dísa í Helluhrauni. Allt sem þú tókst að þér gerðir þú vel, þú vildir aldrei neina hjálp og varst ákveðin. Allt eru þetta eig- inleikar sem ég mun taka mér til fyrirmyndar og munu hjálpa mér að byggja mig upp. Hafðu það ævinlega sem best elsku vina, þó ég kyssi þig ekki í haust þá mun ég kyssa þig alla daga. Þín vinkona Sigurveig (Veiga) Mjöll. Góðar minningar og hlýjar fara um hugann þegar við minnumst Dísu í Helluhrauninu. Á öllum okkar ferðum í Mývatnssveitina heilsuðum við upp á Dísu enda ekki við annað komandi. Hún var höfðingi heim að sækja, alltaf með hlaðborð af kræsingum, og það var gaman að spjalla við hana um lífið og tilveruna. Það væri hægt að segja margar skemmtilegar sögur af Dísu því hún var sérstök, bæði í sjón og raun. Dísa var lágvaxin, grönn og fín- gerð, forkur duglegur og afar ákveðin og stjórnsöm á köflum. Hún vildi öllum vel og mátti ekk- ert aumt sjá. Hún þoldi illa iðju- leysi enda féll henni vart verk úr hendi og margir nutu greiðasemi hennar. Reykjahlíðarkirkja var Dísu mikilvæg. Hún starfaði í kirkjunni meðan hún hafði krafta til, m.a. þreif hún kirkjuna og sá um að allt færi vel. Meira og minna alla daga fór hún og „tók yfir kirkjuna“. Dísa ræktaði blóm af miklum myndarskap og það var ósjaldan sem hún fór með blóm frá sér í kirkjuna eða kirkjugarðinn. Við minnumst þess hve mikið henni var niðri fyrir eitt árið þegar endurbætur stóðu yfir á kirkjunni, m.a. var verið að mála hana að inn- an og til stóð að hurðir og sóplistar yrðu í gráum lit en kirkjan hvít að öðru leyti. Þetta fannst Dísu af- leitt og bað hún málarana að breyta því en þeir sögðu að arki- tektinn réði þessu og hann vildi hafa þetta svona. Dísa bað þá um símanúmer arkitektsins og síðan dreif hún í að hringja í hann og ræða málin. Við þurfum ekkert að orðlengja það meira; Dísa taldi manninum hughvarf enda gaf hún sig ekki svo auðveldlega í rökræð- um. Við minnumst Dísu sem kraft- mikillar konu sem lét verkin tala. Takk fyrir samfylgdina, elsku Dísa. Minning þín lifir. Kolbeinn og Guðrún. Þegar sól er hæst á lofti og byggðin blómlegust, kveður Dísa. Dísa var ætíð samofin lífi mínu. Það má ekki minna vera en að ég reyni að þakka henni samfylgdina í meira en 60 ár. Hún og amma mín voru vinkon- ur og áttu sama afmælisdag. Dísa var elsk að börnum og annaðist þau mörg. Mig fóstraði hún eins árs gamla suður í Reykjavík, og æ síðan umgekkst hún mig sem það barn. Dísa fæddist á Skinnastað í Öxarfirði en í Mývatnssveit ól hún aldur sinn og starfaði lengst af æv- innar. Störf sín öll rækti hún af slíkri trúmennsku að í mörgum greinum mátti líkja henni við Guð- rúnu í sögu Halldórs Laxness af brauðinu dýra. Ætíð láglaunakona – en gjafmildust og örlátust allra. Ég fékk einhverju sinni þá frá- leitu hugmynd að reyna að endur- gjalda henni eitthvað af velgjörð- um hennar í minn garð, en svo snilldarlega sneri hún mig af sér að klókasti lögfræðingur hefði verið fullsæmdur af. Í tengslum við tónlistarflutning kynntist ég störfum Dísu sem kirkjuvarðar í Reykjahlíðar- kirkju, þar sem frammistaða hennar var öll með prýði, alger- lega „professional“. Dísa hafði yndi af tónlist og öllu sem fagurt