Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2016, Síða 52

Víkurfréttir - 22.12.2016, Síða 52
52 fimmtudagur 22. desember 2016VÍKURFRÉTTIR STÖRF HJÁ IGS DEILDARSTJÓRI FRÍLAGERS IGS ehf leitar að öflugum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf deildarstjóra Frílagers. HELSTU VERKEFNI: · Ábyrgð á daglegum rekstri frílagers · Birgðastýring · Áætlanagerð · Dagleg samskipti við viðskiptavini og stofnanir HÆFNISKRÖFUR: · Góð Excel og bókhalds þekking · Hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun · Góð íslensku-og enskukunnátta · Mikið frumkvæði og frjó hugsun · Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð · Útsjónarsemi og heiðarleiki. Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 6. janúar 2017 Í þessum þætti: Guðni Kjartansson Á tónleikum með Elízu Keflvískir bókaútgefendur Jólaball í Brygg juhúsinu í keflvískri knattspyrnu og árin með landsliðum Íslands GUÐNI KJARTANSSON & SUÐURNESJAMAGASÍN á Hringbraut fimmtudagskvöld kl. 21:30 Þátturinn er einnig á vf.is og kapalrásinni í Reykjanesbæ HORFÐU Í K VÖLD! Arís Eva Vilhelmsdóttir, 26 ára úr Reykjanesbæ, fæst við ýmis konar list- sköpun og hefur teiknað frá því hún man eftir sér. Síðasta sumar eignaðist hún sitt fyrsta barn og á síðustu vikum með- göngunnar velti hún því mikið fyrir sér hversu erfitt það er fyrir barns- hafandi konur að vera á flótta undan stríði. Hún ákvað því að teikna myndir af börnum, selja og láta ágóðann renna til Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Ég var eiginlega með börn á he i lanum á þessum tíma og lang- aði til að gera fallega seríu með teikningum af börnum. Mig langaði að gefa af mér til Uni- cef og reyna að hjálpa,“ segir hún. Markmiðið er að safna fyrir vatnsdælu sem kostar 52.540 krónur og nýta svo afganginn til að kaupa teppi, mat og bólusetningar. Arís teiknaði fjórar myndir og selur frumrit þeirra á 29.000 krónur og rennur sá ágóði óskiptur til Unicef. Eftirprentanir mynd- anna kosta 6.900 krónur. Ar ís verður á hár- greiðslustofunni Háráttu við Hafnargötu í Reykja- nesbæ á Þorláksmessu með myndirnar sínar. Veggmyndirnar er einn- ig hægt að nálgast á Fa- cebook-síðunni Studio Aris og á vinnustofu Sossu við Mánagötu í Reykjanesbæ. Mynd- irnar teiknaði Arís með blýpenna með þykku blýi á vatnslitapappír og segir hún það gefa mjög grófa og skemmtilega áferð. Arís er að mestu sjálf- lærð í teikningu en lærði líka myndlist í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og hefur lokið fornámi við Myndlistarskóla Reykjavíkur. Þá lærði hún þrívíddar tölvuleikjahönnun í eitt ár í Hollandi og var myndlist ein af undirstöðum þess náms og því skipti sköpum fyrir Arís að vera með góðan grunn í teikningu. Hún hefur einnig lokið einni önn í handritagerð og leik- list frá Kvikmyndaskóla Íslands. Blýantsteikningar til styrktar Unicef ●● Arís●Eva●lætur●gott●af●sér●leiða Arís Eva eignaðist dóttur- ina Flóru Lind Fannars- dóttur síðasta sumar. Á meðgöngunni hugsaði hún mikið til barnshafandi kvenna á flótta undan stríði og ákvað að selja blýants- teikningar og láta ágóðann renna til Unicef

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.