Víkurfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 34
34 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR
Páll Orri Pálsson
pop@vf.is
Unnar Már Unnarsson er 21 árs
Keflvíkingur sem stundar nám við
skandinavíska Osteopataskólann í
Svíþjóð og er að læra að verða osteo-
pati. Hann hefur alltaf haft mikinn
áhuga á líkamanum og heilsu en þegar
hann fór til Péturs Péturssonar heitins
sem hjálpaði honum í gegnum meiðsli
kviknaði áhuginn á náminu. Fjórir
aðrir Suðurnesjamenn eru í sama
námi í skólanum. Námið fer fram eina
viku í mánuði í Svíþjóð í 5 ár en sam-
hliða því sinnir hann heimanámi á
Íslandi.
„Ég hef alltaf haft ótrúlega mikinn
áhuga á líkamanum, líkamsrækt og
heilsu yfir höfuð og svo hefur maður
náttúrlega verið að spila fótbolta frá
því maður byrjaði að standa í lapp-
irnar, og þeir sem eru í boltanum vita
vel að því geta fylgt meiðsli. Ég var svo
ótrúlega heppinn að vera einn af þeim
sem fékk að kynnast hinum elsku-
lega Pétri Péturssyni sem við könn-
umst öll við af Suðurnesjum og hann
hjálpaði mér rosalega mikið þegar ég
var að glíma við meiðsli. Það var þá
þar sem ég fékk mikinn áhuga á að
verða osteopati, þegar ég sá að hann
hafði nánast alltaf svör við öllu. Hann
náði einhvern veginn alltaf að koma
mér á völlinn aftur með ótrúlegustu
aðferðum sem er einmitt það sem
osteopatar hafa oftast fram yfir aðra
í þessum bransa, mjög mikið af að-
ferðum til að laga fólk. Ég hafði það
alltaf á bak við eyrað að ég vildi verða
osteopati í framtíðinni þar sem ég
hafði mikinn áhuga en á þessum tíma
var ég bara ennþá í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja. Ég lét svo loksins verða af
því eftir að hafa tekið eina önn í við-
skiptafræði í Flórída í byrjun árs þar
sem ég var engan veginn að fíla mig,“
segir Unnar.
Það reynir mikið á skipulag og sjálf-
saga í þessu námi þar sem stór hluti
þess fer fram á Íslandi í heimanámi
en mastersnámið tekur fimm ár og
saman stendur af níu önnum. Námið
er nokkuð dýrt en önnin kostar eina
milljón króna. Með Unnari í náminu
eru fjórir ungir Suðurnesjamenn.
„Það er ótrúlegt að segja frá því en
við sóttum öll um þetta nám án þess
að vita hvert af öðru. Það er þvílík
tilviljun að það séu eingöngu fjórir
íslendingar í þessum bekk sem við
erum í og að við séum öll frá Suður-
nesjum og þekkjumst mjög vel, sem er
náttúrlega bara stór plús.“
Unnar býr hjá keflvíska knattspyrnu-
manninum Elíasi Má Ómarssyni, leik-
manni IFK Gautaborg, þegar hann er
úti en aðrir leigja sér íbúð.
Er erfitt að fá starf sem
osteopati á Íslandi?
„Osteopatar starfa sjálfstætt eftir að
þeir útskrifast, svo að svarið er nei,
það er ekki erfitt að fá starf þar sem
flestir stofna bara sitt eigið fyrirtæki
og vinna sjálfstætt eða með öðrum
osteopötum. Það eru náttúrlega ótrú-
lega fáir osteopatar á Íslandi og tel
ég mikla þörf fyrir fleiri svo ég held
að það verði nóg að gera hjá manni
að loknu námi. Draumastarfið mitt
innan osteopatíunnar væri að vinna
með íþróttamönnum í fremstu röð.
Ég hef sjálfur verið í íþróttum allt
mitt líf og held að osteopatar eigi
eftir að koma enn meira inn í íþrótt-
irnar á næstunni og þá sérstaklega
hjá klúbbum og íþróttamönnum sem
spila í efstu deildum.“
Hann segir það skemmtilegasta við
námið að æfa sig í höndunum. Það
er mjög stór hluti af starfinu. Anat-
ómía er eftirlætis fagið þar sem hann
lærir um alla vöðva í líkamanum,
hvar þeir festast og hvernig þeir virka.
„Við lærum svo öll bein og hvernig
vöðvar og beinin vinna saman í að
halda okkur uppi og hreyfa okkur. Það
er allt kennt á latínu eins og oftast er
gert í anatómíu. Þar þarf að læra rosa-
lega djúpt inn á líkamann og öll kerfi í
honum til að verða sem bestur og geta
unnið vel með höndunum og hjálpað
fólki. Það virkar vel að vera í verk-
legum æfingum og bóklegum saman
sem gerir þetta ótrúlega skemmtilegt.
Það hjálpar mikið til þegar við erum
að fara yfir þungt efni að komast í
smá verklegar æfingar inn á milli, það
er bara algjörlega nauðsynlegt,“ segir
Unnar en honum finnst skemmtileg-
ast að ‘palpate-a’, en þá æfa nemendur
sig að finna vöðva á hver öðrum.
●● Reynir●á●skipulag●og●sjálfsaga
●● Nóg●að●gera●að●námi●loknu
●● Draumurinn●að●vinna●með●íþróttamönnum●í●fremstu●röð,●●
segir●Unnar●Már●Unnarsson.●Suðurnesjamenn●fjölmennir●í●Svíðþjóð.
Osteopatar
alltaf með svör
Sóley að athuga með vöðvann Psoas Major hja Unnari og er að losa um spennu þar.
Unnar að skoða hreyfigetuna á milli hryggjaliða í viktori.
Unnar og Emil á svokölluðum beinalager.