var, hafði persónulegan smekk og lét hann óspart í ljós. Dísa var af hjarta handgengin náttúru sveitar sinnar, og var sem hún læsi hana í lófa sér. Háöldruð náði hún eitt sinn í mig til að sýna mér stað í hrauninu sem fáir þekkja. Með körfu á handleggnum og hatt á höfði, fótviss eins og fjallageit, teymdi hún mig hálf- smeyka á eftir sér um klungur og kletta án þess að blása úr nös. Yfirbragð Mývatnssveitar er breytt við fráfall Dísu. Systur hennar, öðrum ættingj- um og fjölmörgum vinum, votta ég samúð. Blessuð sé minning hennar. Laufey Sigurðardóttir. Nú er Dísa litla – eins og við kölluðum hana oftast horfin okk- ur. Mér finnst við standa eftir fá- tækari og allt samfélagið í Mý- vatnssveit. Ég og fjölskylda mín áttum henni mikið að þakka. Hún var ein af þessum manneskjum sem vildu allt fyrir alla gera. Þeg- ar ég var 7 ára gömul kom hún inn á heimili foreldra minna og sá um það í tvær vikur. Foreldrar mínir voru ekki heima en þetta var um haust og göngur og réttir stóðu yf- ir. Á hópadaginn fórum við krakk- arnir alltaf á móti safninu af Austurfjöllum. Við gengum frá Reykjahlíð sem leið liggur upp í Námaskarð og biðum þar eftir því að sjá fyrsta forystuféð birtast. Þá var miklu fleira fé á fjöllunum en er í dag. Svo hjálpuðum við til við að reka safnið niður á Hlíðarrétt. Þangað komu seinustu kindurnar um það leyti sem myrkrið skall á því réttardagurinn var 17. sept- ember og því seinna en nú er. Þeg- ar við komum heim í Reykjahlíð beið Dísa eftir okkur með heitan mat. Ég man hvað ég var orðin þreytt. En réttin átti að byrja kl 8.00 morguninn eftir svo við fórum strax að hátta. Dísa lofaði að vekja okkur kl 7.00 morguninn eftir og stóð við það. Þá var hún búin að sjóða hafragraut og smyrja flat- brauð með reyktum silungi í morgunmat. Og svo fylgdi hún okkur alla leið suður á rétt. Mér er það ógleymanlegt hvað hún var okkur góð og hugsaði vel um okk- ur. Já svona var Dísa. Samfélagið hér í Mývatnssveit á henni margt að þakka. Hún vann mikið um æv- ina og ótrúlegt hverju þessi litla kona gat komið í verk. Margir þekktu hana sem Dísu í Reykja- hlíðarkirkju –en hún sá um flest í sambandi við kirkjulegar athafnir þar í áratugi. Vökunætur rökkurlausar verma huga manns. Vindurinn og glettin bára stíga léttan dans. Yfir færist sumarlognið, allt er kyrrt og hljótt. Undarlegt er Hverfellið í vorsins björtu nótt. (Hákon Aðalsteinsson) Samúðarkveðjur sendi ég ætt- ingjum Dísu. Megi algóður Guð blessa minningu hennar. Sólveig Illugadóttir. Kveðja frá kór Reykjahlíðarkirkju Í dag er við kveðjum Dísu litlu, eins og hún var oft kölluð, er okk- ur efst í huga þakklæti fyrir um- hyggju í garð kórsins þau ár sem hún hefur sinnt starfi kirkjuvarð- ar við Reykjahlíðarkirkju. Dísa átti engan sinn líkaen umhyggja fyrir velferð annarra var hennar aðalsmerki. Hún starfaði af lífi og sál í kirkjunni í yfir tvo áratugi sem kirkjuvörður og meðhjálpari og var ætíð til staðar ef einhverjir viðburðir áttu sér þar stað. Ná- kvæmni og smekkvísi var henni í blóð borin. Ráðagóð var hún Dísa en hún var líka ráðrík og betra að fara ekki inn á hennar starfssvið að óþörfu. Ætíð var hún með heitt á