Morgunblaðið - 30.06.2017, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 30.06.2017, Qupperneq 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 ✝ Anna Auðuns-dóttir fæddist 2. janúar 1935 á Suðureyri við Súg- andafjörð. Hún lést 7. júní 2017. Foreldrar Önnu voru Rannveig Lár- usdóttir, d. 16. sept- ember 1998, og Auðunn Jóhann- esson, d. 3. febrúar 2003. Systkini sam- mæðra: Ingibjörg Gilsdóttir, Hafsteinn Nansen Gilsson og Matthías Gilsson. Systkini sam- feðra: Aðalheiður, Ingibjörg Valgerður og Sigríður Jóhanna. Anna giftist Herði Ársælssyni, Anna var verslunarmaður og skókaupmaður. Hún var virkur félagi og tók þátt í starfi Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. Hún var sjálfboðaliði hjá Mæðra- styrksnefnd, stofnfélagi og síðar heiðursfélagi og í stjórn Fjöl- skylduhjálpar Íslands. Anna ólst upp í Reykjavík og gekk í Aust- urbæjarskólann. Hún stofnaði heimili sitt í Reykjavík en flutti í Kópavog 1962 þar sem hún hélt heimili allt til enda. Hún starfaði við verslunarstörf þar til hún stofnsetti eigin verslun, Smáskó, sérverslun með barnaskó í Reykjavík. Áður en hún settist í helgan stein höfðu hún og Hörð- ur komið sér upp litlu sumarhúsi í Kjósinni, þar sem hún naut sín vel við útivist, gróðursetningu og ræktarsemi við fjölskyldu sína. Útför Önnu fer fram í Kópa- vogskirkju í dag, 30. júní 2017, klukkan 13. f. 22. ágúst 1927, d. 26. janúar 2015, í október 1955. Börn þeirra: 1) Margrét, gift Pétri Björg- vinssyni. Þau eiga þrjú börn; Önnu Guðrúnu, Þorgerði og Birgi Ívar. 2) Ár- sæll, giftur Ingi- björgu Kristjáns- dóttur. Eiga þau þrjú börn; Hildi, Guttorm Árna og Hörð. 3) Gils, á hann tvö börn: Ásmund og Auð- un. 4) Hörður Örn, á hann eitt barn: Ólöfu Töru. 5) Guðni Pét- ur, á hann tvö börn: Annie og Alex. Langömmubörnin eru 12. Elsku mamma mín. Nú er komið að ferðalokum í bili hjá okkur. Þú kvaddir svo snöggt og ég átti eftir að spyrja að svo mörgu. Þú varst mikill kvenskörungur og baráttukona um jafnan rétt kvenna. Þú varst verslunarmaður og starfaðir hjá Steinari Waage lengi vel þar til þú fórst út í eigin rekstur. Úr varð verslunin Smáskór. Þar fengu börnin vandaða barnaskó og foreldrarnir ráðgjöf hjá þér um mikilvægi vandaðs skófatn- aðs. Þú fluttir þín vönduðu vöru- merki í barnaskóm beint frá Düsseldorf í Þýskalandi. Þú varst svo mikill fagurkeri og varst alltaf svo fín og flott. Háir hælar og vel til höfð alla daga. Þú föndraðir fallega hluti, hvort sem um var að ræða postulíns- málun, saumaskap eða eitthvað annað, allt lék þetta í höndunum á þér. Þið pabbi ferðuðust mikið bæði innan- og utanlands. Draumurinn þinn rættist svo þegar þið keyptuð ykkur land sem þið ætluðuð að dunda ykkur við að græða upp. Það tókst ykkur frábærlega vel og nú er fallega landið ykkar orðið að fal- legum skrúðgarði. Eftir mikla hvatningu frá okkur öllum var farið í að byggja bústaðinn góða og allir hjálpuðust að. Þið nutuð þess að vera í landinu ykkar og lögðuð mikla vinnu í að gera það sem fallegast. Þegar við komum svo í heimsókn tóku garðálfar og annað fallegt garðskraut á móti okkur ásamt Stínu fínu þegar gengið var inn um hliðið. Þú ræktaðir öll þín sumarblóm sjálf á svölunum á æskuheimili okkar á Ásbrautinni. Þú ákvaðst að flytja í minna húsnæði fyrir um tveimur árum eftir að pabbi dó. Þennan júní hafðir þú ætlað þér að fara til Svíþjóðar að heimsækja hana Helgu vinkonu þína en