Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 71

Morgunblaðið - 30.06.2017, Síða 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 ✝ Jóhanna Sæ-mundsdóttir, ávallt kölluð Nanna, fæddist í Vestri-Móhúsum, Stokkseyri, 23. september 1928. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Nesvöllum í Reykjanesbæ 12. júní 2017. Foreldrar henn- ar voru Sæmundur Guðjón Sveinsson, f. 29. júlí 1898, d. 1979, og Júlíana Jónsdóttir, f. 27. júlí 1899, d. 1931. Bróðir hennar var Sveinn, f. 1929, d. 2010, eiginkona hans var Anna Vilhjálmsdóttir. Hinn 14. apríl 1963 giftist ágúst 1966, sambýliskona hans er Sigríður Hrönn Guðmunds- dóttir. Með fyrrverandi sam- býliskonu sinni, Sigríði Að- alsteinsdóttur, á Gunnar tvær dætur, Helgu Sigrúnu og Guð- nýju. Fyrir átti Sigríður Aðal- steinsdóttir son, Christian Bjarka. Sigríður Hrönn Guð- mundsdóttir átti fyrir tvö börn, Guðmund og Ólöfu Rut. Svein, f. 27. október 1968, eig- inkona hans er Brynja Eiríks- dóttir og eiga þau tvo syni, Ív- ar Karl og Adam. Rúnar Gísla, f. 13. febrúar 1972, eiginkona hans er Guðrún Huld Kristins- dóttir og eiga þau þrjár dætur, Elísabetu Rut, Rebekku Sif og Emilíu Rikku. Fyrir átti Guð- rún Huld Kristin Héðinsson. Barnabarnabörnin eru þrjú, Emma Sigríður, Valdís Júlía og Elvar Bjarki. Útför Nönnu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 30. júní 2017, og hefst athöfnin kl. 13. Jóhanna Valdimari Sigurði Gunnars- syni, f. 31. júlí 1931, og lifir hann eiginkonu sína. Foreldrar Valdi- mars voru Gunnar Jóhann Baldvins- son, f. 7. október 1896, d. 1976, og Baldvina Guðrún Valdimarsdóttir, f. 28. júní 1905, d. 1935. Jóhanna og Valdimar eign- uðust fjóra drengi, þá Sæmund Guðjón, f. 7. febrúar 1963, eig- inkona hans er Herdís Óskars- dóttir og eiga þau þrjár dætur, Jóhönnu, Ásdísi og Margréti Þóru. Gunnar Baldvin, f. 15. Kær tengdamóðir mín Jó- hanna Sæmundsdóttir, Nanna, lést mánudaginn 12. júní eftir áralanga baráttu við Alzheimer- sjúkdóminn. Ég kynntist Nönnu fyrir 30 ár- um þegar Sæmundur kynnti mig fyrir þeim heiðurshjónum Nönnu og Valdimari. Þau tóku mér strax opnum örmum og buðu mig vel- komna í fjölskylduna. Heimili þeirra var laust við allt pjátur, að- eins það nauðsynlegasta var til og kom mér m.a. á óvart að engin uppþvottavél var í húsinu. Skýr- ingin var sú að þau hjónin vildu hjálpast að í eldhúsinu og engin þörf á neinum óþarfa. Nanna og Sveinn, bróðir henn- ar, voru alin upp af föðurömmu þeirra í Keflavík við fráfall mömmu þeirra 1931. Þeim var kennt að fara vel með alla hluti og vera nægjusöm. Nanna var með eindæmum myndarleg og skipu- lögð. Hún fór í Húsmæðraskól- ann í Reykjavík þegar hún var um tvítugt en flutti heim til Kefla- víkur aftur og bjó þar alla sína ævi. Hún var að mestu heima- vinnandi húsmóðir þar sem hún stjanaði við drengina sína. Hún var mjög skipulögð í heimilis- störfunum og hafði yfirleitt sama matseðil í hverri viku, t.d. var alltaf fiskur á mánudögum, fiski- bollur á þriðjudögum, grjóna- grautur á laugardögum og læri