Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Qupperneq 46
46 fólk Helgarblað 24. nóvember 2017 „Fæ alltaf orkuna á miðnætti og af hverju ekki að nýta hana?“ Bára er þrefaldur fitnessmeistari eftir að hafa æft í fimm mánuði B ára Jónsdóttir kom, sá og sigraði þegar hún keppti á bikarmótinu í fitness þann 18. nóvember síðast- liðinn. Þar gerði Bára sér lítið fyrir og vann þrjá titla á mótinu og er hún fyrst kvenna til að ná þeim árangri. Árangur Báru er einnig afar athyglisverður í ljósi þess að hún var að keppa á sínu fyrsta fit- nessmóti eftir að hafa æft íþróttina í aðeins fimm mánuði. „Ég er bara í sjokki, ég trúi þessu varla,“ segir Bára um ár- angurinn. Bára er 27 ára og vann byrjendaflokkinn, sinn hæðar- flokk (yfir 168 sentimetrar) og síð- an vann hún keppnina í heild, svokallaðan „over all“-titil. Fitness hefur heillað Báru í mörg ár „Það er hálft ár síðan ég byrjaði að æfa fitness, eða nei, fimm mánuð- ir,“ segir Bára, sem byrjaði strax að æfa hjá Konráði Val Gíslasyni (Konna), sem kallaður er konung- ur fitness hér á landi. Þrátt fyrir að vera nýbyrjuð í fitness er Bára með góðan grunn fyrir íþróttina, en hún æfir líka súlufitness í Pólarsport og er búin að gera í tvö ár, en hún tók sér mánaðarfrí fyrir bikarmótið. „Það er afskaplega mikill styrk- ur sem fer í súlufitnessið og var ég með góðan grunn fyrir bakið, en það er samt fáránlegur munur á myndum bara frá því í júní.“ Báru langaði alltaf að prófa fitness og segir það hafa heillað hana frá því hún var yngri heima á Ísafirði að skoða myndir af skvís- unum í Reykjavík. „Ég myndi segja að Aðalheiður Ýr, sem þá var að æfa hjá Konna og varð bikarmeist- ari árið 2012, hafi vakið mestan áhuga hjá mér,“ segir Bára, „ég fékk tilfinningu um að þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera einhvern tímann. Ég var svona um tvítugt þegar ég var að byrja að skoða myndir.“ Bára reyndi fjarþjálfun, en ekk- ert af viti. Síðan fór hún að æfa súlufitness og ákvað að lokum að skella sér í fitness. En af hverju vald- ir þú Konna sem þjálfara? „Af því hann að hefur þjálfað allar þess- ar fitnessskvísur sem ég hef litið upp til; Aðalheiði, Katrínu Eddu, Magneu Gunnars, Kristbjörgu og Írisi Örnu, og þær hafa alltaf náð ótrú- lega langt og verið flottar á sviði. Þannig að það kom enginn ann- ar til greina og ég hefði sennilega hætt við þetta allt saman ef hann hefði ekki verið þjálfarinn minn.“ Ekkert mál að stíga fáklædd á svið Var ekkert mál að fara upp á svið? „Nei, alls ekki, ég var bara svo spennt. Mér fannst þetta ótrúlega gaman og það spilar inn í að ég er búin að sitja fyrir og taka þátt í tískusýningum. Pole-sportið á líka þátt í þessu, ég keppti í því í fyrra og Halldóra eigandi Pole Sport tók mig í einkatíma í að koma fram. Ég tel það hafa hjálpað mér mikið. Svo fór ég á pósunámskeið hjá Konna og Hrönn, og hún hefur hjálpað mér ótrúlega mikið í öllu,“ segir Bára. Umrædd Hrönn, sem var henni gríðarleg hjálparhella, er Hrönn Sigurðardóttir, marg- faldur meistari í fitness. Bára var í öðru sæti í fyrra þegar hún keppti í súlufitness og var þá búin að æfa það sport í sex mánuði, þannig að segja má að hún sé vön að gefa sig alla í sportið sem hún stundar og ná góðum ár- angri á stuttum tíma. Hún ætlar að sjálfsögðu að halda áfram að keppa í fitness og er í hópi kepp- enda sem Konni fer með á Arnold Classic um mánaðamótin febrúar, mars á næsta ári. Kunni ekki að elda áður en hún byrjaði í fitness Bára starfar sem flugfreyja í fullu starfi og aðspurð hvort það hafi ekki tekið á að halda æfingum og mataræði í góðu jafnvægi þegar hún