Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Page 42

Víkurfréttir - 15.12.2016, Page 42
42 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Þórey Kristín Sveinsdóttir Get núna aðstoðað börn- in í náminu ■ Þegar ég hóf nám við MSS gerði ég það fyrir sjálfa mig til að auka sjálf- traust mitt og efla þekkingu mína. Eftir þennan vetur er ég fær um að aðstoða krakkanna mína, sem eru á öllum skólastigum, við nám og það sem fylgir því. Að vera í fjarnámi er ekki auðvelt en með skipulagningu, góðum kenn- urum og upplýsingum á milli skóla og nemenda eru okkur allar leiðir færar. Sindri Heiðarsson Hefur gengið vel með sjó- mennskunni ■ Til að byrja með var ég ekki viss um hvort að það gengi upp að vera í skóla á sjó. En svo var bara að henda sér af stað og allt hefur gengið vonum framar. Allir starfsmenn MSS koma svo mikið til móts við þarfir mínar að hálfa væri nóg. Ég er að róa í skiptakerfinu 3-1 og hef aldrei þurft að taka auka frí túr til að sinna náminu. Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Háskólanna eða fyrir nemendur sem stefna á frek- ara iðnnám. Markmið með námsleið- inni er meðal annars það að veita full- orðnum námsmönnum tækifæri til að ljúka almennum bóklegum greinum á stuttum tíma og taka þannig fyrstu skrefin að frekara námi. Rúmlega 420 nemendur hafa lokið námsleiðinni hjá MSS og hefur stór hluti nemenda haldið áfram í meira nám. Menntastoðir hafa reynst mörgum fullorðnum námsmönnum stuðningur og hvati til þess að halda áfram í námi, til dæmis á háskólabrú Keilis og svo í háskólanámi. Nemendahópur Menntastoða er fjöl- breyttur og á öllum aldri. Fólk með mismunandi bakgrunn og reynslu. Sjómenn, atvinnumenn í fótbolta, nemendur með erlendan bakgrunn svo eitthvað sé nefnt. MSS hefur verið leiðandi í Fjarnámi í Menntastoðum og þjónustar nem- endur af öllu landinu og þá sem búa erlendis. Í janúar fer af stað nýr hópur í fjar- námi Menntastoða. Námið er 10 mánaða langt og metið til allt að 50 eininga. Kennsla fer fram á netinu en boðið er upp á staðlotur á sex vikna fresti. Þetta fyrirkomulag getur verið frá- bær lausn fyrir þá sem eru í vinnu en hyggja á frekara nám. Miðað er við lotukennslu og því er eitt fag kennt í einu en námstækni dreifist á báðar annirnar. Opið er fyrir skráningar í fjarnám sem hefst í janúar 2017. Meira en 400 manns hafa farið í fjarnám ●● í●Menntastoðum●hjá●MSS Rúrik Gíslason Frábær tilfinning ■ Ég lauk við fjarnám frá Mennta- stoðum fyrir tveimur árum og til- finningin að ná þeim áfanga var frá- bær. Fjarnámið frá Menntastoðum er vel sett upp, viðmót kennara og starfsmanna skólans var gott og greinilegt er að lagt er upp með að hafa hvetjandi áhrif á nemendur sem byggir upp sjálfstraust í námi, sem að skilar svo betri námsárangri. Námið í Menntastoðum er frábær grunnur fyrir næstu námsskref og fann ég hvað það kom sér vel að hafa farið í Menntastoðir þegar ég hélt námi mínu áfram eftir útskrift. Með jákvæðu hugarfari, skipulagningu og metnaði tókst mér að ljúka við námið á tilsettum tíma, þrátt fyrir búsetu erlendis og annir í vinnu. Fyrirlestrar og beinar útsendingar frá vinnuhelgum eru eins og best verður á kosið þannig að nálægðin við námið er töluverð þó svo að fjar- lægðin frá skólanum sé mikil. Ég get svo sannarlega mælt með fjarnámi Menntastoða og efast ég ekki um að framtíðarnemendur skólans munu deila sömu skoðun og ég. DRAUMALAND TJARNARGÖTU 3, 421-3855  VIÐ ERUM Á FACEBOOK. Jólin ERU MÆTT Í DRAUMALAND. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM.  METTE DITMER - JUST JELLYBEAN - ÍSLENSK HÖNNUN. FALLEGAR LEIÐISGREINAR OG LEIÐISVENDIR. OPIÐ ALLA DAGA VIKUNAR Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbæ | www.siraf.is | Si01@simnet.is | Sími: 421 7104 Jólagjöfina færðu hjá okkur

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.