eða hryggur á sunnudögum. Hún bakaði alltaf á þriðjudögum fyrir vikuna og svona mætti lengi telja. Nanna og Valdimar eiga fjóra syni og er Sæmundur þeirra elst- ur og sá fyrsti til að ganga út. Sú venja skapaðist fljótt að hittast í fjölskylduboðum hjá þeim á jóla- dag og páskadag. Fyrstu árin var fámennt en fljótt fjölgaði í fjöl- skyldunni eftir því sem bræðurn- ir eignuðust maka og barnabörn bættust í hópinn. Glatt var á hjalla þótt húsnæðið væri ekki stórt og ekki kæmust allir fyrir við borðstofuborðið, sem var þak- ið veitingum að hætti Nönnu. En þröngt mega sáttir sitja. Þegar Nanna var rúmlega sjö- tug kom í ljós að minnið var eitt- hvað farið að gefa sig og ágerðist gleymskan með árunum. Nanna átti auðvelt með að fela það fyrir sínum nánustu enda afburða- greind en að lokum var svo komið að það fór ekki fram hjá neinum. Hún mjaðmagrindarbrotnaði í desember 2013 og átti ekki aftur- kvæmt heim. Hún fékk inni á Nesvöllum í apríl 2014 og var þar til dauðadags. Hennar verður sárt saknað þótt sú Nanna sem við þekktum best hafi verið horf- in. Herdís. Þegar ég hugsa til ömmu Nönnu þá hugsa ég fyrst um kök- urnar sem voru alltaf á boðstólum þegar við fjölskyldan komum í sunnudagskaffi, ásamt boði um frostpinna rétt áður en við fórum heim og að alltaf voru bananarnir í skálinni í eldhúsinu brúnir, sem ég skildi engan veginn því ég vildi þá sólgula! Svo líka litríku kjólana sem hún klæddist alltaf. Það munu verða litlu hlutirnir sem maður á eftir að sakna, eitthvað sem mað- ur pældi sjaldan í þegar maður var lítill og vissi ekki betur. Litlir hlutir eins og að það væri ekkert mál að finna spil í kommóðunni við hliðina á glugganum, klappa hvíta fuglinum sem var svo mjúk- ur eða finna ártalið á sinni skeið á jólunum. Við munum sakna þín og von- um að þú sért á góðum stað núna. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hún er konan, sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir, og les úr andvaka augum þér hvert angur, sem til þín starir. Hún kemur og hlustar, er harmasár hjörtun í einveru kalla. Hún leitar uppi hvert tregatár. Hún telur blöðin, sem falla. Og hún er þögul og ávallt ein og á ekki samleið með neinum. Því hún er sorgin, sem sefar hvert mein. Og sífellt leitar að einum. (Tómas Guðmundsson) Jóhanna Sæmundsdóttir. Hún var mannvera af besta gæðaflokki og skilur eftir sig betri heim. Nanna var Vesturbæ- ingur eins og ég. Hún var á aldur við mömmu, bjó í húsi forfeðra sinna, gift Valdimar sínum og saman eiga þau fjóra syni. Vest- urbæjarvillingurinn ég tók snemma eftir fólki sem var það sjálft, barst ekki á, vann verk sín í hljóði og skilaði ávallt sínu besta til samfélagsins, tók ekki annað en það hafði sannarlega unnið fyrir. Þannig var fjölskylda Nönnu. Valdimar var sjómaður sem bar björg í bú, Nanna sá um mestallt annað. Drengirnir þeirra skáru sig úr vesturbæjar- barnahópnum. Þeir léku með okkur, en voru ekki „villingar“. Ég bar virðingu fyrir uppeldinu á þeim, sem skilaði sér m.a. í af- burðanemendum og síðar