Víkurfréttir - 15.12.2016, Qupperneq 21
21fimmtudagur 15. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR
Innihald:
· 100 gr vegan smjör
(Fæst í Hagkaup og heitir Earth Balance)
· 1/2 til 1 laukur
· 200 gr frosin villisveppablanda
· 250 (1 pakki) sveppir
· hveitiblanda
(2 kúfullar msk hveiti + 1 dl vatn hrisst saman)
· 1 til 2 greinar ferskt timian
· 1 tsk þurrkað timian
· salt og pipar
· 1 sveppateningur
· 1 til 2 tsk grænmetiskraftur
· 250 ml vatn
· 750 ml Oatly haframjólk (Oatly vörurnar fást í Krónunni)
· 500 ml (tvær fernur) Oatly hafrarjómi
Aðferð:
1. Leyfið frosnu sveppunum að þiðna í nokkrar mínútur.
Skerið þá svo niður ásamt fersku sveppunum og saxið
laukinn.
2. Bræðið smjörið í potti og bætið sveppunum og
lauknum saman við. Steikið við lágan hita í dágóðan tíma
eða í u.þ.b. 15 mínútur.
3. Nýtið tímann á meðan til að sjóða vatn í katli eða í
öðrum potti. Þetta er ekki nauðsynlegt en okkur þykir
gott að búa til grænmetissoð
með því að sjóða vatn, hella því í
skál og leyfa kraftinum að leysast almennilega upp í því
áður en við hellum því út í pottinn með sveppunum.
4. Hristið saman hveitiblönduna þar til engir kekkir eru
eftir. Okkur þykir fínt að nota sultukrukku í verkið því þá
er engin hætta á að þetta hristist upp úr. Hellið blöndunni
hægt út í og hrærið vel í á meðan.
5. Hellið grænmetissoðinu út í, 50 ml í einu, og hrærið
vel í á meðan svo ekki myndist kekkir í súpunni. Leyfið
suðunni svo að koma upp og hellið síðan mjólkinni út í.
6. Látið súpuna malla í 15 til 20 mínútur áður en rjóminn
fer út í. Á þessu stigi er fínt að smakka súpuna og sjá
hvort meira vanti af kryddi.
7. Hellið hafrarjómanum út í, látið suðuna að koma upp,
slökkvið undir og berið fram.
8. Ef gera á súpuna daginn áður, líkt og við gerum til
dæmis oft á jólunum, er fínt að geyma það að setja rjóm-
ann út í þar til hún er hituð upp rétt áður en á að borða
hana.
9. Það má auðvitað mauka súpuna með töfrasprota ef fólk
vill en við kjósum að gera það ekki.
Steikin er elduð í ofni eftir leiðbeiningum á pakkanum.
Hún fæst frosin í Hagkaup í ýmsum gerðum en Smokey
Forager‘s Roast finnst mér mjög góð.
Fylltir sveppir hráefni:
15 stórir sveppir
Fylling:
230 gr kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 1 klukkutstund
2 hvítlauksgeirar
1 msk sítrónusafi
1 msk dijon sinnep
220 ml basilikulauf (ekki þjöppuð)
3 msk næringarger
1 tsk salt og pipar
1/2 tsk laukduft (onion powder)
1/2 dl vatn
Fylltir sveppir aðferð
Skerið stilkana af sveppunum (ekki henda þeim, þið notið
þá í sósuna) svo það myndist holrúm í þeim og leggið til
hliðar á bakka.
Takið fram matvinnsluvélina og setjið kasjúhneturnar í.
Bætið við hráefninu í fyllinguna, vatnið síðast og hellið
vatninu hægt og rólega út í á meðan matvinnsluvélin er
í gangi.
Þegar fyllingin er orðin frekar mjúk þá setjið hana ofan í
sveppina.
Best er að grilla sveppina stutt á miðlungshita en hægt að
setja í ofn á grillstillingu í smá tíma og þeir verða tilbúnir
þegar fyllingin er orðin aðeins brún ofan á.
Sveppasósa hráefni:
400-560 ml kókosmjólk
2 1/2 dl kasjúhnetur
2 msk næringarger
1/2 tsk hvítlaukskrydd
1 tsk reykt paprikukrydd
salt og pipar eftir smekk
bas i l ikukr ydd e f t i r
smekk*má sleppa
1/2 saxaður laukur
2-3 dropar af tabasco
6-8 litlir sveppir og stilk-
arnir sem ekki voru notaðir
þegar verið var að gera fylltu
sveppina.
1 sveppateningur
Hvítlauksolía við steikingu á sveppunum.
Sveppasósa aðferð:
Byrjið á því að saxa sveppina og laukinn og steikja á
pönnu upp úr hvítlauksolíu, bætið salti og pipar við.
Hellið 400ml af kókosmjólkinni í blandara, takið vatnið af
kasjúhnetunum og bætið þeim í blandarann með kókós-
mjólkinni, blandið vel þar til engir kögglar eru eftir.
Setjið kókosmjólkina í pott með blönduðu kasjúhnet-
unum og bætið öllum kryddunum við, sveppateningnum
og tabasco sósunni.
Sveppunum og lauknum bætt út í og látið malla, mjög
gott að setja olíuna frá steikingunni með í sósuna.
Ef sósan er of þykk, þá er gott að bæta 160 ml sem eftir er
af kókosmjólkinni og/eða þynna með smá vatni.
Smakkið til og kryddið meira ef ykkur finnst vanta. Mér
fannst mjög gott að bæta smá rifsberjasultu í sósuna en
það er algjört smekksatriði.
Sætkartöflumús hráefni og aðferð:
2 miðlungs stórar sætar kartöflur
1 dl sæt sojamjólk
Skerið sætu kartöflurnar, takið hýðið af og sjóðið.
Þegar þær eru tilbúnar þá stappið þær vel og vandlega
með kartöflustöppu og bætið sojamjólkinni hægt við,
ekki setja alla mjólkina í einu. Það fer eftir stærð kart-
aflanna hvað þarf mikið svo þið verðið að meta það sjálf.
Salt og sykur eftir smekk en farið varlega með sykurinn
þar sem sojamjólkin er sæt fyrir.
Eftirrétturinn er hreinlega bara keyptur út í búð. Mikið
úrval er til af vegan ís, til dæmis í Hagkaup og Krónunni.
Mínir uppáhalds ísframleiðendur eru Coconut Bliss og
Ben&Jerry‘s, og þá er ég að sjálfsögðu að tala um vegan
ísinn þeirra.
Forréttur
Villisveppasúpa
(Fengin af heimasíðunni veganistur.is)
Aðalréttur
Steik frá Field Roast
með sveppasósu, fylltum sveppum og sætkartöflumús
(fengið af thebrokevegans.wordpress.com)
Eftirréttur
Gómsætur vegan ís
LAUS STÖRF
Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er
komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki.
Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex
mánuði.
Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef
Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða
beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/
storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um
auglýst störf.
VELFERÐARSVIÐ
FRÆÐSLUSVIÐ
HOLTASKÓLI
HEIÐARSKÓLI
HEIÐARSKÓLI
Umönnun á heimili fatlaðra barna
Sálfræðingur í 50% starfshlutfall
Staða kennara
Íslenskukennari
Náttúrufræðikennari
VIÐBURÐIR
FJÖLBREYTTIR JÓLATÓNLEIKAR
Jólatónleikaröð Tónlistarskóla Reykjanesbæjar stendur nú
yfir og lýkur að kvöldi þriðjudagsins 20. desember. Nánar í
Tónvísi á vefsíðu skólans, tonlistarskoli.reykjanesbaer.is og á
skrifstofu í síma 420-1400. Aðgangur á tónleikana er ókeypis
og allir velkomnir. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi miðviku-
daginn 4. janúar 2017.
JÓLASKÁKMÓT SAMSUÐS OG KRAKKASKÁKAR
Mótið verður haldið laugardaginn 17. desember kl. 13:00 -
16:00 í Gerðaskóla Garði. Glæsilegir happdrættisvinningar
í mótslok. Keppt verður í fjórum flokkum, drengir og stúlkur
7-10 ára og 11-16 ára. Skráning á fjorheimar.is
BRÉFAMARAÞON AMNESTY INTERNATIONAL
Bréf til bjargar lífi í Bókasafni Reykjanesbæjar til 17. desember.
Reykjanesbær, óskar eftir tilboðum í verkið.
Fráveita leidd úr Helguvíkurhöfn 2017.
Verkið felst í uppgreftri, klapparvinnu, söndun, lagningu hol-
ræsa, þverun brimvarnargarðs og frágangsvinnu ýmiskonar.
Verk þetta skal unnið frá 1. febrúar 2017 til 1. júlí 2017
Helstu magntölur eru eftirfarandi:
Skurðgröftur 373m
Sjóvarnargarður fjarlægður 1.285m³
Fleygun á klöpp 256m
Fylling í skurði 373m
Sjóvarnargarður endurgerður 1.285m³
Fráveitulagnir Ø600 456m
Fráveitulagnir Ø630 30m
Steyptar sökkur í sjó 10 stk
Steyptur lagnastokkur 60m
Útboðsgögn verða afhend á geisladisk á skrifstofu Verkfræði-
stofu Suðurnesja, Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ.
Tilboð verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 10. janúar 2017, kl. 11:00.
Umhverfis- og skipulagssvið
Reykjanesbæjar
ÚTBOÐ