Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Síða 34
34 menning Helgarblað 24. nóvember 2017 dáleiðandi hljóðmynd, láta þá nema titring innan úr hálsinum, nema snertingu við líkamann og örlítil hljóð úr munninum sem eru margfölduð og mögnuð upp í rauntíma til að skapa tilfinningu fyrir náttúrufyrirbærum á borð við rigningu, skordýr eða hvað eina. Dansararnir ferðast hægt um rým- ið, virkja sviðsmyndina eða bregð- ast við henni í hver í sínu lagi eða sameinast og verða að einni lif- andi veru á óræðum tíma- og stærðarskala – það sem gæti verið fjallgarður að myndast eða örvera að hreyfa sig úr stað, eða hvort tveggja. Rósa segir að verkið hafi sprottið út frá aukinni umhverfismeðvit- und hjá henni sjálfri og vangavelt- um um áhrif mannsins á vistkerfi jarðarinnar. Verkið sé tilraun til að komast frá mannmiðjuðum hugs- unarhætti um náttúruna, frá þeirri hugmynd að maðurinn sé miðja heimsins og yfir náttúruna hafinn – enda virðist sú heimssýn manns- ins vera að leiða vistkerfið í óhugs- anlega miklar ógöngur. „Ég hef verið að lesa fræði um hvernig við getum hugs- að minna mannmiðjað, og það var sérstaklega ein setning eftir Janet Bennet sem mér varð alltaf hugsað til aftur og aftur: „Maybe it is worth running the risks associated with anthropomorp- hism (superstition, divinization of nature, romanticism) because it, oddly enough, works against anthropocentrism: a chord is stuck between person and a thing, and I am no longer above or outside a nonhuman environ- ment“,“ hefur Rósa eftir banda- ríska heimspekingnum á ensku, en tilvísunin, sem kemur úr bók- inni Vibrant Matter, hljómar svo í lauslegri þýðingu blaðamanns: „Kannski er það þess virði að taka áhættuna sem fylgir manngerv- ingu (hjátrú, að sjá guði í náttúr- unni, rómantík) því að, undarlegt en satt, vinnur þetta gegn mann- miðjukenningum: þráður verður til milli persónu og hlutar, og ég er ekki lengur fyrir ofan eða utan ómannlegt umhverfi“. „Bennett á við að við ættum að reyna að sjá hlutina í kringum okkur sem lifandi persónur, eins og börn gera. Þegar maður leyf- ir sér að gera þetta getur orðið til ákveðin tenging milli manns og hlutar, sem byggir ekki á hug- myndinni um að maðurinn sé miðjan. Ég fór þess vegna að reyna að hugsa hvernig maður getur byrjað dansverk á því að gefa ein- hverju öðru en dansaranum líf,“ segir Rósa, en það gerir hún með- al annars með því að byrja að þróa hljóðin, sviðsmyndina og búning- ana, gæða þessi fyrirbæri sjálf- stæðu lífi sem hefði svo áhrif á dansarana. Andadýrkun og ofur-hlutir Fyrir okkur í dag er hinn mann- miðjaði hugsunarháttur eðlilegur, en hann er þó tiltölulega ný- tilkominn í mannkynssögunni. Það má til dæmis nefna hvernig flest gömul trúarkerfi byggðu á trúnni á líf, sál og krafta í öllum hlut- um: stjörnum, veðurfyrir brigðum, steinum, plöntum og dýrum jafnt sem mönnum. Manneskjur lifðu ekki í líflausum efnisheimi held- ur voru þær í lifandi tengslum við náttúruna, bjuggu í andlegum veruleika sem þær deildu með öll- um þessum kröftum. Rósa segir að að vissu leyti séu leifar af þess- um hugsunarhætti meðal þeirra sem búa á Íslandi, að minnsta kosti samanborið við íbúa Belgíu. „Maður finnur þetta svo vel þegar maður er hérna í Brussel, maður er ekki í neinum tengsl- um við náttúru, það er ekki einu sinni sjór hérna í nágrenninu, bara manngerð borg. Það er kannski klisja en á Íslandi erum við mjög tengd náttúrunni, í dag- legu lífi okkar finnum við fyrir áhrifum hennar, það er stormur, eldgos og jarðskjálfti, við finnum fyrir skammdegisþunglyndi og svo framvegis. Maður er svo mikill hluti af náttúrunni. En þegar mað- ur er hérna í borginni fer maður að hugsa um sjálfan sig fyrir utan og andstæðan náttúrunni,“ seg- ir Rósa og bætir við að kannski séu þessi hversdagslegu tengsl við náttúruna ástæðan fyrir því að Ís- lendingar hafi í einhverjum mæli haldið í hina fornu náttúrudýrkun, til dæmis í trú sinni á álfa. Þótt það gæti virkað gamal- dags að líta aftur til fornra siða og trúarhugmynda ríma þessar hug- myndir að mörgu leyti við það nýjasta sem er að gerast í heim- speki og fræðum í dag. „Við vorum mikið að skoða hugmyndir enska heimspekingsins Timothy Morton en hann notar orðið „hypero- bject“ yfir krafta sem eru svo stór- ir að við sjáum þá ekki, hluti sem eru svo umfangsmiklir að þeir ger- ast á jarðsögulegum tíma en ekki tímaskala sem mennirnir skilja. Loftslagsbreytingar er til dæm- is einn slíkur „hyperobject“. Við vorum mikið að velta þessu fyrir okkur þegar við vorum að vinna verkið og lögðum okkur fram við að finna réttar tímasetningar, hvenær við værum í jarðsöguleg- um tímaskala og hvenær við vær- um að nota tímaskala skordýrsins. Svo reynum við að finna einhver mannleg augnablik inni á milli.