fyrir- myndar fullorðnum mannverum. Þegar ég gekk með yngri son minn bjó ég í næsta húsi við fjöl- skylduna. Mamma var farin að vinna úti og ég þurfti að finna mér nýtt dagforeldri. Ég bankaði uppá hjá Nönnu og spurði hvort hún væri tilbúin að hjálpa mér með uppeldi ófædda barnsins. Hún ræddi hugmyndina við Valdimar og drengina og úr varð dagfjölskylda sonar míns. Sonur minn var hjá þeim virka daga í sjö ár. Á þeim tíma lærði hann margt gott sem fylgt hefur honum síðan. Nanna tók hlutverk sitt alvarlega og stóð fullkomlega undir væntingum mínum. Valdi- mar hafði gaman af peyja og voru þeir mestu mátar, nostruðu í her- berginu inn af eldhúsinu, gæddu sér á bakkelsi Nönnu, borðuðu saman hákarl o.fl. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt, en það sýnir svo vel yfirvegun, æðru- og fordómaleysi Nönnu. Ég hafði hætt að reykja og haft orð á því við Nönnu að ég fyndi svo sterka tóbakslykt af fólki sem reykti. „Já, Hjördís mín, svona lykt hefur fylgt drengnum þínum frá því þú komst með hann fjögurra mán- aða.“ Ég efast ekki um að þessi setning hefur hjálpað mér að halda reykbindindið. Vinátta mín og þeirra hjóna hefur haldist, þó samverustund- um hafi fækkað. Það var alltaf gott að sækja þau heim og tekið á móti mér með hlýju faðmlagi. Síðustu árin hef ég litið til þeirra af og til á Nesvelli og farið heim með hlýtt hjarta. Ég er þakklát að hafa fengið Nönnu og fjölskyldu hennar inn í líf mitt og fjölskyldu minnar fyrir 38 árum. Hugur minn er hjá Valdimar, strákunum fjórum og fjölskyld- um þeirra. Hjördís Árnadóttir. Jóhanna Sæmundsdóttir ✝ AðalsteinnBjörgvin Jó- hannsson fæddist á Skriðulandi í Hörg- ársveit 23. ágúst 1934. Hann lést á Akureyri 19. júní 2017. Foreldrar hans voru hjónin Ástríð- ur Margrét Sæmundsdóttir, húsfreyja á Skriðu- landi og Ytri-Reistará, f. 10. júní 1898, d. 30. nóvember 1982, og Jóhann Friðrik Sigvaldason, bóndi á Skriðulandi og Ytri- Reistará, f. 29. október 1889, d. 20. febrúar 1957. Systkini Að- alsteins eru: 1) Jóhanna Bára (barn Jóhanns), f. 12. júní 1921, d. 18. júní 1996, maki I. Sig- urður Bjarnason, f. 21. nóv- ember 1905, d. 18. desember 1971, maki II. Jón Guðni Guðna- son, f. 7. mars 1914, d. 9. desem- ber 2011, 2) Sæmundur, f. 4. nóvember 1924, d. 12. janúar 2008, maki Margrét Kristjáns- dóttir, f. 11. júní 1930, d. 12. ágúst 2009, 3) drengur, f. 26. desember 1925, d. 26. desember síðan Ytri-Reistará í Arnarnes- hreppi, sem nú er innan Hörg- ársveitar. Hann gekk í barna- skóla sveitarinnar á Reistará. Á unglingsárum vann Steini ýmis störf í síldarverksmiðju Kveld- úlfs á Hjalteyri, enda stutt að fara þangað til vinnu. Árið 1956 brugðu foreldrar hans búi á Ytri-Reistará og fluttu til Ak- ureyrar. Síðan þá átti Aðal- steinn aðsetur á Akureyri, þótt hann stundaði lengi störf annars staðar. Um tvítugt fór hann á nokkrar landvertíðir í Vestmannaeyjum. Í mörg ár var hann sjómaður á togurum og minni skipum. Hann var kokkur á skipum Útgerðarfélags Akur- eyringa í allmörg ár, m.a á Harðbak EA. Um