Morgunblaðið - 30.06.2017, Side 75
ÍSLENDINGAR 75
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017
Að loknu framhaldsskólanámi
hélt Þórey Edda til æfinga í Sví-
þjóð, æfði þar í tvö ár, stundaði
nám í Tækniháskólann í Lundi,
lauk þar eins árs námi, hélt síðan
til Athens í Bandaríkjunum og
lærði við Georgíuháskóla til að
stunda stangarstökk á skólastyrk.
Hún varð háskólameistari í stang-
arstökki um veturinn og nánast
ósigrandi í greininni, en – „ég
stefndi hærra, fannst ég ekki hafa
réttan þjálfara, flutti heim. innrit-
aði mig í verkfræði við HÍ og
tveimur árum síðar bauðst mér
draumaæfingasvæði stangar-
stökkvara, í Leverkusen í Þýska-
landi, undir stjórn eins fremsta
stangarstökksþjálfara landsins.“
Þórey Edda fór til Þýskalands
2003 og bjó þar að mestu fram yfir
Ólympíuleikana í Peking árið 2008.
Verkfræðináminu hélt hún áfram
með hléum og í fjarnámi og lauk
BSc-prófi 2007.
Að loknum Ólympíuleikum 2008
flutti Þórey Edda heim, hóf störf
hjá VSB verkfræðistofu í Hafnar-
firði um haustið og hafði vart kom-
ið sér þar fyrir er hrunið varð. Eft-
ir fimm mánuði varð hún atvinnu-
laus um hríð, fékk sumarstarf hjá
Velferðarsjóði barna við verkefnið
Sumargleði. Næsta haust tóku við
nánast tvö fæðingarorlof í röð, hún
hóf meistaranám í umhverfisverk-
fræði við HÍ milli fæðingarorlofa,
hóf síðan störf með námi og fæð-
ingarorlofi, sem verkefnastjóri
landsliðsmála í hálfu starfi hjá
Frjálsíþróttasambandi Íslands,
haustið 2011. Vorið 2014 lauk hún
verkfræðináminu, hætti hjá FRÍ þá
um haustið, flutti til Hvammstanga
og hefur síðan starfað þar hjá
verkfræðistofunni Ráðbarður sf.
„Hér fer vel um fjölskylduna. Við
förum reglulega á skíði, hjólum
töluvert, leikum okkur í íþróttahús-
inu, förum í sund og teflum. Ég
stunda hér blak og keppi með lið-
inu sem kallast Birnur. Liðið er
undir hatti Ungmennafélagsins
Kormáks.“
Þórey Edda er í stjórn Ung-
mennasambands Vestur-Húnvetn-
inga, USVH, í stjórn Rauða kross-
ins í Húnaþingi vestra, í stjórn
Íþróttasambands Íslands, situr í
nefnd Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ
og í nefnd um afreksmiðstöð.
Þórey Edda varð tvisvar Íslands-
meistari í fimleikum á palli í fjöl-
þraut og tvisvar á tvíslá, var lands-
liðsmaður í fimleikum í fimm ár, er
núverandi Íslandsmethafi í stang-
arstökki; 4,60 m frá árinu 2004, Ís-
landsmetið var jafnframt Norður-
landamet í 11 ár en var slegið árið
2015. Hún varð margoft Íslands-
meistari í stangarstökki, vann til
gull- og silfurverðlauna í þeirri
grein á Smáþjóðaleikjunum, hefur
lent í 6., 11. og 13. sæti á heims-
meistaramótum utanhúss og tvisvar
í 9. sæti HM innanhúss. Þá varð
hún Háskólameistari innanhúss
2001, náði tvisvar árangurslega inn
á loka gullmót í Mónakó (árin 2004
og 2005) og hafnaði þá í 7. og síðan
8. sæti, en einungis átta stigahæstu
íþróttamenn í heimi í hverri grein
fengu þátttökurétt á mótinu. Hún
hefur keppt þrisvar á Ólympíu-
leikum og hafnaði í 5. sæti í Aþenu
2004. Þá varð hún í 2. sæti í kjöri
Íþróttamanns ársins 2004 og í 3.
sæti 2001.
Fjölskylda
Sambýlismaður Þóreyjar Eddu
er Guðmundur Hólmar Jónsson, f.
28.4. 1979, tónlistarkennari í Tón-
listarskóla Húnaþings vestra. For-
eldrar hans eru hjónin Jón Böðv-
arsson, f. 15.7. 1949, rafvirki og
bóndi að Syðsta-Ósi í Húnaþingi,
og Ingibjörg Guðrún Jóhannes-
dóttir, f. 10.10. 1946, fyrrverandi
bóndi.
Synir Þóreyjar Eddu og Guð-
mundar Hólmars eru 1) Bragi
Hólmar Guðmundsson, f. 9.9. 2009,
og 2) Ingi Hólmar Guðmundsson, f.