“ Kvenleg nálgun frekar en femínískt verk Verkið er kynnt sem hluti af lista- hátíð í Beursschouwburg sem nefnist The Future is feminist, en Rósa segir verkið þó ekki vera hugsað sem neitt sérstakt innlegg í umræðu um stöðu kvenna í sam- félaginu í dag. „Þetta er að minnsta kosti ekki verk um femínisma, en það getur verið að aðstandendurnir sjái ein- hverja kvenlega næmni í verkun- um mínum. Ég vinn allavega ekki með þessa hefðbundnu dramat- úrgíu þar sem framvindan byggist upp í eitt ris og síðan úrlausn. Það eru einhverjir sálgreinendur sem hafa sagt að það sé karllæga leiðin, en ég reyni yfirleitt að nálgast það öðruvísi og hafa strúktúrinn flat- ari. Þetta er eitthvað sem ég velti fyrir mér þegar ég vinn verk,“ seg- ir Rósa og tekur undir að sýningin sé að vissu leyti afmiðjuð. Upp- setning salarins og ólíkir atburð- ir sem gerist samtímis í mismun- andi hornum geri það að verkum að dansinn er ekki með eina skýra miðju sem stingst á fallískan hátt upp úr sviðinu og kallar á athygl- ina. „Sumir hlutir í sýningunni eru svo litlir að maður missir ef- laust af þeim, og fólk sér mismun- andi hluti eftir því hvar það situr í salnum. En þetta er bara eins og í veruleikanum og náttúrunni. Ef við förum saman á Gullfoss þá sér aðeins annað okkar regnboga sem myndast í fossinum og hitt sér fugl sem flýgur framhjá. Við sjáum mismunandi hluti, en mér finnst það bara mjög fallegt. Ég passa mig á að vera ekki stöðugt að leik- stýra auga áhorfandans, heldur leyfi honum að upplifa og fylla í eyðurnar.“ Lifandi sena í Brussel Frá útskrift hefur Rósa náð að vinna í fullu starfi sem danshöf- undur og hún segir dansumhverf- ið sérstaklega gott í Brussel, sem er hálfgerð danshöfuðborg Evrópu. Þar er vel stutt við bakið á dans- listafólk og þangað sækir dans- listafólk alls staðar að úr heimin- um, meðal annars frá Íslandi. „Brussel er mikil dansborg. Hér er mikið danssamfélag og sýningar um hverja helgi. Senan hérna er mjög áhugaverð, mjög fjölbreytt og mismunandi hlutir í gangi. Hérna er mjög hefðbundinn dans, svo eru þessir stóru danshöfund- ar, Anne Teresa De Keersmaeker, Jan Fabre, Ultima Vez og fleiri sem komu fram á níunda áratugnum með stór danskompaní – það eru margir dansarar sem koma hing- að til að taka þátt í því. Svo er til- raunakenndari sena þar sem fólk er að prófa annars konar hluti. Maður finnur dans alls staðar á rófinu, úr því að vera mjög líkam- legur yfir í að vera hálfgerður per- formans sýndur í listagalleríum,“ segir hún. „Hérna er líka mikill stuðning- ur, jafnvel þótt maður sé í þessum tilraunakenndari hluta danssen- unnar. Það er mjög gott styrkja- kerfi hérna, styrkjum er úthlutað þrisvar á ári og ég hef verið heppin og fengið mikinn stuðning. Hérna eru líka margir staðir þar sem maður getur farið í vinnustofudvöl eða fengið vinnurými, staðir þar sem þú getur fengið alvöru rými með búnaði og tæknifólki og öllu til alls, Þetta er ekki á hverju strái.“ En veistu af hverju þetta um- hverfi hefur þróast hérna í borginni? „Eftir að þessir stóru danshöf- undar slógu í gegn á níunda ára- tugnum var byrjað að snobba meira fyrir dansi í Brussel. Styrkja- kerfið fylgdi eftir og fór að setja meiri pening í dans. Dansskólinn P.A.R.T.S. var svo stofnaður árið 1995 og varð mikil þungamiðja og vakti gott umtal. Það spilar líka inn í að þetta er svo alþjóðleg borg, þar sem fólk talar ýmist frönsku, flæmsku, ensku eða hvað sem er, og dansinn er kannski hið full- komna sameiginlega tungumál. Í stærstu leikhúsunum hérna er því mjög mikill dans, jafnvel meiri dans en hefðbundið leikhús.“ n „Morton notar orðið „hyper­ object“ yfir krafta sem eru svo stórir að við sjá­ um þá ekki, hluti sem eru svo umfangsmiklir að þeir gerast á jarðsögulegum tíma en ekki tímaskala sem mennirnir skilja. Loftslagsbreytingar er til dæmis einn slíkur „hyper­ object“. „Dansinn er kannski hið fullkomna sameiginlega tungumál Lifandi umhverfi Upphafspunktur verksins hjá Rósu var að hugsa hvernig hægt væri að gefa einhverju öðru en dansaranum líf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.