tíma var hann til sjós með bróður sínum Gunn- ari Þór, sem var skipstjóri á ýmsum skipum, m.a. Ólafi Magnússyni EA. Um 1980 hætti Aðalsteinn sjómennsku og vann ýmis störf í landi fram yfir sjö- tugt. Til margra ára vann hann við fiskvinnslu í Sjólastöðinni í Hafnarfirði, en fór þó yfirleitt á norður á haustin til að vinna í Sláturhúsi KEA á Akureyri. Síð- ast starfaði hann hjá Bústólpa á Akureyri. Aðalsteinn var ein- hleypur og átti ekki afkomend- ur, en var mjög frændrækinn. Útför Aðalsteins fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 30. júní 2017, klukkan 13.30. 1925, 4) Gunnar Þór, f. 2. desember 1926, d. 7. nóv- ember 1987, maki Ásta Sveinbjarn- ardóttir, f. 27. nóv- ember 1934, 5) Sig- rún, f. 4. mars 1928, maki Baldvin Helgason, f. 7. des- ember 1925, d. 8. september 1990, 6) Snjólaug, f. 10. febrúar 1930, d. 20. febrúar 1930, 7) Baldvin Helgi, f. 18. mars 1931, d. 1. mars 1944, 8) Þóroddur Ingvar, f. 3. júlí 1932, d. 2. júlí 1989, maki Margrét Magnúsdóttir, f. 4. apríl 1931, 9) Áslaug Ágústa, f. 16. febrúar 1938, maki Hans Meinhard Jen- sen, f. 15. október 1932, 10) Snjólaug Jóhanna, f. 16. febrúar 1938, maki Þorlákur Tómasson, f. 24. febrúar 1930, 11) Bryndís, f. 28. júlí 1942, maki Hjalti Jóns- son, f. 17. desember 1942, d. 10. júlí 2014. Aðalsteinn eða Steini eins og hann var oftast nefndur, ólst upp við algeng sveitarstörf, fyrstu æviárin á Skriðulandi og Steini bróðir pabba var hluti af uppvexti okkar og kom oft á heimili okkar, enda var hann mjög frændrækinn. Honum var annt um öll systkini sín og fjöl- skyldur þeirra. Hann var örlát- ur og afar rausnarlegur í gjöfum á merkum tímamótum fjölskyld- unnar. Þegar hann kom úr sigl- ingum færði hann okkur gjarn- an skemmtilegar og eftirminnilegar gjafir. Hann hélt veglegar afmælisveislur á stórafmælum sínum. Steini hafði gaman af ýmsu grúski sem tengdist ættfræði og þjóðlegum fróðleik. Hann taldi til skyldleika við Skáld-Rósu (Vatnsenda-Rósu) og Jónas Hallgrímsson og kynnti sér sögu þeirra og ljóð. Steini lifði spart alla ævi og var aldrei baggi á neinum. Hann hafði ánægju af getraunum og ýmsum happa- spilum, en gætti hófs í þeim efn- um. Bestan veit ég blóma þinn, Blíðu innst í reitum; far vel Eyjafjörður minn fegri öllum sveitum. (Vatnsenda-Rósa) Blessuð sé minning Steina frænda. Ingvar, Svandís og Berghildur. Aðalsteinn Björg- vin Jóhannsson ✝ Birgir fæddist íKópavogi 22. mars 1979. Hann lést 20. júní 2017 í sum- arbústað fjölskyldu sinnar í Úthlíð Bisk- upstungum. Foreldrar Birgis eru Árni Erlendsson, f. 7.8. 1948, og Inga Hrönn Pétursdóttir, f. 18.2. 1951 og hafa þau búið í Kópavogi allan sinn búskap. Systur Birgis eru: Árný, f. 18.7. 1975, hún er gift Bjarna Sæmundssyni og eiga þau synina Elvar Árna og Arnar Daða, búa þau einn- ig í Kópavogi. Yngri systir Birgis er Svanlaug, f. 29.10. 