Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Síða 16
16 sport Helgarblað 24. nóvember 2017
Þ
að vakti mikla athygli á
dögunum þegar Sigurð-
ur Ragnar Eyjólfsson var
ráðinn þjálfari kvenna-
landsliðs Kína. Um er að ræða
mikla viðurkenningu fyrir Sig-
urð og það starf sem hann hefur
unnið í kvennafótboltanum. Sig-
urður stýrði kínverska félagsliðinu
Jiangsu Suning í eitt ár áður en
hann tók við landsliðinu. Þar vann
hann frábært starf og varð meðal
annars bikarmeistari. Áður starf-
aði Sigurður á Íslandi, fyrst sem
þjálfari ÍBV og síðar þjálfari ís-
lenska kvennalandsliðsins.
„Árangur minn með íslenska
kvennalandsliðið og kvennalið
Jiangsu Suning vakti athygli kín-
verska knattspyrnusambandsins.
Það vakti mikla athygli þegar ís-
lenska kvennalandsliðið fór í úr-
slitaleik Algarve-bikarsins árið
2011 og í 8 liða úrslit EM 2013. Út frá
því fór ég í starfsviðtal árið 2015 hjá
kínverska sambandinu en fékk ekki
landsliðsþjálfarastarfið þá. Eftir ár
í Kína sem þjálfari Jiangsu Suning
þá þekki ég deildina vel og lands-
liðið. Ég veit þeir leituðu sér líka
upplýsinga um hvers konar þjálf-
ari ég er og viðtalsferlið var langt og
strangt. Ég þurfti að fara mjög ítar-
lega yfir hvernig leikstíl ég vil spila
og hvernig ég myndi fara að því að
bæta leik kínverska landsliðsins.
Þetta var mjög lærdómsríkt ferli,“
sagði Sigurður við DV aðspurður
hvernig starfið varð hans.
Íslenskir aðstoðarmenn
Sigurður fékk til sín tvo íslenska að-
stoðarmenn sem eru nú með hon-
um í verkefni. „Ég fékk Dean Martin
og Halldór Björnsson til liðs við
okkur og þeir smellpassa inn í það
sem við erum að gera enda frábær-
ir á sínu sviði. Ég vissi hvað ég var
að fá enda hef ég unnið með þeim
báðum áður. Dean Martin var að-
stoðarþjálfarinn minn hjá ÍBV og ég
spilaði með honum hjá ÍA. Halldór
Björnsson var markmannsþjálfari
kvennalandsliðsins í þrjú ár og fór
með okkur í úrslitaleik Algarve Cup
og í 8 liða úrslit EM. Þetta eru fag-
menn, ólíkir að mörgu leyti en hafa
sömu gildi og ég, eru metnaðarfull-
ir, duglegir og árangursmiðaðir. Ég
er gríðarlega ánægður og stoltur
að hafa náð að sannfæra þá um að
stökkva á þetta einstaka tækifæri.
Þeir voru báðir í spennandi störf-
um heima en voru til í þessa áskor-
un með mér. Að hafa gott teymi til
að vinna með sér er eitt það mikil-
vægasta sem þarf til að ná árangri.
Þarna er ég með menn í lands-
liðsklassa, sem eru sérfræðingar og
betri en ég á sínu sviði.“
Mikil ferðalög
Kína er stórt og mikið land en
liðin sem eru þar eru þó ekki svo
mörg. Sigurður og aðstoðarmenn
hans munu ferðast um allt landið
til að vera vissir um að velja bestu
leikmennina í sinn hóp. „Það eru
bara átta lið i efstu deild og átta lið
í næstefstu deild svo það eru ekki
svo mörg lið í Kína. Ég tel mig hafa
nokkuð góða sýn yfir deildirnar
en við þurfum að skipta með okk-
ur verkefnum og fylgjast mjög vel
með framgangi allra þessara liða
til að vera vissir um að velja bestu
leikmenn landsins í landsliðið.
Kína er stórt land og við munum
fljúga á umrædda staði eða taka
hraðlest og deila okkur niður svo
við sjáum sem flesta leiki. En öll
þessi 16 lið eru atvinnumannalið
og það er mun meiri breidd í Kína
en á Íslandi. Jafnframt er sjaldgæft
að leikmenn hér skipti um lið og
því geta góðir leikmenn leynst alls
staðar og það verður okkar hlut-
verk að reyna að finna þær bestu.“
Frábært vinnuumhverfi
Miklir fjármunir eru í Kína og því
fær Sigurður allt sem til þarf svo
liðinu vegni vel. „Vinnuumhverfið
í kringum liðið er mjög gott. Fyrir
utan okkur þrjá þjálfara frá Ís-
landi erum við með tvo kínverska
aðstoðarþjálfara, markmanns-
þjálfara, tvo lækna, sjúkraþjálfara,
vídeóupptökumann, fjölmiðla-
fulltrúa, starfsmann sem sér um
praktísk atriði og yfirmann liðsins.
