Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Síða 2

Víkurfréttir - 15.12.2016, Síða 2
2 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Nemendur í sjöunda bekk í Myllu- bakkaskóla í Reykjanesbæ stóðu sig best allra á landinu í samræmdu prófi í stærðfræði sem lagt var fyrir í sept- ember síðastliðnum. Af sex skólum í Reykjanesbæ voru þrír sem komust á lista þeirra skóla sem koma best út úr prófunum; Njarðvíkurskóli, Holta- skóli og Myllubakkaskóli. Enginn skóli í Reykjanesbæ er meðal þeirra sem lakasta útkomu fengu. Prófað var í íslensku og stærðfræði og er meðaltalið hjá Njarðvíkur- skóla, Myllubakkaskóla og Heiðar- skóla vel yfir meðaltali á landsvísu. Að sögn Helga Arnarsonar, sviðsstjóra fræðslusviðs hjá Reykjanesbæ, hefur verið unnið mjög gott starf í mennta- málum undanfarin ár og hefur það skilað sér í bættum árangri á ýmsum sviðum. „Meðal annars kemur það fram í bættum árangri í samræmdum könnunarprófum. Sá árangur er fyrst og fremst til kominn vegna þess að allir hafa lagst á árarnar. Sterk fagleg forysta fræðsluskrifstofunnar hefur gegnt lykilhlutverki.“ Þá segir Helgi að stuðningur foreldra hafa skipt sköpum og ekki síst framlag barnanna sjálfra sem hann segir vert að vera stolt af, ekki eingöngu vegna árangurs þeirra í samræmdum prófum, heldur á ýmsum sviðum lífs og leiks. Að sögn Bryndísar Guðmundsdóttur, skólastjóra Myllubakkaskóla, hefur Reykjanesbær unnið ötullega að því að bæta árangur nemenda. „Við teljum þetta meðal annars vera árangur þeirrar vinnu. Mikil vinna með nem- endur og góð samvinna við foreldra er að skila sér í þessum góða árangri.“ Þá segir hún kennara hafa lagt mikla áherslu á að nemendur öðlist góðan skilning á efninu og að atriðin sem farið er yfir festist í sessi með endur- tekningu. Í gegnum tíðina hafa kennarar við Myllubakkaskóla farið vel yfir niður- stöður samræmdra prófa þegar þær eru birtar og kennarar þeirra árganga sem þreyta prófin hverju sinni taka niðurstöðurnar saman og kynna fyrir öðrum kennurum skólans. „Þetta gerum við til að finna styrkleika okkar og veikleika.“ Nemendur sem núna eru í 7. bekk hafa haldið þeim góða ár- angri sem þau náðu í 4. bekk og segir Bryndís það mjög jákvætt. „Í Myllu- bakkaskóla er lögð mikil áhersla á fjölbreytni í skólastarfi. Hér eru mjög góðir kennarar sem leggja áherslu á að nemendum líði vel og að það sé gaman í skólanum. Hér blómstrar listalífið og við erum stolt af okkar nemendum sem standa sig vel á mörgum sviðum.“ Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla, tekur í sama streng og segir breytt vinnulag sem tekið var upp fyrir fimm til sex árum hafa skipt sköpum í skólastarfi. Niðurstöður prófa séu nýttar til að sjá hvað megi bæta og að mikil samstaða meðal for- eldra og allra starfsmanna skólanna hjálpi til við að bæta námsárangur. Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í framtíðarstarf þjónustufulltrúa á starfsstöð í Keflavík. Stutt lýsing á starfi: · Afhending bíla til erlendra sem innlendra viðskiptavina og móttaka við leiguskil · Samskipti við innlenda sem erlenda söluaðila· Upplýsingagjöf, sala þjónustu og skráning bókana Hæfniskröfur: · Stúdentspróf og/eða reynsla af sambærilegu starfi· Hæfni í tölvunotkun· Gilt bílpróf· Framúrskarandi þjónustulund· Mjög góð íslensku- og enskukunnátta Unnið er á vöktum frá 06:00-18:00 (2,2,3). Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á svæðinu. Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf) Umsóknarfrestur er til 31. desember 2016 Þjónustufulltrúi í Bílaleigu í KEFLavík FRAMTÍÐAR STARF Thrifty Atvinnuauglysing 20161201_END.indd 1 06/12/2016 09:31 Gleðjast yfir niðurstöðu samræmdra prófa Að sögn Bryndísar Guðmundsdóttur, skólastjóra Myllubakkaskóla, hafa kenn- arar lagt mikla áherslu á að nemendur öðlist góðan skilning á námsefninu og að það festist í sessi með endurtekningu.t ●● Góður●árangur●grunn- skólanemenda●í●Reykja- nesbæ●í●samræmdum● prófum ATVINNA STARFSFÓLK ÓSKAST TIL RÆSTISTARFA FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Vinnutími er mán-fös frá 18:00 til 20:30 Kröfur: Hreint sakavottorð Ökuréttindi Tungumál: Íslenska eða góð Ensku kunnátta Áhugasamir farið inn á allthreint.is og sækið um undir liðnum störf í boði STAFF NEEDED FOR CLEANING IN FLE ( KEF AIRPORT ) Working hours mon - fri from 18:00 to 20:30 Must have: Clean criminal record Language: Icelandic or good English Drivers license Interested go to allthreint.is and apply under the tab atvinna í boði / jobs Jólafötin komin Glæsilegt úrval af jólagjöfum Hafnargötu 15 // Keflavík // Sími 421 4440 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum 2016 Skafmiðaleikur Víkur frétta og verslana á Suðurne sjum NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA Jólalukku miðum í Nettó því það verður dregið 21. og 24. des.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.