Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Blaðsíða 20
20 sport Helgarblað 24. nóvember 2017 Í slenskt knattspyrnuáhugafólk bíður þess spennt að sjá hvern- ig ný treyja KSÍ og íþróttavöru- framleiðandans Errea mun líta út. Treyjan mun koma fyrir manna sjónir fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi. Sumir hafa gagnrýnt Errea og KSÍ fyrir að vera ekki með treyjuna klára fyrir jólin eins og margar þjóðir. Treyjan hefði orðið vinsæl jólagjöf enda íslenska landsliðið afar vinsælt eftir gott gengi síðustu ár. Fulltrúar KSÍ, Errea og lands- liðsmenn voru í Parma í vikunni í höfuðstöðvum Errea, þar sem farið var yfir allan fatnað og bún- að sem íslenska landsliðið mun nota á næsta ári. Það er til merk- is um það hversu vel íslenskur fót- bolti gengur að leikmenn fá nú að velja allan þann fatnað sem þeir vilja klæðast. Leikmenn fá að velja hvaða efni er notað í allan fatnað og hvernig snið er á honum. „Þetta er í ferli sem við förum í þegar nýir búningar koma út. Þá tökum við landsliðsfólk með í slíka vinnuferð. Það er verið að velja allan fatnað. Það er verið að velja allt sem landsliðsfólk klæð- ist í svona ferðum, það eina sem landsliðsfólk kemur með sjálft í ferðir er snyrtitaska og fótbolta- skór. Þarna er verið að velja til að mynda hótelfatnað, ferðafatnað, æfingafatnað og allt sem er notað í svona ferðum. Það kemur allt nýtt næsta vor,“ sagði Þorvaldur Ólafs- son, eigandi Errea á Íslandi, við DV um málið. Ekkert gefið upp um nýju treyjuna Þorvaldur er þögull sem gröfin þegar spurt er út í nýju treyjuna sem strákarnir eiga að nota á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. „Það er í vinnsluferli, það verður ekkert meira gefið upp um það að sinni,“ sagði Þorvaldur en íslenskt knattspyrnuáhuga- fólk bíður spennt eftir treyjunni. Síðasta treyja vakti mikla lukku og seldist afar vel eftir gott gengi hjá strákunum á Evrópumótinu í Frakklandi, fólk úti um allan heim fór að sækjast eftir treyjunni. Alveg sama hvað aðrir gera Borið hefur á því að Errea og KSÍ séu gagnrýnd fyrir það hversu seint treyjan mun koma í sölu, en margar þjóðir hafa nú þegar kynnt treyju sína fyrir heimsmeistara- mótið. Bent hefur verið á að treyj- an hefði orðið ansi vinsæl jólagjöf. Markaðsfræðingur sem DV ræddi við sagði að Errea og KSÍ hefðu lík- lega aðeins sofið á verðinum, lík- lega hefði treyjan orðið ein allra vinsælasta jólagjöfin hér á landi í ár. Knattspyrnukrakkar hefðu viljað eignast nýju treyjuna til að mæta á æfingu klæddir eins og hetjurnar sem þeir líta upp til. Þá taldi markaðsfræðingur- inn einnig ólíklegt að fólk myndi kaupa treyjuna sem notuð var í síðustu keppni, margir ættu hana nú þegar og hún yrði svo úreld snemma á næsta ári þegar nýja treyjan kæmi. Hann benti þó að að treyjan myndi án nokkurs vafa seljast vel næsta vor en jólin hefðu verið flottur tími í þetta. Mikil spenna Íslenska landsliðið er orðið eitt það stærsta sem Errea hefur á sínum snærum og hefur umfangið í kring- um landsliðið aukist til muna. „Það er mikil tilhlökkun hjá öllum og all- ir að gera sitt besta þannig að allar óskir frá okkar landsliðsfólki verði uppfylltar. Leikmenn vilja hafa buxurnar svona en ekki hinsegin, úr þessu efni en ekki hinu. Til- gangurinn með þessari ferð var að klára svona hluti, leikmenn fá alfar- ið að ráða þessu. Við förum betur yfir þetta þegar allt verður kynnt, karlalands- liðið er ekki með sömu þarfir og kvennalandsliðið. Strákarnir vilja snið sem stelpurnar hafa kannski ekki áhuga á.“ Allt hefur breyst „Það eru ekki nema nokk- ur ár síðan ekki seldist upp á A-landsleiki karla sem dæmi. Núna er alltaf allt fullt, íslensk knattspyrna hefur tekið gríðar- legum framförum. Það sést best á því að við erum að fara á HM og við fórum mjög verðskuldað á Evrópumótið í Frakklandi. Allt í kringum fótboltann er á hærra plani. Það er mjög gaman að taka þátt í þessu, breytingin er gríðar- leg. Kröfurnar eru allt aðrar, ég er ekki viss um að landsliðsmenn í dag myndu vilja vera í þeim bún- ingi sem Ásgeir Sigurvinsson var í á sínum tíma. Stuttbuxurnar voru eins og stuttar hjólabuxur þá,“ sagði Þorvaldur við DV en Errea er með samning til ársins 2020. Dregið í riðla eftir viku Það verður eftir slétta viku sem knattspyrnuáhugafólk fær að vita hvaða liðum Ísland mætir á Heimsmeistaramótinu í Rúss- landi, dregið verður í riðla klukk- an 15.00 næsta föstudag. Þá kemur í ljós hvaða þjóðir munu berjast við Ísland í nýjum bún- ingi frá Errea. Treyjan hefur alltaf vakið athygli, stundum verið um- deild, en síðustu ár hefur hún selst afar vel. n Nýr búningur í vinnslu fyrir HM í Rússlandi n Errea og KSÍ gagnrýnd fyrir seinagang n Margar þjóðir hafa þegar kynnt treyju sína Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Treyjur á HM í Rússlandi 2018 eftir framleiðendum Þýskaland Rússland ArgentínaBelgía Kólumbía Japan Mexíkó Spánn England Panama Serbía Úrúgvæ Sviss Kostaríka Danmörk Ísland Túnis Senegal Pólland Portúgal Frakkland Króatía Suður-Kórea Sádi-Arabía Ástralía Nígería Brasilía Marokkó Egyptaland Íran Svíþjóð „Það er mikil tilhlökkun hjá öllum og allir að gera sitt besta Frá vinnufundum í Parma Það var farið yfir sviðið í Parma í vikunni en þar voru Emil Hallfreðsson, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir landsliðsmenn. Að auki voru Gunnar Gylfason og Ragnheiður Elíasdóttir, starfsmenn KSÍ, auk fulltrúa Errea á Íslandi sem voru þeir Hafsteinn Ómar Gestsson sölustjóri og Þorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, og Ásu Maríu Reginsdóttur, eiginkonu Emils. Landsliðið í Errea Hvernig verða treyjurnar í Rússlandi? MyND DAvÍð ÞóR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.