Morgunblaðið - 30.06.2017, Side 86
86 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2017
Fyrir salernið
Karl K. Karlsson, Nýbýlavegi 4, 200 Kópavogi
Listasafn Reykjavíkur hefurgefið út glæsilega bóksem veitir innsýn í listferilmyndhöggvarans
Ásmundar Sveinssonar (1893-1982).
Ásmundur ánafnaði Reykjavíkur-
borg listaverkasafn sitt árið 1973
ásamt húsunum við Sigtún sem voru
bæði heimili hans og vinnustofa.
Ásmundarsafn hefur verið þar til
húsa frá árinu
1983 og í safn-
eigninni, sem
telur tæplega
2.500 verk, eru
höggmyndir,
skissubækur og
teikningar.
Í inngangs-
orðum Ólafar K.
Sigurðardóttur, safnstjóra Lista-
safns Reykjavíkur, segir meðal ann-
ars: „Varðveisla verkanna og rann-
sóknir á þeim hafa verið mikilvægur
hluti af starfi Listasafns Reykjavík-
ur. Útgáfa þessarar bókar er þáttur
í viðleitni safnsins til að auka al-
menna þekkingu á list Ásmundar en
er ekki síður ætlað að auka skilning
á myndlist og hlutverki hennar í
samfélaginu.“
Ásmundur var einn helsti braut-
ryðjandi höggmyndalistar á Íslandi.
Hann sótti sér efnivið bæði í sagna-
hefð og þjóðtrú en var jafnframt
einn af forgöngumönnum módern-
ismans á Íslandi. Hann var frum-
kvöðull í að kynna til sögunnar ný
viðhorf til höggmynda- og bygginga-
listar í anda þess sem var að gerast í
Evrópu á námsárum hans á þriðja
áratug síðustu aldar.
Í bókinni eru greinar fræðimanna
sem taka á ólíkum þáttum í list
Ásmundar, en í hana rita listfræð-
ingarnir Kristín G. Guðnadóttir og
Eiríkur Þorláksson, Pétur H.
Ármannsson arkitekt og Hjálmar
Sveinsson heimspekingur.
Kristín skrifar megintexta bókar-
innar, þar sem hún fjallar ítarlega
um feril og áhrifavalda í myndlist
Ásmundar í grein sem nefnist „List
fyrir fólkið“. Greinin skiptist í sex
hluta, sem hver um sig fjallar um
ákveðin tímabil og þróun í list
Ásmundar, sem og persónulega hagi
hans. Hún gerir góða grein fyrir því
hvernig umhorfs var í borgar- og
listalífinu í Reykjavík í upphafi 20.
aldar þegar sveitapilturinn Ásmund-
ur kom til þangað til náms og lærði
bæði tréskurð hjá Ríkharði Jónssyni
og teikningu hjá Þórarni B. Þorláks-
syni. Íslendingar voru seinir til að
læra að meta verk Ásmundar, verk-
unum var ekki alltaf vel tekið og
hann þurfti að þola ýmiss konar
mótlæti í þeim efnum. „Á síðari
hluta sjötta áratugarins varð alger
viðsnúningur í viðhorfum til verka
Ásmundar, bæði hjá borgaryfir-
völdum og borgarbúum. Hann naut
sívaxandi virðingar og viðurkenn-
ingar og stundum var vitnað til hans
sem listamanns fólksins.“ (57) Krist-
ín rekur á greinargóðan og upplýs-
andi hátt þær aðstæður og atburði
sem sköpuðu listamanninn Ásmund
Sveinsson.