Helga lést í maí og þú varðst fyrir miklu áfalli sem þú náðir þér ekki af. Það er sárt til þess að vita að þið náðuð ekki að hittast áður en þið kvödduð báð- ar. Bergfléttufræ settir þú niður í febrúar og nú blómstrar hún á svölunum hjá þér. Ég mun sjá til þess að fara með hana upp í landið þitt og setja hana niður fyrir þig á sinn stað. Elsku mamma mín, við áttum góðan tíma saman, bæði hér heima, erlendis og í bústaðnum góða. Þín er sárt saknað, þú manst að bera pabba kveðju okkar og að passa upp á lang- ömmustelpuna þín hana Rakel Sunnu okkar. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Þín dóttir Margrét Harðardóttir. Þegar ég hitti hana Önnu fyrst kom hún gangandi til mín á mjög háhæluðum Bruno Magli-skóm, enda var hún að vinna hjá Skóverslun Steinars Waage á þeim tíma. Hún var alltaf í fallegum skóm, hún Anna. Þegar hún hætti hjá Steinari setti hún á fót fyrstu barnaskóbúð á Íslandi, Smáskó, sem verslaði eingöngu með skó handa börnum. Henni fannst úr- valið á barnaskóm á þeim tíma vera lélegt – þetta hefur verið um 1985. Anna var dugleg að elta drauma sína og koma þeim í framkvæmd. Hana dreymdi um að eignast sumarhús og vann lengi í því að finna rétta staðinn. Að endingu fann hún lóð í Kjós- inni sem hún keypti árið 1996 og byrjaði á því að gróðursetja – bústaðurinn kom seinna. Hún vildi eiga athvarf fyrir afkom- endurna, stað þar sem fólkið hennar gæti komið saman. Við Anna ræktuðum upp heilan skóg á þessu landi og höfum átt saman margar góðar stundir, sérstaklega á síðustu 15 árum. Anna mín, ég veit að þú vildir alltaf komast upp í Land eins og við kölluðum það og fórst með okkur í vor til að sjá gróðurinn vakna. Við vorum þar með litlar langömmustelpur um síðustu helgi í sólinni, þú hefðir verið ánægð að sjá það. Hvíldu í friði, Anna mín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín tengdadóttir, Ingibjörg. Við kynntumst 7 ára gamlar, hún flutti af Grímsstaðaholtinu á Frakkastíginn. Fyrir var önn- ur Anna sjö ára. Þrjár ljóshærð- ar hnátur. Þetta var upphaf vin- áttu okkar. Önnurnar tvær og ég. Lífið snerist um skólann og leiki. Smátt og smátt uxum við frá leikjunum og önnur áhuga- mál tóku við. Um fermingu skildu leiðir, en alltaf fylgdumst við með hver annarri svona úr fjarlægð. Síðari ár höfum við endurnýjað vináttu okkar. Það var svo margt sem við ætluðum að gera seinna. Það er ekki skynsamlegt að hugsa þannig. Kæra vinkona, með þessum fáu orðum þakka ég þér vinátt- una og sendi börnum þinum og öðrum ástvinum samúðarkveðj- ur. Hvíl þú í friði. Hafdís. Á ráðstefnunni „konur við stjórnvölinn“ sem haldin var í mars 1986 kom fram hugmyndin um að stofna samskiptanet kvenna á vinnumarkaði og um haustið var Netið stofnað. Í Netinu hafa verið konur á öllum aldri, í fjölbreyttum störf- um með mismunandi reynslu og menntun að baki. Tilgangurinn var að þannig gætu konur hist og öðlast stuðning, fræðslu og hvatningu og skipst á skoðun- um, hugmyndum og upplýsing- um. Það hefur reynt á félags- þroska okkar, þ.e. félagsgetu, sveigjanleika og vilja þar sem við höfum gefið, þegið af og treyst hver annarri og ekki síst öðlast vináttu hver annarrar. Anna Auðuns (eins og hún var kölluð því þær voru fjórar Önn- urnar í Netinu) hafði afskaplega þægilega nærveru og kynntist ég henni ágætlega þegar við vorum saman tenglar Netsins árið 1991 fyrir hvor sinn hópinn. Það sem er eftirminnilegast við það tímabil var hin árlega vor- ferð Netsins og þá að Lauga- landi í Holtum í maí það ár. Við ákváðum að við myndum kaupa inn og elda sjálfar hátíðarmat- inn með aðstoð félaganna. Kom þekking Önnu á innkaupum og magni sér vel þá því auðvitað þurfti að halda kostnaði í lág- marki og ekki láta neitt fara til spillis. Mikið var hlegið og haft gaman af matseldinni sem tókst mjög vel eins og undirbúið hafði verið. Á kvöldvökunni voru fyrsta flokks heimatilbúin skemmtiatriði sýnd á sviðinu og eru þau enn í minni höfð. Það var gott að vinna með Önnu, hún hlustaði af áhuga og sagði svo skoðun sína og kom með tillögur um það sem betur mátti fara án þess að dæma fyrri tillögur. Ógleymanlegar eru frábærar móttökur hennar í sumarbú- staðnum í Kjósinni í lok óvissu- ferðar Netsins í Hvalfjörðinn haustið 2007. Þar naut hún að- stoðar sonarins, kokksins og fleiri fjölskyldumeðlima en fjöl- skyldan var henni afar kær. Þau buðu upp á dýrindismáltíð og var svo dvalið í fallega bústaðn- um hennar til miðnættis. Anna rak verslunina Smáskó þegar við kynntumst og var með flottustu barnaskóna í bænum. Hennar sérþekking var á öllu sem viðkemur skóm, verslun og sölutækni. Hún tók svo vel á móti börn- unum að það sást að þetta var klárlega búðin þeirra. Þeim sömu hæfileikum hafa eflaust skjólstæðingar Fjölskylduhjálp- ar Íslands notið en hún starfaði þar af eldmóði eftir að hún hætti með skóbúðina. Hún var gerð að heiðursfélaga Fjölskylduhjálp- arinnar 2011. Anna var falleg kona innra sem ytra, og kona sem sagði sína meiningu umbúðalaust. Hún var töffari, skemmtileg og hláturmild. Nærvera hennar var alla tíð hlý og notaleg og var gaman að heyra hana segja frá ferðalög- um sínum en þau voru eitt margra áhugamála hennar. Önnu Auðuns verður sárt saknað en ljúfar minningar um hana lifa með okkur áfram. Fjöl- skyldunni allri vottum við ein- læga samúð okkar. Fyrir hönd Netsins Hulda Halldórsdóttir. Anna Auðunsdóttir Antík Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl. 10 til 18 virka daga. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Hljóðfæri Gítarinn ehf. Stórhöfði 27 Sími 552 2125 www.gitarinn.is Þjóðlagagítarpakki kr. 23.900 Gítar, poki, ól, auka strengja- sett, stillitæki og kennsluforrit                       Húsnæði íboði Húsnæði í boði Til leigu góð 2ja herb. íbúð í efra Breiðholti ca 70 fm, með yfir- byggðum svölum. Laus 1. júlí. Reglusemi skilyrði. Uppl. á antonben@simnet.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Þjónusta Tek að mér lagfæringar á harðviðarútihurðum. Slípum og pússum. Lagfæri fúa í gluggum, Húsaþjónustan. Uppl. í síma 899 0840. Bílar LAND ROVER Range Rover Sport HSE. Árgerð 2014, ekinn 30 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 8 gírar. Verð 9.900.000. Rnr.112277. LAND ROVER Discovery 4 HSE. Árgerð 2011, ekinn 134 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 5.790.000. Rnr.222836. Tjaldvagnar TIL SÖLU COMANCHE Tjaldvagnar Montana með 13“ dekkjum. Með ferðaboxi Kr. 1088.000,- Án ferðabox Kr. 990.000,- Sími 530 5900 Húsviðhald VIÐHALD FASTEIGNA Lítil sem stór verk Tímavinna eða tilboð ℡ 544 4444 777 3600 jaidnadarmenn.is johann@2b.is  JÁ Allir iðnaðarmenn á einum stað píparar, múrarar, smiðir, málarar, rafvirkjar þakmenn og flísarar. Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smáauglýsingar Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.