Morgunblaðið - 30.06.2017, Page 79
MENNING 79
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017
með manni sem er nú látinn, J Dilla,
en hann var fyrst og fremst takt-
smiður,“ segir Hancock.
Blaðamaður þykist heyra á máli
Hancock að hann fylgdist vel með
tónlist unga fólksins en Hancock
svarar því til að hann hafi ekki fylgst
nógu vel með á árum áður, hafi t.a.m.
ekki þekkt til fyrrnefnds J Dilla á
meðan hann var á lífi en kynnst verk-
um hans seinna meir. Þannig hafi það
verið með marga tónlistarmenn, m.a.
Terrace Martin sem verður með hon-
um á tónleikunum í Hörpu.
Skarpari sýn
–Þú hefur alltaf verið mjög opinn
fyrir nýrri tækni og hljóðfærum og
virðist vera tilraunagjarn og óhrædd-
ur við að taka áhættu sem listamað-
ur…
„Það er í eðli mínu, þannig hef ég
alltaf verið, alveg frá því ég var for-
vitinn, lítill strákur. Þannig er ég ein-
faldlega gerður,“ svarar Hancock.
–Þú tókst upp búddatrú árið 1972
og í viðtölum hefur þú m.a. talað um
tengsl trúarinnar við sköpunargáf-
una. Varð einhvers konar breyting
innra með þér eftir að þú gerðist
búddatrúar, þ.e. breyting hvað sköp-
unargáfuna varðar?
„Ég varð víðsýnni. Með búddisma
hef ég öðlast skarpari sýn á lífið og
lífið er eldsneyti sköpunarinnar og
sögunnar sem þú vilt segja þegar þú
býrð til tónlist eða hvað sem er. Þess
vegna er ég enn virkur í trúnni og
hún blæs mér anda í brjóst,“ svarar
Hancock.
–Þar er kannski komin skýringin á
því að þú ert enn í fullu fjöri sem
listamaður, orðinn 77 ára?
Hancock hlær og segist vissulega
vera ungur í anda. ,,Fólk hefur sagt
við mig að ég sé unglegur í útliti og
tali og ég get ábyggilega þakkað það
búddatrúnni. Hinn ungæðislegi andi
býr í öllum en hann getur legið í
dvala og með því að stunda búdd-
isma er hægt að vekja hann úr þeim
dvala,“ segir Hancock en bætir því
við að minni hans hafi vissulega
hrakað með árunum.
Mistök að hægja á sér
Blaðamaður segist sjálfur orðinn
frekar minnislaus, þó að hann sé 33
árum yngri og Hancock hlær þá inni-
lega. „Þú ert frekar ungur en þetta
er kannski að byrja hjá þér núna,“
segir hann og hlær hjartanlega.
„Einu sinni gat ég samið lag á nokkr-
um sekúndum en það er miklu erf-
iðara núna. En Wayne Shorter, orð-
inn 83 ára, hefur ekki misst þann
hæfileika, hann er eldri en ég en allt-
af að semja tónlist. Mín mistök voru
að hægja á mér,“ segir Hancock og
bætir við að hann eigi stundum erfitt
með að halda athyglinni við það sem
hann sé að gera. Athyglin eigi það til
að beinast að einhverju öðru. Hann
hlær innilega að þessum athyglis-
bresti. „Ég hef áhuga á öllu mögu-
legu og sérstaklega nú á tímum mik-
illa og hraðra tækniframfara. Það er
alltaf eitthvað nýtt að gerast sem
vekur athygli mína og það er minn
Akkillesarhæll, ef einhver er,“ segir
Hancock, léttur í bragði.
-Það er erfitt að hafa áhuga á
hverju sem er?
„Já!“ hrópar Hancock og skelli-
hlær og blaðamaður getur ekki ann-
að en hlegið með honum.
Algengar stíflur
–Kannski ertu nú þegar búinn að
svara þessari spurningu en finnst þér
þú enn eiga margt ókannað í listinni,
er þörfin fyrir að fara ókunnar slóðir
enn til staðar?
„Já, heldur betur. Ef ég missi þá
þörf einhvern daginn get ég bara
pakkað saman og búið mig undir
næsta líf.“
–Lendirðu stundum í því að sköp-
unargáfan dragi sig í hlé, færðu list-
sköpunarstíflu?
