Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 77

Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 77
DÆGRADVÖL 77 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017 Sími 535 1200 | sala@iskraft.is | iskraft.is RAFIÐNAÐARVERSLUN eru sérfræðingar í LED lýsingarlausnum fyrir söfn, sýningarsali og staði þar sem gerðar eru miklar kröfur um afburða gæði, nákvæmni og fullkomna tækni í lýsingu Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það eru einhver atriði sem þú þarft að fara betur í gegnum áður en þú ert til- búinn til nýrra átaka. Vertu svo djarfur að standa með félaganum í kvöld. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er fullkomlega rétti tíminn til þess að gera breytingar í starfi. Ekkert er of mikil fyrirhöfn um þessar mundir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú veist þú hefur rétt fyrir þér og vilt alls ekki fara neinn milliveg. Kannaðu ný hverfi og ný áhugamál eins og að elda, mála eða leika. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu þér ekki bregða þótt gömul mál dúkki upp og þú þurfir að eyða tíma í að koma þeim á hreint. Mistök þín í ást- arlífinu munu verða fyrirgefin. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Í dag er ekki heppilegt að taka harða afstöðu til mála varðandi heimilið. Fant- asíur eru ekki munaður heldur nauðsyn. Er þú reynir að róa hugann finnst þér þú endurnærast. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Samningar við ríkisstjórnina eða stór fyrirtæki ganga vel í dag. Slappaðu af og njóttu þess sem þú hefur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það má ýmislegt gera sér til dægra- dvalar án þess að það kosti mikið fé. Gefðu þér til þess góðan tíma. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú skalt varast að gefa yfir- mönnum þínum góð ráð í dag. Ef þú þolir að heyra álit hins aðilans, hversu fáránlegt sem það er, muntu komast yfir ósættið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er í lagi að láta sig dreyma, svo framarlega sem þið velkist ekki í vafa um hvað er draumur og hvað raunveruleiki. Fáðu líkamlega útrás og eyddu tíma í verkefni sem lyftir þér upp andlega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þrátt fyrir að jákvætt viðhorf stuðli að árangri er nauðsynlegt að vera með báða fætur á jörðinni. Taktu hlé og leyfðu hlutunum að gerjast. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Farðu þér hægt í öllum fjár- málaumsvifum og láttu ekki aðra tala þig inn á hluti sem þú ert innst inni andvígur. Fólkið í vinnunni er misjafnt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu einskis ófreistað til þess að koma skoðunum þínum á framfæri við yfir- menn þína. Draumórar og dagdraumar taka völdin. ÁBoðnarmiði hefur Steinunn P.Hafstað sögu að segja „AF HUNDI OG KERLINGU (á sól- stöðugöngu sinni)“: Nótt og Dagur dansa á tímalínu og dáleiða hvort annað sínu ljósi, sem lífgar, örvar, æsir bæði pínu, eins og kýr, sem hleypt er burt úr fjósi. Sortnar jafnvel sólu fyrir augum af svima, þegar beislið af sér missa. Margir sáu hana titra á taugum og tárin renna, er Nótt hóf Dag að kyssa. Hér leikur Benedikt Jóhannsson sér að rími og orðum: Haglega þeir haga orðum hagyrðingar, með slangri aðra slá úr skorðum slagyrðingar. (Slagyrðingur = slagorða- smiður). Þetta er grár húmor hjá Gylfa Þorkelssyni: Eftir góða yndisreið eitt er mesta hnossið: Þegar hefur skellt á skeið skaltu éta hrossið. Þetta kveikti í Hreini Guðvarðar- syni og hann bætti við: Að lýsist hár og loðnist brýr löngum sýna ellimerkin. Svo ennþá gerist ævintýr og yndislegu kraftaverkin. Davíð Hjálmar Haraldsson orti á göngu: Úti er væta og vindurinn gólar, vesældin drýpur af nefi og brá. Í drullu á túnbletti dráttarvél spólar, draugfullur kúskurinn sýpur vel á. En bráðum mun hlýna við brosgeisla sólar og berrassa kellingar fara á stjá. Guðmundur Ingi skáld á Kirkju- bóli orti til ferskeytlunnar og lýkur svo: Hvaða leið sem listin fer ljóð er falla og rísa fylgi því sem íslenskt er alltaf falleg vísa. Um Nautateig orti Guðmundur Ingi: Nautateigur í hárri hlíð er heimili tærra linda. Grjót og raki frá gamalli tíð gróðurtorfurnar binda. Börðin umhverfis ár og síð eyðingar blæstri hrinda. Hér er vorsólin heit og blíð. – Hér gekk ég til kinda. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af hundi, kerlingu og hrossi Í klípu „ÞAÐ ER HÆGT AÐ GRAFA HANN Á HAFI ÚTI. TAKTU ÖSKUNA HANS, FARÐU Í SKEMMTIFERÐASIGLINGU, STURTA NIÐ- UR TVISVAR OG ÞÚ ERT GÓÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA HÉR HEITIR „SÓLIN RÍS“.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finna fyrir ríkidæmi vegna ástarinnar. GÆTI VERIÐ AÐ ÉG SAKNI EINHVERS Í LÍFI MÍNU? NEIBBS ÞAÐ ER AUÐVELT AÐ RATA Á VETRARTÍMANUM, HRÓLFUR – FYLGDU BARA KENNILEITUNUM! ÚTFARARSTOFA LISTAVERK Fasteigna- og bílakaup flokkastundir meiriháttar fjárfestingar hjá almenningi og sennilega treysta flestir viðurkenndum fasteigna- og bílasölum. Engu að síður eru mörg dæmi um að fólk hafi keypt köttinn í sekknum og því er eins gott að fara varlega þegar mikið er lagt undir. x x x Fyrir skömmu keypti fjölskyldannotaðan bíl í Bílalandi, sem er í eigu bílaumboðsins BL ehf. Bíllinn leit vel út og samkvæmt skýrslu var ekkert að. Ekkert var heldur at- hugavert í stuttum reynsluakstri. x x x Í fyrstu langkeyrslu heyrðustóvenjuleg hljóð og Víkverji fór með bílinn á verkstæði hjá N1. Þar bentu menn honum á sennilega há- vaðavalda og ráðlögðu honum að hafa samband við sölumanninn. x x x Sölumaðurinn í Bílalandi var al-mennilegur og kurteisin upp- máluð sem fyrr, lagði inn gott orð á verkstæði BL og eftir að menn þar á bæ höfðu kynnt sér málið tóku þeir það í sínar fumlausu hendur. x x x Ekki er sjálfgefið að fá góða þjón-ustu en Víkverji getur ekki ann- að en þakkað Árna Frey og Finni fyrir hvernig þeir tóku á málinu og afgreiddu það án kostnaðar fyrir kaupanda. Viðgerðin tafðist vegna þess að við skoðunina kom í ljós óvænt bilun, en Finnur hringdi, af- sakaði töfina og sagði að sjálfsögðu yrði gert við það sem að væri. Vík- verji gleðst yfir því að hafa átt við- skipti við Bílaland og BL. Reyndar segir vinnufélagi Víkverja að hann hafi ekki skipt við annað bílaumboð á þessari öld, enda hvergi fengið eins góða þjónustu. Það eru góð með- mæli. x x x Þegar farið var í Costco til aðkaupa bensín voru raðir við hverja dælu, en mun færri þar sem lagt var vinstra megin við dælurnar. Bensínlokið á nýja, gamla bílnum er hægra megin og hamingjan heldur því áfram! vikverji@mbl.is Víkverji Lofsöngur Maríu Og María sagði: Önd mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. (Lúk. 1:46-47)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.