Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Síða 42

Víkurfréttir - 22.12.2016, Síða 42
42 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR H F IÐAVÖLLUM 6 - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 421 4700 - FAX 421 3320 Sendum Suðurnesja- mönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Sendum félagsmönnum og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarf á árinu sem er að líða. Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær Sími 420 2500 | www.skolamatur.is Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið? Love Actually er mitt uppáhald. Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir? Ég held enn í þann sið að senda jóla- kort. Þeim hefur þó fækkað með ár- unum, þar sem maður er í góðu sam- bandi við vini og ættingja á Facebook. Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf yfir hátíðirnar? Við hjónin höfum haft það fyrir sið að gera eitthvað með börnum og tengda- börnum um jólin. Hvort sem það er að fara út að borða saman eða bara í bíó. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Af jólagjöfum sem ég fékk sem barn stendur upp úr uppblásið Barbie sófa- sett og svefnherbergishúsgögn fyrir Sindy sem ég fékk frá eldri systkinum mínum. Þetta hafði verið á óska- listanum mínum allt árið. Sérstak- lega sófasettið fyrir Barbie. Það sem stendur upp úr seinni árin er hringur sem eiginmaðurinn gaf mér ein jólin fyrir ansi mörgum árum. Við vorum nýlega byrjuð að búa og engu eytt. Við höfðum ákveðið að sleppa jóla- gjöfum til hvors annars þetta árið en svo beið eftir mér óvænt jólagjöf undir jólatrénu. Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Jólabarnaefnið í sjónvarpinu allan daginn á aðfangadag, það var nú eitt- hvað góðmeti sem maður var ekki vanur. Þegar ég var barn (ekki svo langt síðan) var Stundin okkar á sunnudögum það eina sem var í boði. Nú, svo fékk maður nammi allan dag- inn eins og maður gat í sig látið. Mér fannst líka nauðsynlegt að öll systk- inin mín sem voru flutt að heiman kæmu í mat á aðfangadagskvöld til foreldra okkar, fannst ómögulegt að við Kristín systir værum bara tvær með gamla settinu. Eldri systkini mín voru auðvitað komin með börn og tóku því ekki alveg eins vel í hug- myndir mínar. Hvað er í matinn á aðfangadag? Eiginmaðurinn sér um að grilla humar í forrétt, við erum með ham- borgarahrygg í aðalrétt. Eftirrétturinn samanstendur af ís og heitri snickers- íssósu. Hvenær eru jólin komin fyrir þér? Ég ólst upp við það að setjast niður við matarborðið þegar að kirkjuklukk- urnar hringja inn jólin á Gufunni klukkan 18:00. Ég hef reynt að halda í þennan sið og þó að ég sé ekkert sérstaklega trúrækin eru jólin komin þegar ég heyri í kirkjuklukkunum í útvarpinu. Hefur þú verið eða gætir þú hugsað þér að vera erlendis um jólin? Ég hef aldrei verið erlendis um jólin og gæti ekki hugsað mér það eins og staðan er núna. En maður á aldrei að segja aldrei og ef það myndi gerast, yrði ég að hafa alla fjölskylduna með mér! Hvernig brástu við þegar þú komst að leyndarmálinu um jólasveininn? Þetta var að sjálfsögu mikið áfall. Við erum að tala um mikið leyndarmál sem var upplýst. Ég neitaði algerlega að horfast í augu við leyndamál sem lak út í Grunnskólanum í Njarðvík. Seinni árin hef ég svo komist að því að þetta er ekki alveg svona svart/hvítt. Ég hef nefnilega hitt nokkra jólasveina og segi því að þeir eru til. Áttu þér uppáhalds jólaskraut? Uppáhalds jólaskrautið mitt er jóla- skraut sem börnin mín hafa gefið okkur hjónunum. Aníta, dóttir okkar, hefur gefið okkur jólakúlur á tréð í jólagjöf undanfarin ár, sem ég held mikið upp á. Svo er það jólaengill úr gleri sem sonur okkar, hann Aron, gaf okkur eitt árið, hann var ekki nema 7 ára. Hann hafði safnað peningum fyrir gjöfinni og fór og keypti hana sjálfur. Á leiðinni heim rann þetta eitthvað úr höndunum á honum og engillinn brotnaði. Hann fór því aftur í búðina og ætlaði að kaupa annan en afgreiðslukonan ákvað að gefna honum bara annan engil. Þessa sögu sagði hann mér þegar ég opnaði pakk- ann og því finnst mér þessi gjöf inni- halda sannan jólaanda. Hvernig verð þú jóladegi? Þetta er dagurinn þegar maður borðar allan daginn og reynir að leggja sig á milli. Við höfum hitt fjölskylduna mína í hádegismat og svo hittist fjöl- skylda eiginmannsins um kvöld- matarleytið. Það er stundum gripið í borðspil á jóladagskvöld eða bara eytt kvöldinu í gott spjall. Mér finnst þetta dýrmætur tími og maður á að muna að njóta hans vel. Samveran er senni- lega eitt það besta sem hægt er að óska sér í jólagjöf. Ég sendi mínar bestu jólakveðjur til allra íbúa á Suðurnesjum. Megi nýja árið færa okkur öllum birtu og yl. Hefur hitt nokkra jólasveina Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, heldur enn í þann sið að senda jólakort en þeim hefur þó fækkað með tilkomu Facebook. Ein ef eftir- minnilegri jólagjöfum sem hún hefur fengið er uppblásið Barbie sófasett og hún segir að jólin komi þegar jólaklukkurnar klingi í „Gufu“ Rík- isútvarpsins klukkan sex á aðfangadag.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.