Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Page 12

Víkurfréttir - 22.12.2016, Page 12
12 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR GEFÐU GÓÐA GJÖF UM JÓLIN Oakley bretta- og skíðagleraugu, margar gerðir, frá kr. 7.800 Oakley bretta- og skíðahjálmar, margir litir, frá kr. 25.900 Ný og glæsileg Krambúð þar sem áður var Samkaup Strax verslun að Hringbraut 55 í Reykjanesbæ hefur verið opnuð. Er þetta þriðja Krambúðarverslunin á landinu sem Sam- kaup opnar, en hinar eru við Skólavörðustíg í Reykjavík og á Húsavík. Krambúðin verður opin allan sólarhringinn og er verslun sem býður upp á það nauðsynlegasta í matvöru með mikla áherslu á að leysa þarfir viðskiptavina sem eru á hraðferð eða vilja versla þegar aðrar verslanir hafa lokað. Lagt er upp með að viðskiptavinir geti orðið sér út um þær vörur sem þarf til heimilisins hverju sinni á hagstæðu verði. Fyrir fólk sem vantar skyndilausnir þá verður boðið uppá bakað á staðnum, tilbúna rétti, samlokur, tilbúin salöt, Take-Away kaffi o..fl. o.fl. Krambúðin Hringbraut verður eins og áður segir opin allan sólarhringinn og kemur þannig til móts við þá sem eru á ferðinni utan hefðbundins opnunartíma matvöruverslana. Verslun í 60 ár í húsinu Opnunardagur Krambúðarinnar er sérstakur en sama dag, 15. desember, voru liðin 60 ár frá opnun verslunar í húsinu. Um var að ræða fyrstu sjálfsafgreiðsluverslunina á Suður- nesjum að sænskri fyrirmynd. Áður hafði það tíðkast að kaupmaðurinn stæði fyrir aftan búðarborðið og sækti vör- urnar sjálfur. Það þótti því nýstárlegt að viðskiptavinurinn gæti sjálfur sótt vörurnar í innkaupakörfuna. Þótti sumum þessi aðferð vafasöm. Verslunin hét fyrstu árin Kjörbúðin en það nafn hefur nú verið tekið upp aftur á keðju verslana í eigu Samkaupa. Verslunarhúsnæðið var stækkað árið 1976 og nafnið Sparkaup tekið upp um leið og versluninni breytt í lágvöruverðsverslun. Verslunin bar nafnið Sparkaup þar til hún fékk nafnið Samkaup Strax. Nú hefur verslunin við Hringbraut gengið í gegnum mikla endurnýjun, hún verið minnkuð um 100 fermetra og opnuð allan sólarhringinn með breyttum áherslum eins og rakið er hér að framan. Opið allan sólarhringinn Í NÝRRI KRAMBÚÐ Starfsfólk Sparkaupa árið 1978.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.