könnunni þegar kórinn mætti til athafna og sárnaði frekar ef fólk nýtti sér ekki sem best það sem hún hafði upp á að bjóða, því oft fylgdi bakkelsi með. Kór Reykja- hlíðarkirkju þakkar af alúð ára- langt samstarf. Systur hennar og öðrum ætt- ingjum sendum við samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Dísu. F. h. stjórnarinnar, Ásdís Illugadóttir. „Þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ Þessa tilvitnun úr Mattheus- arguðspjalli má heimfæra upp á lífsstarf Dísu. Hún var oft kölluð „Dísa litla“ og þó að það gælunafn hæfði vel hennar ytra útliti þá voru verkin hennar hvorki lítil né smá. Biblíutilvitnunin vísar heldur ekki til lítils framlags, heldur þess að sú sem leggur alúð sína og metnað í verkefni sem sýnast smá, henni mun Guð treysta fyrir stórum verkefnum. Mat Guðs á smáu og stóru er ekki endilega það sama og mat heimsins og mig langar að fullyrða það nú þegar ég skrifa kveðjuorð um Dísu að verk hennar voru stór á mælikvarða Guðs. Dísa átti merkilegt líf og dugn- aður hennar og sjálfstæði var aðdáunarvert alla tíð. Við áttum samstarf í nær 30 ár, meðan ég sá um Sumartónleika við Mývatn og Dísa annaðist alla umsjón og um- hirðu Reykjahlíðarkirkju. Hún var trú í smáu sem stóru og ekki aðeins kirkjan var fáguð og prýdd heldur tók hún á móti flytjendum með gestrisni sem hæfði höfðingj- um. Ég veit að tónlistarfólkið var í hvert sinn snortið af þessari smá- vöxnu konu sem talaði til þeirra eins og þau væru hennar eigin börn og bauð fram eigin bakkelsi með kaffinu og umhyggjusemi á alla lund. Allt fram á síðasta sumar var hún trúföst til staðar, prúðbúin á tónleikadögum, hún flaggaði, prýddi altarið blómum, ýtti sjálf til flyglinum, gekk frá öllu og breiddi ábreiðuna þungu yfir hljóðfærið. Einstaka sinnum var með harð- fylgi hægt að fá að aðstoða hana og það var mér minnisstætt þegar ég fékk að keyra hana heim í tvö skipti síðasta sumar, því það tók hún venjulega ekki í mál. Smám saman skildi ég að það var vegna þess að hún vildi eiga þessar stundir ein með Guði og verkum sínum og frágangur var ekki eitt- hvað sem átti að drífa af í snarheit- um. Dísa hafði sterkar skoðanir og lét þær skilmerkilega í ljós og það gat alveg hvinið í henni ef ekki var nógu vel og hratt brugðist við því sem átti að gera. Hún hafði engar áhyggjur af tungumálakunnáttu og það var stórkostlegt að sjá þeg- ar hún oftsinnis ræddi spaklega við erlenda tónleikagesti á skýr- mæltri íslensku og vísaði þeim til sætis þar sem hún taldi fara best. Þá sjaldan þeir ekki skildu strax við hvað var átt, þá varð hún ögn mynduglegri og tók þá sér við hönd og allir fylgdu henni ljúfir sem lömb, upp á kirkjuloft eða hvert þangað sem hún stýrði þeim. Dísa vildi ekki þiggja gjafir eða þakklætisvott fyrir neitt. Hún sagðist þá bara myndu gefa það áfram og hana vanhagaði ekki um neitt. Í öll þessi ár hef ég aðeins getað sagt við hana „Guð laun“ og stundum gantast með það að laun hennar verði mikil á himnum. Nú þarf ekki að hafa fleiri orð um það, því Dísa hefur gengið inn í fögnuð herra síns. Heimkoman hefur örugglega verið eins og segir í Mattheusarguðspjalli, „og Guð mun fela þig englum sínum og þeir munu bera þig á höndum sér að þú steytir ekki fót þinn við steini.