„Það er alltaf að gerast!“ segir
Hancock eldhress og bætir í þegar
blaðamaður segir það óneitanlega
létti fyrir aðra tónlistarmenn að vita
af því að meistarar á borð við Herbie
Hancock glími líka við stíflur.
Og talandi um listræna sköpun, að
hverju skyldi Hancock vera að vinna
nú um stundir? „Ég hef verið að
vinna að hljómplötu í yfir tvö ár og
veit ekki enn hvenær hún verður gef-
in út. Þetta gengur hægt því það
koma margir að gerð hennar, mikill
fjöldi ólíkra listamanna, ungir lista-
menn frá mörgum löndum, frá ólík-
um menningarsamfélögum og úr
ólíkum áttum tónlistarlega séð,“
svarar hann.
Árið 2010 sendi hann frá sér The
Imagine Project, plötu með lögum
eftir aðra tónlistarmenn, m.a. Bob
Dylan og Peter Gabriel, og var hún
tekin upp víða um lönd. Á plötunni
mætast ólíkir menningar- og tónlist-
arheimar, bæði í söng og hljóðfæra-
leik, enda hugmynd Hancock að
benda á mikilvægi friðar og sam-
vinnu í heiminum og sýna hversu
mögnuð listin getur orðið þegar svo
ólíkir listamenn vinna saman að einu
markmiði. Má sem dæmi nefna lag
Johns Lennon, „Imagine“, sem er á
plötunni flutt af kongóska tónlist-
arhópnum Konono N°1, tónlistar-
konunum Pink og India Arie frá
Bandaríkjunum, enska söngvaranum
Seal og landa hans og gítarleikara
Jeff Beck og malísku tónlistar-
konunni Oumou Sangaré. Hancock er
spurður að því hvort hin væntanlega
plata sé e.t.v. sjálfstætt framhald
þessa verkefnis, Imagine.
„Að vissu leyti er hún það en að
þessu sinni er ég með listamenn úr
heimi hip hops, m.a. rappara og lista-
menn sem vinna með talað mál (e.
spoken word artists). Ég er að vísu
ekki búinn að koma þeim á plötuna en
vil gjarnan hafa þá með,“ segir Han-
cock.
Ríkulegri uppskera
Í fyrirlestri sem Hancock hélt í
Harvard-háskóla í Boston árið 2013,
um búddisma og sköpunargáfuna,
vitnaði hann í orð Daisaku Ikeda,
forseta alþjóðlegu búddistasamtak-
anna Soka Gakkai (sem Hancock er
félagi í og stunda sk. Nicherin búdd-
isma) þess efnis að menn verði að
ögra sjálfum sér og ganga lengra en
þeir haldi að þeir komist svo vel-
gengni hafi einhverja merkingu fyrir
þeim og þeir öðlist virðingu annarra.
Blaðamaður spyr Hancock hvort
þarna sé e.t.v. kominn lykillinn að
því að geta lifað af sem listamaður,
hvort þetta sé það sem þurfi til.
„Þetta er vissulega einn af lyklunum
og mjög mikilvægur sem slíkur. Þeir
sem fylgja þessu sýna hugrekki og
að hugur þeirra er leitandi, í leit að
einhverju sem þeir búa ekki yfir en
vilja gjarnan ná. Með því að fara
þessa leið verður lífið meira spenn-
andi en ella og uppskera erfiðisins
mun ríkulegri. Þá á ég við hvernig
maður þroskast sem listamaður og
vex með hverri raun. Og í mörgum
tilvikum opnast manni dyr að öðrum
heimi sem maður hafði ekki áður að-
gang að. Maður fer að líta hlutina
öðrum augum en maður áður gerði
og sækja innblástur úr nýjum átt-
um,“ segir Hancock og hlær enn og
aftur þegar blaðamaður segir þetta
góð lokaorð. „Og nú þarf ég að halda
áfram að vinna að plötunni minni!“
segir þessi eldhressi og stór-
merkilegi listamaður og kveður
blaðamann með furðugóðum fram-
burði á nafninu Helgi.
Áhrifamikill Herbie
Hancock á að baki
glæsilegan og fjöl-
breyttan feril.
AFP
Djassdagur Hancock með söngkonunni Cassöndru Wilson á tónleikum sem
haldnir voru í Havana á Kúbu á alþjóðlega djassdeginum 30. apríl sl.
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
silestone.com
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið