Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 10
10 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR
Jólahittingur með vinunum:
„Smart-Casual“ klæðnaður er málið hérna. Þó
að veturinn sé nú ekki búinn að vera harður
í ár þá erum við að spila með jarðliti í
bland við þykkari efni. Rúllukraginn
er frá Sand og er úr merino-ull sem
að er einstaklega hlý ullartegund. Yfir
rúllukragann stekk ég í mest notuðu
flíkina í fataskápnum, en það er klass-
ískur blár blazer jakki. Allir karl-
menn ættu að eiga eitt eintak af
bláum blazer, enda passar hann
jafnt hversdags sem og aðeins
í fínni kantinum. Jakkinn er
frá Armani. Við þetta klæðist
ég dökkbláum gallabuxum,
þær eru einnig frá Sand líkt og
rúllukragabolurinn. Að lokum
þeyti ég rjómann með smá
súkkulaðispæni og kirsuberjum,
en þar á ég við aukahlutina sem
oftar en ekki skapa heildar út-
litið. Að lokum vel ég mér brún-
mynstraðan vasaklút til að skreyta
mig í stíl við rúllukragann og skóna.
Klúturinn er frá Monti og skórnir
frá Barker. Þumalputtaregla: Reyndu
eftir fremsta megni að hafa leðrið í
sama lit (belti í sama lit og skór og
úraól).
Jakkafötin:
„Tvíhnepptu jakkafötin virðast koma og fara á
nokkura ára fresti og eru nú komin aftur. Það
gerðist rétt eftir að Ólafur Ragnar lét af emb-
ætti, en tvíhneppt jakkaföt voru hans einkennis-
merki. Þegar kemur að jakkafötum myndi ég
segja að dökkblá föt séu fjölhæfust og mest
tímalaus, þ.e. þau fara aldrei neitt og haldast
alltaf í stað. Kostirnir eru þeir að þér er frjálst
að nota jakkann stakan sem blazer. Þar að
auki geta þau þjónað sem dökk föt þegar
að svo ber undir t.d. í jarðarförum, en
líka verið sumarleg og björt ef þau
eiga að þjóna sem slík, þetta er allt
spurning um aukahlutina sem þú
notar. Þannig nýtast dökkblá jakka-
föt á sem flesta vegu, fyrir mann sem
að á ekki jakkaföt fyrir þá myndi ég
klárlega byrja á þessum lit.
Hérna er ég að vinna með frekar
klassískan stíl innblásinn af átt-
unda áratugnum og Wall street.
Ég vel mér teinótt blá föt með að-
eins meiri smáatriðum heldur en
þessi venjulegu bláu jakkaföt. Svo-
kallað „three piece“ (jakki,buxur
og vesti). Jakkafötin eru frá Van-
Gils. Við þetta klæðist ég skyrtu frá
Stenströms, einstaklega þægilegar og
vandaðar skyrtur úr tvíofnum súper-
bómul. Skórnir eru ljósbrúnir svokall-
aðir wing-tips skór, en það heiti kemur
frá mynstrinu sem er að finna á tánni á
skónum, þessir eru frá Hugo Boss. Að
lokum skreyti ég mig með stríp-
uðu háskólabindi frá Ralph Laur-
en og vasaklút frá sama merki.
Þumalputtaregla: Haltu þig frá samlituðum
pökkum með einlitum bindum og vasaklútum.
Fallegt er að hafa vasaklútinn í stíl við bindið
upp að vissu marki, á myndinni er ég t.a.m. að
einblína á litinn í strípunum á bindinu í stíl við
klútinn, en ekki allt bindið sjálft.“
Skórnir:
„Þessa dagana er ég mikið
í uppháum wing-tip
skóm sem henta
vel sem vetrarskór
og halda frosti og
snjó frá. Verandi uppháir
henta þeir vel til hvers-
dagsbrúks en eru þann-
ig í laginu að þeir henta líka
beint í partýið, svokallað „smart-casual lúkk.“
Ég mæli með skóm frá Barker, en allt frá þeim er
handsmíðað frá grunni og aðeins úr gæða-
leðri. Þegar kemur að spariskóm vel ég
mér svokallaða monk-strap skó, en
það heiti kemur frá evrópskum
munkum sem klæddust leður-
skóm með beltum á í stað reima.
Þessir sem ég er í hér eru einn-
ig frá Barker.“
Jólagjöfin fyrir hann:
„Ég mæli með B edale
jakkanum frá Barbour en
sá jakki er lífstíðareign og
fjárfesting út af fyrir sig. Ég á
einn slíkan og fer vart úr honum,
enda ver hann mig frá veðrum
og vindum og svo þar að auki er hann einnig
klassískur og tímalaus í útliti. Einnig getur verið
klassískt að gefa undirföt og sokka, ég mæli
með micro fiber nærbuxunum frá Ralph Lauren
sem eru einstaklega þægilegar. Fyrir herra-
manninn sem er annt um útlit sitt og
framkomu getur einnig verið sniðugt
að bregða aðeins út af vananum og
gefa honum áskrift af GQ tímaritinu
fornfræga og vinsæla.“
Aukahluturinn:
Aukahlutir geta hreinlega búið til út-
litið. Rúsínan í pylsuendanum, kirsuberið
á rjómanum og fleiri aðrir frasar. Skartgripir
tíðkast ekki mikið hjá karlmönnum fyrir utan
giftingahringi eða einstaka hálsmen. Herraúr
eru þó skartgripur sem herramenn geta borið
með sæmd og er alltaf fallegt.
Klæðistu jakkafötum eða blazer
er alltaf fallegt að skreyta sig
með vasaklút eða hálstaui,
hvort sem þú velur þér hið
klassíska bindi eða slaufu,
þó mæli ég með því
fyrrnefnda. Ef þú velur
slaufu á annað borð
passaðu að hún sé sjálf-
hnýtt. Reyndu að forðast
forhnýttar slaufur, það
gildir það sama um þær
og smellubindi. Sé kalt
í veðri er alltaf fallegt að
nota trefil og leðurhanska.“
Dressið:
Um daginn fékk ég þennan gullfal-
lega samfesting sem er úr nýrri fata-
línu sem var að fara í sölu í Gallerí
Sautján, Edda x Moss, og ætla ég að
vera í honum um jólin. Ég para hann
svo við svartan blúndubol úr sömu
línu og svarta hæla.
Jólahittingur með vinunum:
Þegar við vinkonurnar hittumst
þá erum við alltaf heima hjá
einhverri og komumst því
upp með að klæðast eitt-
hverju þægilegu. Þá enda
ég langoftast í síðri prjóna-
peysu við rifnar svartar
gallabuxur og svört ökla-
stígvél.
Sparikjólinn:
Ég er ein af þeim sem vel
einfaldleika og þægindi
yfir allt annað þegar
ég klæði mig fínt og eru
samfestingar og lausir kjólar í
miklu uppáhaldi.
Skórnir:
Uppáhalds vetrarskórnir mínir eru
Timberland og var ég að næla mér
í svart par fyrir veturinn - þeir eru
langbestir í snjónum og slabbinu.
Fyrir fínni tilefni eru ökla-
stígvél úr línunni hennar
Camilla Pihl fyrir Bianco í
miklu uppáhaldi og einnig
upphá stígvél úr Zara.
Aukahluturinn:
Ég er ekki mikið fyrir auka-
hluti en ég er að elska „jewe-
led chokers” núna.
Ég nældi mér í eitt
slíkt fyrir jólin sem
ég gæti notað við
Eddu x Moss kjólinn minn.
Jólagjöfin fyrir hana:
Persónulega finnst mér
alltaf gaman að fá dekur
í gjöf og þá sérstaklega
í nudd eða andlitsbað.
Fleur De Parfum ilmur-
inn frá Chloé er í uppá-
haldi hjá mér og tel ég
að hann muni slá í gegn
ásamt Andlit förðunarbók-
inni og húfu frá Feld Verkstæði.
Hvað er inni? Stórar prjónapeysur -
upphá stígvél - síðar kápur.
Hvað er úti?
Að vera illa klæddur á veturna.
Jólafötin:
FYRIR HANN
Njarðvíkingurinn Bjarki Már Viðarsson er gjarnan flottur í tauinu. Hann er hrifinn af klassískum herrafatnaði sem
stenst tímans tönn. Bjarki fór yfir það hvernig karlpeningurinn getur komist hjá því að fara í jólaköttinn þetta árið.
Jólafötin:
FYRIR HANA
Alexsandra Bernharð er 24 ára tískubloggari úr Keflavík sem heldur úti vefsíðunni Shades of style. Hún er viðskipta-
fræðingur og starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Alexsandra ætlar að klæðast Edda x Moss samfesting um jólin en hún
velur einfaldleika og þægindi yfir hátíðarnar.