“ Guð blessi og trúfesti kærleiks- verk þessarar mætu konu fyrir kirkju sína og samferðafólk. Margrét Bóasdóttir. Þegar ég hugsa um Dísu sé ég tvær myndir. Yngri Dísu í tand- urhreinum hvítum fötum, tilbúna í slag við óhrein rúmföt og baðher- bergi í Hótel Reynihlíð. Hún er vopnuð ryksugu, kústum og tusk- um, ofurlítið sposk á svip en líka mjög ákveðin. Smávaxin og nett kona, hárið dökkt og vandlega lagt, augun stór og andlitið laglegt og smágert. Hin myndin er af Dísu svolítið eldri á harðahlaupum um þorpið í Reykjahlíð í einhverj- um önnum. Hún var svo létt á fæti allt fram á síðustu ár. Ég kynntist Dísu þegar ég vann undir hennar stjórn sem her- bergisstúlka í Hótel Reynihlíð sumrin 1977-1978. Hún tók starfið alvarlega og ætlaðist til þess sama af okkur stelpunum. Hún hafði skrifað niður nokkur boðorð um starfið, ég man þau ekki orðrétt en þau fjölluðu um samviskusemi og ást á viðfangsefninu. Við flissuð- um kannski í laumi, en ég velti þessu samt talsvert fyrir mér. Það vafðist fyrir mér hvernig í ósköp- unum ætti að elska þrif á klósett- skál og skipti á sængurfötum. En Dísa gekk að verki samkvæmt eigin boðorðum. Allt sem hún gerði var óaðfinnanlegt, unnið af stakri alúð og trúmennsku. Satt að segja bar ég meiri virðingu fyr- ir Dísu en þrifunum og ég veit nú ekki hvað hún hefði sagt við því, blessunin. Henni var hvorki vel við hrós eða dekur. Hún var sú sem gaf. Annað sem mér fannst einstakt við Dísu var að hún flokkaði fólk eftir eigin mælikvörðum. Ef til dæmis einhverjum varð á að þyrla ryki inn á nýþvegið gólf hjá henni (á hótelinu) fékk sá hinn sami að heyra það og skipti þá engu máli hver átti sök, starfsmaður eða gestkomandi fyrirmenni. Svona eins og ströng mamma sem hirti óþekktarangana sína. Vissulega gat skapið hlaupið með hana í gön- ur ef farið var yfir viss mörk, því Dísa átti til að vera hvatvís ef svo bar undir. En ég held að allir hafi fyrirgefið henni vegna þess hve sérstök hún var og mikið gull af konu. Sumrin tvö sem ég vann undir stjórn hennar bjó Aðalbjörg (Abba) besta vinkona mín og syst- urdóttir Dísu hjá henni, svo ég var þar heimagangur. Heimili hennar í Helluhrauninu var með eindæm- um snyrtilegt, en líka hlýlegt eins og eigandinn. Ég var svo heppin að njóta náðar Dísu alla tíð og hún var trygg vinkona. Hún sendi mér ávallt jólakort og skrifaði í þau helstu tíðindi úr sveitinni. Stund- um hringdi hún líka. Símtölin voru sérstök, því Dísa fór í gegnum það helsta sem gerst hafði undanfarið, svipað og það sem hún skrifaði á jólakortin en bara lengri útgáfa. Auðvitað spurði hún hvernig gengi hjá mér, en annars leiddi hún samtalið og batt gjarnan snöggan endi á það líka. „Og vertu nú blessuð“, sagði hún allt í einu blíðlega en ákveðið og þar með varð ég að kveðja líka. Og nú er komið að endanlegri kveðju, en kannski ekki endan- legri, því Dísa lifir áfram í hugum okkar sem þótti vænt um hana. Takk fyrir allt kæra Dísa. Sam- úðarkveðjur til aðstandenda. Sigríður Kristín (Sigga Stína) frá Garði. Álfdís Sigurgeirsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.