27.4. 2011.
Systkini Þóreyjar Eddu eru 1)
Albert Brynjar Elísson, f. 14.2.
1972, kerfisfræðingur í Hafnarfirði,
og 2) Kristinn Rafn Elísson, f. 12.9.
1981, kerfisfræðingur í Hafnarfirði.
Foreldrar Þóreyjar Eddu eru
hjónin Elís Stefán Eyfjörð Stef-
ánsson, f. 29.5. 1950, bókbindari í
Prentsmiðjunni Odda, og Sigríður
Albertsdóttir, f. 18.3. 1949, fyrr-
verandi skrifstofumaður.
Úr frændgarði Þóreyjar Eddu Elísdóttur
Þórey Edda
Elísdóttir
Ráðhildur Björnsdóttir
verkak. í Hafnarfirði
Kristinn Guðmundsson
málari í Rvík
Brynhildur Kristinsdóttir
verkak. í Hafnarfirði
Albert Þorsteinsson
prentari í Hafnarfirði
Sigríður Albertsdóttir
skrifstofum. í Hafnarfirði
Sigríður Albertsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Þorsteinn Arndal
sjóm. í Hafnarfirði
Jóna Kristjánsdóttir
húsfr. á Tálknafirði
Gísli Guðbjartsson
sjóm. á Tálknafirði
Þórey Gísladóttir
húsfr. í Rvík
Stefán Hermann Eyfjörð Jónsson
sjómaður í Rvík
Elís Stefán Eyfjörð
Stefánsson
bókbindari í Hafnarfirði
Elísa Stefánsdóttir
húsfr. á Látraströnd
Jón Þorsteinsson
b. á Látraströnd
Gísli Jón Hermannsson fæddistá Svalbarði í Norður-Ísafjarðarsýslu 30.6. 1932,
sonur Hermanns Hermannssonar,
búfræðings og útvegsbónda í Ögur-
vík, og Salome Rannveigar Gunn-
arsdóttur húsfreyju.
Hermann var sonur Hermanns
Þórðarsonar og Guðrúnar Bjarna-
dóttur í Hagakoti, en Salome var
dóttir Gunnars Sigurðssonar, bónda
á Eyri í Skötufirði, bróður Halldóru,
móður Jóns Baldvinssonar, alþingis-
manns og forseta ASÍ.
Eiginkona Gísla Jóns var Jónína
Margrét Einarsdóttir frá Ísafirði, en
hún lést 2001. Þau eignuðust þrjú
börn; Hjört, framkvæmdastjóra
Ögurvíkur, Margréti Jónínu
stjórnarformann og Hermann
útgerðarstjóra.
Meðal bræðra Gísla Jóns voru
skipstjórarnir Gunnar Haraldur og
Þórður Guðmundur sem eru látnir,
Birgir, skipstjóri og kaupmaður, og
Sverrir, fyrrv. alþingismaður, ráð-
herra og bankastjóri.
Gísli Jón lauk gagnfræðaprófi á
Ísafirði 1948, fékk stýrimannarétt-
indi frá Stýrimannaskóla Íslands
1957 og skipstjórnarréttindi að lok-
inni starfsreynslu. Hann var stýri-
maður hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur
1958-60 og hjá Eldborg hf. 1960-
63,var skipstjóri og útgerðarmaður
hjá Vigra hf. frá 1963-70. Þá stofnaði
hann útgerðarfélagið Ögurvík ásamt
fleirum, en félagið hefur gert út
togarana Vigra, Ögra og Frera.
Gísli Jón var útgerðarmaður hjá
Ögurvík og skráður framkvæmda-
stjóri allt til ársloka 2013, en hætti
daglegum störfum um ári áður en
hann lést. Hann átti um skeið sæti í
stjórn Félags íslenskra botnvörpu-
skipaeigenda, sat í mörg ár í stjórn
LÍÚ og stjórn innkaupadeildar þess,
átti sæti í stjórn Faxamarkaðar um
skeið og sinnti ýmsum nefndar-
störfum á vegum LÍÚ. Þá var hann
um skeið framkvæmdastjóri fisk-
vinnslunnar Kirkjusands, sem
Ögurvík átti með SÍS.
Gísli Jón lést 13.1. 2014.
Merkir Íslendingar
Gísli Jón
Hermannsson
90 ára
Hallgrímur Helgason
85 ára
Katrín I. Magnúsdóttir
Ragnar Jóhannesson
Unnur G. Úlfsdóttir
80 ára
Gunnlaugur Traustason
Hanna Bárðardóttir
Inga Stína Stefánsdóttir
Magnús G. Ellertsson
Marta Þorsteinsdóttir
Reynir Guðmundsson
75 ára
Ágúst Skarphéðinsson
Ragnheiður Gíslason
Þórarinn Viðfjörð Jónsson
70 ára
Bergþór Guðjónsson
Egill Benedikt Hreinsson
Ingimar Víglundsson
Sigurbjörn Ó. Ragnarsson
Sigurður G. Hjörleifsson
Símon Georg Rafnsson
Úlfar Þórðarson
Þorleifur Þorkelsson
Þórarinn Klemensson
Þór Sveinsson
60 ára
Andrzej Jan Fraczyk
Ágústa Sigríður Karlsdóttir
Björg Kristín Einarsdóttir
Eiríkur Ágústsson
Elsa Guðjónsdóttir
Halla Ásgeirsdóttir
Inga Sigurðardóttir
Jóna Sigþórsdóttir
Lúðvík Svanur Daníelsson
Ólafur Davíð Jóhannesson
Sigurður Pétursson
Úlfar Kristinsson
Þorsteinn Vilhjálmsson
50 ára
Bergþóra Hrafnhildardóttir
Constance Louise Mills
Fanney Harðardóttir
Guðmundur Pétursson
Guðný Guðmundsdóttir
Rúnar Þór Birgisson
Sigmundur Sæmundsson
Sigurbjörn Rúnar Jónasson
40 ára
Christiaan LR. van der Valk
Davíð Ólafsson
Elmar H. Hallgrímsson
Erla Valdimarsdóttir
Freyr Bjarnason
Garðar Valur Hallfreðsson
Gunnar Sigurðsson
Gunnlaugur E. Sævarsson
Halla Dögg Káradóttir
Ingvar Birgir Jónsson
Jennifer Montemayor
Jose Jasper P. Montemayor
Jóhann G. Baldvinsson
Katrín Laufey Rúnarsdóttir
Oddur Grétarsson
Pétur Thors
Rolandas Jackevicius
Þórarinn Ásdísarson
30 ára
Ari Sylvain Posocco
Axel Ragnar Lúðvíksson
Cezary Emil Plotka
Davíð Ben Guðmundsson
Elmar Reyr Hauksson
Guðjón Ingi Guðlaugsson
Heiðrún H. Bæringsdóttir
Joao P. De Brito L. Da Silva
Jón Andri Helgason
Katrín Ósk Þorbergsdóttir
Loubna Ouaziz
Mariusz Jan Lazienka
Tomasz Toczylowski
Þórarinn Sigurðsson
Til hamingju með daginn
30 ára Rúnar Jón ólst
upp á Ísafirði, býr í
Hafnarfirði og er vöru-
stjóri hjá Símanum.
Maki: Bryndís Eyjólfs-
dóttir, f. 1989, sérfræð-
ingur hjá Símanum.
Börn: Ásdís Björk, f.
2010, og Kári, f. 2016.
Foreldrar: Hermann
Gunnarsson, f. 1961,
smiður, og Þorgerður
Kristjánsdóttir, f. 1964,
skrifstofumaður. Þau búa
á Ísafirði.
Rúnar Jón
Hermannsson
30 ára Bjarki Freyr ólst
upp á Egilsstöðum, býr
þar, lauk prófum í leiklist
frá Kvikmyndaskóla Ís-
lands og er tæknimaður
hjá Tölvulistanum.
Maki: Fanney Ósk Rík-
harðsdóttir, f. 1986, leik-
skólakennari.
Stjúpdóttir: Álfrún, f.
2009.
Foreldrar: Anna Gunn-
laugsdóttir, f. 1953, og
Haukur Jónsson, f. 1947,
d. 2013.
Bjarki Freyr
Hauksson
30 ára Anna Birna býr í
Reykjavík, lauk BA-prófi í
uppeldis- og menntunar-
fræði frá Háskóla íslands
og hefur sinnt sérkennslu
við leikskóla.
Maki: Karl Sigurðsson, f.
1989, verkefnastjóri.
Synir: Sigurður Orri
Karlsson, f. 2013, og
Baldur Rafn Karlsson, f.
2017.
Foreldrar: Sif Sigurðar-
dóttir, f. 1966, og Rafn
Rafnsson, f. 1964.
Anna Birna
Rafnsdóttir
Eitt best geymda
leyndarmálið á markaðnum
Weleda Skin Food er í miklu uppáhaldi hjá þekktum tískufyrirsætum og förðunarfræðingum um
allan heim. Skin Food er 100% lífrænt árangursríkt alhliða krem sem nærir þurra og viðkvæma húð
og kemur jafnvægi á húðina. Skin Food kom fyrst á markað fyrir meira en 80 árum síðan og hefur
uppskriftin verið óbreytt síðan. Kremið er unnið úr lífrænt ræktuðum Stjúpum, Baldursbrá, Morgunfrú
og Rósmarín, gott krem fyrir alla fj ölskylduna – Í samhljómi við mann og náttúru.
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/WeledaIceland