Eiríkur beinir sjónum sínum nán-
ar að listferli Ásmundar og hvernig
hann verður fyrir áhrifum af helstu
straumum og stefnum samtíðar
sinnar á erlendum vettvangi. Eirík-
ur notar greinargóð dæmi og mynd-
ir máli sínu til stuðnings og þrátt
fyrir að Ásmundur hafi orðið fyrir
áhrifum af nýjustu straumum og
stefnum erlendis bendir Eiríkur
jafnframt á að hann hafi unnið úr
þeim á sinn hátt og valið sér við-
fangsefni sem hafa sérstaka þýðingu
í augum þjóðarinnar. „Hann kaus að
lifa og starfa á Íslandi alla sína ævi,
þrátt fyrir erfiðar aðstæður lengst
af, bæði efnalega og í listrænum
skilningi.“ (170)
„Salir Ásmundar“ nefnist grein
Péturs þar sem hann fjallar um
byggingarferli þriggja húsa lista-
mannsins, en Ásmundur byggði hús
og vinnustofur eftir eigin hug-
myndum sem hann lét útfæra í sam-
starfi við sérfræðinga á sviði bygg-
ingarlistar. Pétur rekur áhuga
Ásmundar á húsagerð og myndun
borgarskipulags til námsára hans í
Stokkhólmi, hvernig fagurfræði og
notagildi verða samhangandi þáttur
og setur í samhengi við byggingar-
sögu Reykjavíkur og fjallar um
byggingarferlið í máli og myndum.
Til að geta unnið stór verk og komið
fyrir í almannarými þarf góða að-
stöðu og um nauðsyn þess að byggja
sér rúmgóðar vinnustofur er haft
eftir Ásmundi: „Nú, ef ég hefði aldr-
ei byggt hér heima, væri engin stór
mynd til eftir mig. Ekki ein einasta.
Það er ekki hægt að stækka högg-
myndir nema hafa góðar vinnustof-
ur, háar og bjartar, Slík hús eru ekki
til hérlendis, enda ekki von, hér eru
svo fáir myndhöggvarar.“ (174)
Í grein Hjálmars sem nefnist
„Listamaðurinn sem helgaði sig
borginni“ veltir hann upp tengslum
listar og borgarumhverfis og hvers
konar list borgarsamfélagið þarf á
hverjum tíma. Hjálmar rekur sýn
Ásmundar á list í almannarými og
skoðar út frá samtíma Ásmundar en
setur líka í samhengi við tíðaranda
nútímans og ber á áhugaverðan hátt
saman hvernig sumar tæplega
hundrað ára hugmyndir hans ríma
við aðalskipulag Reykjavíkurborgar
samtímans.
Bókarkápan er afar falleg og bók-
in er hönnuð og prentuð af miklu
listfengi. Bókin er prýdd fjölda ljós-
mynda af verkum listamannsins og
ljóst er að hér hefur verið vandað til
verka enda njóta bæði texti og
myndir sín vel. Greinar um feril
Ásmundar eru í senn fræðandi og
aðgengilegar og það er vel til fundið
að kalla til fræðimenn af fjölbreytt-
um fræðasviðum til að nálgast við-
horf hans og hugmyndir til listar-
innar á ólíkan hátt. Ásmundur
Sveinsson er stórglæsileg og eiguleg
bók sem mun nýtast bæði leikum og
lærðum á komandi árum til að kynn-
ast betur listamanninum sem trúði á
þjóðfélagslegt gildi listarinnar og
vildi færa hana út á meðal fólksins.
„Það er tilgangslaust að skapa listaverk
ef þjóðin á ekki að njóta þeirra“
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Listaverkabók
Ásmundur Sveinsson bbbbm
Ritstjóri: Ólöf Kristín Sigurðardóttir.
Höfundar texta: Eiríkur Þorláksson,
Hjálmar Sveinsson, Kristín G. Guðna-
dóttir og Pétur H. Ármannsson.
Hönnun: Ármann Agnarsson. Listasafn
Reykjavíkur – Ásmundarsafn gefur út
2017. Prentun: Prentmet. Innbundin,
200 bls.
ALDÍS
ARNARDÓTTIR
BÆKUR
Tröllkona Frá 1946, steinsteypa.
Tónar hafsins Verk frá 1950, viður.
Helreiðin Frá 1944, bronsskúlptúr.
Samhljómur hnattanna Verk frá
árinu 1959 úr járni og kopar.
Brautryðjandi Ásmundur
Sveinsson myndhöggvari
við eitt verka sinna.