Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Side 8
8 Helgarblað 24. nóvember 2017fréttir Á rið 1960 lýsti Harold MacMillan, forsætisráð- herra Bretlands því yfir í ræðu að Bretar hygðust veita nýlendum sínum í Afríku sjálfstæði gegn því að kjörnar yrðu lýðræðislegar meirihlutastjórnir í hinum nýstofnuðu ríkjum. Þetta vakti óhug hjá hvíta minnihlutan- um í nýlendunni Suður-Ródesíu þar sem Ian Smith var landstjóri. Árið 1965 lýsti Smith einhliða yfir sjálfstæði frá Stóra-Bretlandi og stofnað var ríkið Ródesía. Við tók fimmtán ára styrjöld um völdin í landinu, en ekki við Breta held- ur skæruliðahreyfingu innfæddra, ZANU. Öll þessi ár var Ródesíu stýrt af hvíta minnihlutanum og var ríkið fordæmt af alþjóðasam- félaginu fyrir kynþáttaaðskilnað og mátti þola viðskiptabönn líkt og Suður-Afríka. Fyrstu tíu ár stríðs stjórnar- hersins við ZANU voru frekar tíð- indalítil, aðeins smáskærur hér og þar. Þá var Robert Mugabe, einn af foringjum ZANU, í fangelsi. En árið 1974 jókst umfang stríðsins og til að friðþægja skæruliðana var nokkrum leiðtogum þeirra, þar á meðal Mugabe, sleppt laus- um. Mugabe flúði austur yfir landamærin til Mósambík en það- an og frá Sambíu herjuðu ZANU- liðar á Ródesíu. Að sleppa Mugabe og félög- um snerist í höndunum á Smith. Mugabe tók við stjórn hreyfingar- innar og hernaðurinn jókst stöð- ugt. ZANU var fyrst og fremst þjóðernishreyfing en naut stuðnings frá ríkjum kommún- ista víðs vegar um heiminn; Sovét- ríkjanna, Kína, Víetnam, Kúbu og fleiri ríkja. Grimmilegri borgara- styrjöld lauk loks með friðarvið- ræðum í London árið 1979 og opnum kosningum ári seinna þar sem ZANU-flokkurinn sigraði og valdatíð Mugabe sem forseta landsins hófst. Landið var endurnefnd Simbabve og Mugabe var fagnað sem frelsishetju bæði innan- og utanlands. Upp- haflega leit út fyrir að stjórn hans myndi sættast við hvíta minnihlutann en eftir sprengjuárás á höfuðstöðv- ar ZANU-flokksins undir lok árs 1981 breyttist tónninn. Mugabe kenndi hvítum um árásina og hóf að beita sér kerfis- bundið gegn þeim, svipta þá eign- um sínum og flæma þá úr landi. Árið 1975 voru um 300 þúsund hvítir í landinu en nú eru þeir um 30 þúsund. Genginn í herinn, Halli, bless Nokkrir Íslendingar bjuggu í Ródesíu á umbrotatímunum þegar Mugabe var að komast til valda og einn þeirra, Haraldur Páll Sigurðsson, barðist gegn honum með stjórnarher Ian Smith. Har- aldur fæddist árið 1949 á Akur- eyri, var elsta barn hjónanna Sig- urðar V. Jónssonar verkamanns og Maríu Sigurðardóttur húsmóð- ur. Haraldur átti þrjár yngri systur og sú elsta af þeim, Hulda, var honum mjög náin. Hulda seg- ir að seinni heimsstyrjöldin hafi haft mikil áhrif á föður þeirra sem hafi síðan smitast í Harald. „Pabbi var heltekinn af stríðinu og hékk alltaf í Bretanum á Akureyri. Har- ald langaði til að verða hermaður. Hann sótti um í norsku og dönsku herjunum en komst ekki inn. En hann sagði mér aldrei af hverju.“ En stríðið var ekki eina áhuga- mál Haraldar. Snemma fékk hann áhuga á hótel- og veitinga- mennsku og ákvað að læra til þjóns árið 1967. Hann vann bæði á farþegaskipinu Gullfossi og á veitingastaðnum Naustinu við Vesturgötu. En hann var eirðar- laus og beið eftir rétta tækifær- inu til að komast utan í einhvers konar ævintýri. Tækifærið bauðst eftir að hann kynntist ferðamanni frá Ródesíu á Naustinu sem sagði honum frá landinu. Þá voru Ródesíumenn að reyna að laða að innflytjendur til að byggja upp efnahag landsins. Haraldur ákvað að slá til og flutti út ásamt Rögnu, eiginkonu sinni til nokkurra ára, en þau skildu skömmu eftir flutn- ingana. Ragna flutti heim en Har- aldur gerðist ródesískur ríkis- borgari. Haraldur starfaði á tveimur hótelum áður en hann fékk hótel- stjórastöðu á fimm stjörnu hóteli við Viktoríufossa sem var vinsæll ferðamannastaður hjá Bretum. Þegar hann kom til landsins var efnahagurinn í blóma og skærur ekki miklar. En þær jukust dag frá degi og árásir fóru að bein- ast að ferðamönnum. Hulda seg- ir: „Árið 1974 var ólgan orðin svo mikil að ferðamannastraumurinn var hættur og hann hafði ekkert að gera sem hótelstjóri. Einn daginn fáum við skeyti sem á stóð: „Genginn í herinn, Halli, bless.“ Það náttúrulega leið yfir mömmu en þetta kom mér ekkert á óvart.“ Sváfu með riffla Haraldur gekkst undir þriggja mánaða grunnþjálfun í höfuð- borginni Salisbury (nú Harare) og síðar sérþjálfun í fallhlífarstökki og hjúkrun. Hann varð strax undir- liðþjálfi að lokinni þjálfun og var sendur til lítils bæjar í norðaust- urhluta landsins, við landamæri Mósambík. Herdeildin sem hann starfaði innan var fjölþjóðleg. Þar voru málaliðar frá Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Suður-Afríku og einnig Bandaríkjamenn sem komu beint frá Víetnam. Í viðtali við Mannlíf árið 1988 segir Haraldur: „Það var nú mikið Haraldur barðist gegn Mugabe og arftaka hans n Særðist í sprengjuárás n Unnustan drepin Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Ég kom heim til foreldra minna og mamma lá hágrátandi undir eldhúsborði. Robert Mugabe Stýrði árásum ZANU frá Mósambík. Ródesíski herbúningurinn Myndin af Haraldi var tekin í Eyjafirði árið 1988. Mynd GunnaR GunnaRSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.