1988, unnusti henn- ar er Greg Bianchi og eru þau búsett í Danmörku. Birgir var búsett- ur að Höfðabakka 1 er hann lést. Útför Birgis fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag, 30. júní 2017, klukkan 13. Það var erfitt símtal sem ég fékk þann 20. júní er góð vinkona hringdi í mig og sagði mér að hann Birgir sonur sinn væri dá- inn, ég gat ekki trúað því og er ekki enn farin að átta mig á því að þú sért farinn kæri vinur. Þó að aldursmunurinn á milli okkar sé mikill þá vorum við góðir vinir og þótti mér afar vænt um þig og ég er svo þakklát fyrir að geta verið til staðar fyrir þig, Birgir minn. Þú hringdir í mig fyrir stuttu eins og svo oft áður og spurðir hvort ég hefði ekki frétt hvar þú hefðir verið og játti ég því, en þá vildir þú láta mig vita að þér liði vel og varst svo kátur og glaður sagð- ist ætla að koma í kaffi til okkar. Ég hef þekkt þig frá fæðingu og hef fylgst mér þér, það voru oft skemmtilegar heimsóknir sem ég fékk í bústaðinn þegar þú varst ungur drengur, þá komst þú og fékkst eitthvað gott í gogg- inn og þegar þú hafðir setið smá stund og spjallað, þá varstu rok- inn út til að leika með krökkunum í skóginum en bústaðir okkar voru hlið við hlið. Og svo varst þú í sveitinni hjá Birni bónda og sinntir þeim verk- um sem til féllu og þér líkaði það vel. Mér þótti vænt um að fylgj- ast með þér undanfarin ár, þá átt- ir þú góðan tíma þegar við hitt- umst. Það var alltaf gaman að spjalla við þig um okkar mál, eins komst þú á vinnustofuna til mín og skoðaðir hvað ég var að mála og þá komu vinir þínir oft með, þótti mér gaman að fá þig í heim- sókn og sýndi það mér þann hug sem þú barst til mín, vináttu. Já það er erfitt að horfa á eftir ungum manni í blóma lífsins kveðja svo fljótt en þín bíður örugglega eitthvað mikilvægara annars staðar en erfiðast er að sjá þegar veikindi eins og fíknin heltekur menn og aldur er af- stæður þegar það bankar upp á. Sveitin var þinn staður og sum- arbústaður foreldra þinna og þar fékkst þú hvíldina. Það eru þung og erfið spor fyr- ir foreldra, systur og fjölskyldu þína að sjá á eftir þér elsku Birgir minn en við huggum okkur við að þú hefur fengið hvíld og frið. Og ég bið góðan guð að styrkja þau og styðja á þessum erfiða tíma. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Metta Íris Kristjánsdóttir. Birgir Árnason Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elsku sonar okkar, bróður, barnabarns, frænda og vinar, HAFÞÓRS LOGA YNGVASONAR. Sérstakar þakkir fá séra Elína Hrund Kristjánsdóttir og Kristinn Garðarsson, Útfararstofunni Sólsetri, og kvenfélagskonur í Sigurvon Þykkvabæ. Guð blessi ykkur öll. Kristrún Ólöf Þorsteinsdóttir Yngvi Harðarson Hrafnkell Ari Yngvason Eygló Yngvadóttur Hörður Júlíusson Eygló Yngvadóttir og aðrir aðstandendur Við sendum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru ÞÓRU ÞORSTEINSDÓTTUR, áður til heimilis að Bogatúni 38, Hellu, innilegar þakkir. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Lundi fyrir elskulegheit og umhyggju. Óskar Haraldsson og fjölskylda Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS KARLSSONAR, Lækjasmára 6, Kópavogi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.