Liðið fer þrisvar í æfingabúðir til
Bandaríkjanna á næsta ári og á
Algarve Cup í Portúgal. Auk þess
verða nokkrar æfingabúðir innan
Kína og við spilum á mótum í Jap-
an, Jórdaníu, Kína og Indónesíu á
næstu mánuðum. Við verðum bú-
settir í Peking því höfuðstöðvar
knattspyrnusambandsins eru þar.“
Gott ár með Jiangsu Suning
Sigurður er stoltur af ári sínu með
Jiangsu Suning þar sem hann
varð bikarmeistari. „Árið með Ji-
angsu Suning var mjög eftirminni-
legt og skemmtilegt. Við unnum
bikarkeppnina, lentum í 3. sæti
í deildinni og 3. sæti í National
Games, sem er risastórt mót innan
Kína sem er haldið á fjögurra
ára fresti. Okkur tókst að hjálpa
nokkrum leikmönnum að fá tæki-
færi með landsliðinu, móta nýj-
an leikstíl og gera liðið samkeppn-
ishæft við bestu lið Kína á mjög
stuttum tíma. Árið áður hafði liðið
lent í umspili um fall og var 16 stig-
um frá efsta sæti. Í ár munaði fimm
stigum. Við unnum til dæmis Kína-
meistarana Dalian fjórum sinnum
á árinu, í fjórum leikjum. Svo fram-
tíð Jiangsu Suning er björt og ég er
þeim þakklátur fyrir að hafa leyft
mér að taka við landsliðinu þrátt
fyrir að eiga ár eftir af samningnum
mínum. Þeim fannst það heiður að
kínverska knattspyrnusambandið
vildi ráða þjálfarann sinn. Sam-
starfið við Daða Rafnsson aðstoðar-
þjálfara gekk mjög vel og við vorum
gott teymi og þetta var mikið ævin-
týri. Hann verður ekki lengi að finna
sér gott starf heima. Ég var hrika-
lega sáttur við árið, við spiluðum
33 keppnisleiki, unnum 24, gerðum
þrjú jafntefli og töpuðum sex leikj-
um, markatalan var 82-22. Hjá liði
með óbreyttan leikmannahóp milli
ára, fyrir utan tvo erlenda leikmenn
sem við fengum, þá held ég að ég og
Daði getum gengið stoltir frá okkar
störfum fyrir félagið.“
Langar að mæta Íslandi
Sigurður starfaði lengi vel með ís-
lenska kvennalandsliðið og vann
magnað starf. Hann langar að
mæta Íslandi í starfi sínu núna. „Ég
mun alltaf bera mikla virðingu fyr-
ir íslenska kvennalandsliðinu og
starfi KSÍ með liðið. Ég er þakk-
látur KSÍ fyrir minn tíma þar sem
fræðslustjóri og A-landsliðsþjálfari
kvenna, mér var sýnt mikið traust
hjá sambandinu hvað þau stóru
verkefni áhrærir. Starfsfólk KSÍ og
landsliðsins er frábært. Þeim hefur
tekist að byggja upp frábæra um-
gjörð og liðið náði stórkostlegum
úrslitum á móti Þýskalandi fyrir
stuttu. Ég vona innilega að liðinu
takist á komast á HM í Frakklandi.
Það er frábært tækifæri til þess
núna. Það yrði mjög skrýtin tilfinn-
ing ef við mættum Íslandi í lands-
leik en það gæti gerst til dæmis á
Algarve Cup í febrúar eða á HM.
Jafnframt er ekki útilokað að við
gætum spilað vináttuleik á móti Ís-
landi. Mig langar gjarnan að koma
með liðið til Íslands einhvern tí-
mann og spila, ef KSÍ hefur áhuga
fyrir því, og eins er möguleiki að
við gætum boðið Íslandi á mót til
okkar í Kína. Ég held að í fram-
tíðinni muni ég alltaf halda með
tveimur landsliðum, Íslandi og
Kína. Þegar Ísland og Kína mæt-
ast á næstu þremur árum mun ég
halda með Kína en bera ómælda
virðingu fyrir íslenska landsliðinu,“
sagði þessi geðþekki þjálfari að
lokum í samtali við DV. n
Árangur Sigurðar með Ísland
tryggði honum starfið í Kína
n Frábært vinnuumhverfi n Langar að mæta Íslandi
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
„Þeim
fannst
það heiður
að kínverska
knattspyrnu-
sambandið
vildi ráða
þjálfarann sinn
Fiskur er okkar fag
- Staður með alvöru útsýni
Opið allt árið, virka daga,
um helgar og á hátíðisdögum
Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga
Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð