Víkurfréttir - 15.12.2016, Qupperneq 37
37fimmtudagur 15. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR
S TA R F S S T Ö Ð :
K E F L AV Í K U R F L U G V Ö L L U R
U M S Ó K N I R :
I S AV I A . I S/AT V I N N A
U M S Ó K N A R F R E S T U R :
2 2 . J A N Ú A R , 2 0 1 7
V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I
A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ?
F L U G V E R N D
Helstu verkefni eru vopna- og öryggisleit, eftirlit í flugstöð og á flughlöðum
á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir starfsfólki í hluta- og heilsdagsstörf en um
er að ræða vaktavinnu. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í apríl og maí.
Við bjóðum upp á fríar rútuferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu fyrir
starfsmenn sem þurfa á því að halda.
Hæfniskröfur:
• 18 ára aldurstakmark
• Gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði rituðu og mæltu máli
• Rétt litaskynjun
• Lágmark tveggja ára framhaldskólanám eða sambærilegt
• Hæfni í mannlegum samskiptum og framúrskarandi þjónustulund
Allir umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að sækja undirbúningsnámskeið í tíu virka daga
áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðs. Einnig þurfa umsækjendur að
standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.
Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af
góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið.
Nú vantar okkur fleiri til að vera hluti af góðu ferðalagi með okkur.
Isavia hlaut gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC 2015 og 2016.
Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins
sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls
án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Arnar starfar við flugvernd á Keflavíkur-
flugvelli. Hann er hluti af góðu ferðalagi.
Jólabíómyndin sem
kemur þér í skapið?
Miracle on 34th street frá árinu 1947.
Sendir þú jólakort eða
hefur Facebook tekið yfir?
Ég hef aldrei sent jólakort sjálf þannig
að ég myndi ekki segja að Facebook
hafi tekið yfir.
Ertu vanafastur um jólin, eitthvað
sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Já, ég hef alltaf keypt mér jólanáttföt
sem ég sef í á Þorláksmessunótt. Svo
rífumst við systur um að vaska upp
Mávastellið eftir matinn. En svo eru
spilakvöld með fjölskyldu og vinum,
jólaboðin, jólamaturinn og Nóa Siríus
konfektið er allt mjög mikilvægt.
Eftirminnilegasta jólagjöf
sem þú hefur fengið?
Ég er ein af fjórum systrum og eitt árið
fengum við allar mjög fallegar gærur.
Þetta var áður en gærur urðu vinsælt
punt þannig okkur brá öllum mjög
en gefandinn vissi greinilega í hvað
stefndi í tískubylgjunni, við hlógum
okkur máttlausar yfir þessu fyrst en
í dag er þetta í stofunum hjá okkur
öllum og við erum rosa ánægðar með
þessa gjöf.
Er eitthvað eftirminnilegt í huga
þér frá yngri árum þínum á jólum?
Það er efst í huga hvað það var gaman
þegar við systurnar vorum allar saman
að spila og kúra yfir jólaskrípóinu í
jólalandinu sem mamma býr alltaf til
heima.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Í aðalrétt verður hamborgarhryggur
með öllu tilheyrandi.
Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Ekki fyrr en bjöllurnar hringja kl. 18 á
aðfangadagskvöld.
Hefur þú verið eða gætir þú hugsað
þér að vera erlendis um jólin?
Já, hef verið erlendis og gæti alveg
hugsað mér að gera það aftur.
Hvernig brástu við þegar þú komst
að leyndarmálinu um jólasveininn?
Viðbrögðin voru ekki mikil, ég þóttist
trúa lengi vel eftir að leyndarmálinu
var uppljóstrað fannst það réttlátt því
mamma plataði mig svo lengi.
Áttu þér uppáhalds jólaskraut?
Ég held að George Jensen skrautin
sem fara á jólatré séu í uppáhaldi,
finnst þau svo hátíðleg og eru ein
fyrsta minning mín frá jólum en Ásta
frænka, amma og afi hafa verið dugleg
að gefa okkur barnabörnunum skraut
og óróa.
Hvernig verð þú jóladegi?
Ég fer í jólaboð til ömmu og afa í
Reykjavík og hitti þar alla föðurfjöl-
skylduna.
Jólaspjall:
Rifist um uppvask
á mávastellinu
Sigrún Björnsdóttir er 22 ára Keflavíkurmær
og vinnur í Arion banka á Keflavíkurflugvelli.
Jólin eru komin hjá henni klukkan 18 á aðfanga-
dag þegar klukkurnar hringja. Georg Jensen
jólaskrautið er í uppáhaldi og í aðalrétt á að-
fangadag er hamborgarahryggur.
Föstudaginn 16. desember.
Samkomuhúsinu í Garðinum.
Á boðstólnum verður meðal annars saltfiskur, plokkfiskur, siginn
fiskur að ógleymdri skötunni ásamt tilheyrandi meðlæti.
Verðinu er stillt í hóf og kostar aðeins 3000 kr. á manninn.
Opið er í hlaðborðið frá kl. 11:30 - 13:30
og frá kl. 18:00 – 20:00.
Borðapantanir fyrir stærri hópa
hjá Gullý á netfangið gullysig@simnet.is
SKÖTUHLAÐBORÐ VÍÐIS
2016
Skafmiðaleikur Víkur
frétta
og verslana á Suðurne
sjum
2016
Skafmiðaleikur Víkur
frétta
og verslana á Suðurne
sjum
2016
Skafmiðaleikur Víkur
frétta
og verslana á Suðurne
sjum
2016
Skafmiðaleikur Víkur
frétta
og verslana á Suðurne
sjum
NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA
Jólalukku miðum í Nettó því það verður dregið 21. og 24. des.
„Ég hef alltaf keypt mér jólanáttföt sem ég sef í á Þorláksmessunótt“