Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Side 26
26 fólk - viðtal Helgarblað 24. nóvember 2017 mikið í sölurnar til að reyna að ná því og það tókst, meira að segja vorum við nokkrum sætum frá því að vera í einhverri hættu.“ Líkt og með Botnleðju hefur ekki mikið farið fyrir Pollapönki undanfarin ár. „Við erum ekkert hættir. Við settumst á þennan regnboga þegar við komum heim og flugum hátt á honum. En svo vissum við að við þyrftum að hvíla konseptið í einhvern tíma. Við erum klárir með nýja plötu en erum að bíða eftir tækifærinu til að gefa hana út.“ Langt frá því að uppfylla lögin Haraldur hefur nú verið formaður Félags leikskólakennara í sex ár en áður en hann gaf kost á sér hafði hann ekki komið nálægt stjórn félagsins. „Mig langaði til að gera gagn. Félagið lenti í ákveðnum vandræðum í hrun- inu. Við festumst inni með okkar kjarasamninga, vorum ekki bún- ir að gera nýja samninga þegar hrunið skall á. Það setti strik í reikninginn hjá okkur og við vor- um einum kjarasamningi á eftir öðrum kennarahópum í launum. Ég trúði því og vissi að samfélag- ið myndi meta þessi störf betur í framtíðinni. Ég vildi ekki vera tuðari á kaffistofunni. Ef þú telur þig hafa eitthvað fram að færa þá er eins gott að reyna að sanna það og ég bauð mig einfaldlega fram.“ Tveir voru í framboði og mjótt var á mununum í atkvæðagreiðsl- unni. En hver eru helstu verkefnin sem stéttin stendur frammi fyrir? „Það vantar 1.300 leikskóla- kennara og það er ekki nýtt vandamál. Leikskólastigið er búið að þróast á hraða ljóssins. Árið 1994 voru börn almennt ekki með heilsdagspláss í leikskóla en svo hefur kerfið vaxið mjög hratt og við höfum ekki náð að halda í við að búa til leikskólakennara.“ Sam- kvæmt lögum eiga tveir þriðju hlutar starfsfólks á leikskólum að vera faglærðir kennarar en hlut- fallið er nú aðeins 32 prósent. Hann segir þennan vanda al- þjóðlegan. Sumir hafa velt því fyr- ir sér hvort fimm ára nám sé of langt en Haraldur svarar því neit- andi. „Fjöldi nema er í löngu há- skólanámi sem veitir engin starfs- réttindi og verri laun en að vera kennari. Ýmislegt spilar inn í. Til dæmis umræðan um vanda- mál leikskólanna sem tekur mik- ið pláss. Það smitast svo út í sam- félagið og ungir einstaklingar sem eru að leita sér að framtíðarstarfi og menntun horfa þá síður til kennslustarfanna. Að sjálfsögðu þarf að stíga fleiri skref til að gera laun kennara samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga á mark- aði.“ Starfsálag er annað sem horfa verði til en samkvæmt nýlegum tölum frá starfsendurhæfingar- sjóðnum VIRK er álag á leik- skólakennara meira en öðrum í starfsstéttum. „Það þarf að fækka börnum í rými og á hvern starfs- mann.“ En hluta af lausninni segir Haraldur fólginn í því að stilla af skólastigin hvað frí varðar. „Sem dæmi, ef við styttum vinnuviku leikskólakennara niður í 35 stund- ir á viku en þeir vinna áfram 40 stundir, þá eru komnir 28 dagar á ári sem þeir hafa unnið af sér. Það er mikil umræða um styttingu vinnuvikunnar alls staðar í sam- félaginu. Sama fyrirkomulagi væri hægt að koma á annars stað- ar á vinnumarkaði. Fólk hefði þá val um að stytta daginn eða vinna af sér og eignast þá frídaga á móti. Fólk getur þá safnað sér upp þess- um dögum til að eiga með börn- unum sínum þegar skólarnir eru lokaðir. Þetta yrði stór samfélags- leg breyting.“ Annað vandamál er krafan um að taka sífellt yngri börn inn á leikskólana. „Við þurfum að koma nýliðuninni í gang áður en við færum okkur neðar. Best væri fæðingarorlof til tveggja ára og svo tæki leikskólinn við. Það yrði mjög gott samfélag og ég hugsa að ég myndi skrá mig í það.“ Út fyrir þægindahringinn Nýlega kom út barnabókin Bieber og Botnrassa sem er frumraun Haralds á sviði bókmennta og hugmyndin kviknaði í eirðarleysi. „Ég er búinn að vera í þessari barnamenningu og hef skrifað texta sem eru örsögur. Mig hefur alltaf langað til að taka þetta lengra og skrifa barnabók. Þetta atvikaðist þannig að konan mín var í tímafreku námi og ég var því eðlilega meira með börnin á með- an hún var að læra. Þegar þau voru farin að sofa var ég einn með sjón- varpsfjarstýringuna. Ég vildi gera eitthvað skynsamlegra við tímann og ákvað að byrja að skrifa, einn kafla á kvöldi. Ég hef mjög mikla þörf fyrir að skapa hluti og hef einnig þörf fyrir að fara aðeins út fyrir þægindahringinn. Mér finnst gott að ögra sjálfum mér og það heldur mér lifandi.“ Bókin fjallar um krakka sem sem ákveða að stofna hljómsveit og taka þátt í tónlistarkeppni, efniviður sem Haraldur þekkir vel af eigin raun. „Mig langaði líka að gera sakamálasögu fyrir börn.“ Því tvinnast sakamál inn í söguna um hljómsveitina Botnrössu. „Það er undirliggjandi boð- skapur í bókinni. Að hlutir sem þú gerir einstaklingi, jafnvel snemma á lífsleiðinni, geta haft áhrif á þann einstakling allt hans líf.“ Fjallar hún þá um einelti? „Já, en ekki einelti krakkanna. Held- ur það sem hinir fullorðnu eru að rogast með úr sinni fortíð.“ Hvenær kemur svo næsta bók? „Ætli hún komi ekki bara næstu jól?“ n „Að hlutir sem þú gerir einstaklingi, jafnvel snemma á lífsleiðinni, geta haft áhrif á þann einstakling allt hans líf. Formaður „Best væri fæðingarorlof til tveggja ára og svo tæki leikskólinn við.“ Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.