Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Side 6

Víkurfréttir - 22.12.2016, Side 6
6 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Óskum bæjarbúum gleðilegra jóla með ósk um friðsæla jólahátíð og farsælt komandi ár Þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Fálkavöllur 7 - 235 Keflavíkurflugvelli - Sími 420 0700 - www.airportassociates. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykja- nesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www. vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. STARFSSTÖÐ HRINGRÁSAR HELGUVÍK MUN LOKA UM ÁRAMÓT Viðskiptavinir velkomnir í Klettagarða 9. Gleðilegt ár og þökkum viðskiptin á árinu. Þ egar horft er upp í stjörnuhimininn sækir sú hugsun að okkur, hvort líf sé að finna einhvers staðar í þeim ómælisvíddum sem þar mæta augum okkar. Horfir ekki hvelfingin til baka á okkur eins og vera með þúsund augu? Er einhver þarna úti sem spyr sig sömu spurninga? Þrátt fyrir alla þekk- ingu okkar vitum við ekki enn hvort líf sé að finna víðar en á þessari plánetu – en spurningin lætur okkur ekki í friði og enn leitum við. Af hverju? Jú, vegna þess að þrátt fyrir stærðirnar, fjöldann, aflið og furðurnar sem blasa við augum okkar er ekkert eins merkilegt og lífið Á jólahátíðinni fyrstu fengu hirðarnir óvænta heimsókn – ef til vill úr fjarlægum kimum alheimsins eða jafnvel ein- hverjum öðrum víddum tilverunnar. Boðskapurinn sem gestirnir færðu hirðunum var sá að nýtt líf væri komið í heiminn: „Yður er í dag frelsari fæddur.“ Heimurinn varð aldrei samur, því lífið breytir öllu. Frelsari sá sem fæddist þessi fyrstu jól átti eftir að hafa mikil áhrif og fylgjendur hans halda heilög jól í minn- ingu fæðingar hans. Jólin eru hátíð lífsins. Þau fjalla um dýrðina sem lífinu fylgir. Með þeim hætti birtist hinn almáttugi Guð sem lítið barn, eins og Einar í Heydölum lýsir þessum atburði: Fjármenn hrepptu fögnuð þann, þeir fundu bæði Guð og mann, í lágan stall var lagður hann, þó lausnarinn heimsins væri. Sá sem þar kom í heiminn starfar enn og lifir enn. Hann er sá sem lét dauðann lúta í lægra haldi fyrir lífinu. Hann minnir okkur enn á undur lífsins og það hversu ríkar skyldur við berum gagnvart því. Sjálfur sagðist hann mæta okkur í okkar minnsta bróður – og einmitt þannig mætum við honum hvað eftir annað. Boðskapurinn er sá sami. Jafnvel þegar lífið er umkomu- laust í smæð sinni og hverfulleik er það ríkulegri vottur um sköpun Guðs en stærstu furður alheimsins. Erla Guðmundsdóttir Sóknarprestur í Keflavíkurkirkju JÓLAHUGVEKJA ERLU Horft til himins LAUS STÖRF Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/ storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. VELFERÐARSVIÐ FRÆÐSLUSVIÐ HOLTASKÓLI AKURSKÓLI AKURSKÓLI Umönnun á heimili fatlaðra barna Sálfræðingur í 50% starfshlutfall Staða kennara Skólaliði Kennari í íslensku og samfélagsfræði VIÐBURÐIR OPNUNARTÍMI YFIR JÓL OG ÁRAMÓT Ráðhús -þjónustuver og bókasafn Lokað 24.-26. desember Opnar kl. 10:00 27. desember Lokað 31. desember-2. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími. Íþróttamiðstöð Njarðvíkur Opið 23. desember til kl. 13:00 Lokað 24.-26. desember Lokað 31. desember og 1. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími. Sundmiðstöð/Vatnaveröld Opið 23. desember til kl. 16:00 Lokað 24.-26. desember Opið 31. desember til kl. 11:00 Lokað 1. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími. Duus Safnahús og Rokksafn Lokað 24. og 25. desember Lokað 31. desember og 1. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími. Gleðilega hátíð! Ég ætla að muna eftir ykkur á jólunum Þetta voru orð frú Ásu Olavsen þegar hún kvaddi börnin í Keflavík sem hún hafði boðið til veislu heim til sín, í fínasta hús bæjarins, Fischershús, einn fagran sumardag. Frú Ása var eiginkona Ólafs Olavsens forstjóra og með- eiganda Duusverslunar í kringum aldamótin 1900. Frú Ása stóð við sitt. Frá þessum tíma stóð Duusverslunin fyrir glæsilegum jólatrésskemmtunum í Bryggjuhúsinu um 20 ára skeið. Þarna komu saman öll börn bæjarins og úr nágrannabyggðum, allt upp undir 300 börn og sáu þá mörg þeirra jólatré í fyrsta sinn. Skemmtunin hófst seinni partinn og stóð fram undir miðnætti. Dansað var í kringum jólatréð, söngvar sungnir og veitingar reiddar fram. Um miðnættið tók fullorðna fólkið við og skemmti sér fram eftir nóttu. Ljóst er að þessar skemmtanir hafa verið mikil upplyfting á þessum tímum þegar Keflavík var bara lítið, fátækt þorp og fátt um að vera. Kannski hafa þær haft svipað gildi og Ljósanótt fyrir okkur í dag. Í desember var litið til baka og þessi aldargamli við- burður rifjaður upp með jólatrésskemmtun í Bryggju- húsinu. Þessi mynd var tekin þar á aðventunni.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.