er á vöktum fljúgandi milli landa og tímabelta segir hún að svo hafi alls ekki verið. „Ég hélt að þetta yrði ótrú- lega erfitt en þetta er bara búið að ganga vonum framar, þetta er ekkert mál. Það er alls staðar hægt að finna rækt úti og ég fór að finna flottu ræktarstöðvarnar í stoppum og gera heimsókn þang- að að einhverju sem ég hlakk- aði til að gera. Svo er alltaf hægt að finna betri kostinn í mat, ég gat alltaf farið með út að borða. Ég gat til dæmis alltaf fengið mér steik og sleppt þannig brauði og sósu, sem ég mátti ekki fá. Og á Starbucks gat ég fengið mér egg. Ég var bara með hugann opinn fyrir öðrum möguleik- um,“ segir Bára. „Í Los Ang- eles fór ég í Gold's Gym og var að vonast eftir að hitta Arnold Schwarzenegger, en það gerðist ekki, en kannski næst,“ segir Bára og hlær. Vakti hlátur með næturmyndum í ræktinni Hvernig er dæmigerður dagur hjá þér? „Fyrir utan flugin þá eru allir dagarnir mínir mjög svip- aðir. Ég vakna og fer út með hundinn, það er svona mín morgunbrennsla. Ég fór aldrei á morgunæfingar í World Class, tók aldrei brennslu þar af því að mér fannst ég vera að svíkja hundinn og ég vildi bara eiga þennan tíma með honum. Seinni partinn tók ég lyftinga- æfingu,“ segir Bára. „Ég hef oft farið og tekið hana á næturnar í World Class í Kringlunni, ég er svo mikill nátthrafn og mér var strítt á því að ég var að taka myndir þar á æfingum á nótt- unni. Ég fæ alltaf orkuna á mið- nætti og af hverju ekki að nýta hana þá? Það greinilega skilar sér að fara þegar mér hentar, ekki fara eftir einhverju öðru plani. Matarprógrammið frá Konna er sérstaklega sniðið til að halda blóðsykrinum réttum og að mað- ur fái ekki löngun í eitthvað, en hvenær ég æfði fór einfaldlega eftir því hvenær ég myndi fá sem mest úr æfingunni.“ Bára borðar þrisvar á dag og þrisvar eru milli- mál. Í niðurskurðinum fyrir mót er ekki í boði að borða neitt með sætuefni í, þannig að Bára tók það allt út. „Ég var bara með egg, fisk og grænmeti og möndlur voru millimálin mín. Ég nenni ekki að elda mikið í einu og svo verður það orðið frekar gamalt í restina,“ segir Bára þegar hún er spurð hvort hún undirbúi matinn fyrir viku í einu. „Ég var að undirbúa mat fyrir tvo daga í senn. Ég kunni ekkert að elda áður en ég byrjaði að æfa og það eina sem ég át áður en ég byrjaði hjá Konna voru skyndinúðlur og baunir í dós, ég hafði ekki einu sinni notað ofn- inn heima hjá mér,“ segir Bára og hlær. „Ég fór oft í Hagkaup og keypti egg úr salatbarnum, ég nennti ekki að sjóða egg heima og keypti eggjasuðuvél undir lokin. Hún er alveg snilld, skurnin lekur af eggj- unum.“ Undirbúningur mikill fyrir keppni Það þarf þó að gera meira en mæta á æfingar og borða rétt ef maður ætlar að koma fram á sviði. Bára fór eins og aðrir keppendur í brúnkumeðferð: „Þú ræður hvert þú ferð eða hvort þú gerir það heima, en maður þarf að vera mjög dökkur til að vöðva- rnir sjáist betur í ljósunum sem beint er að manni á sviðinu. Þetta er gert til að allir vöðvar og línur sjáist. Þegar ég horfði á höndina á mér var ég alveg súkkulaðidökk, en á myndum teknum af mér á sviðinu er ég bara gyllt á lit.“ Konur sem keppa í fitness stíga á svið í bikiníi og Hrönn sérsaum- aði eitt slíkt handa Báru. „Þetta er það fallegasta sem ég hef séð. Hún tók það á annað stig, þetta var blanda af fitness- og módel- fitnessbikiníi, lögunin var meira eins og brjóstahaldari á ská, ekki tíglar. Buxurnar voru hærri upp og þetta var svona næntíslegt, mjótt mitti. Þetta er að koma svo mikið úti og Hrönn er með puttann á púlsinum hvað er heitast úti. Hún er með pallíettur í grunninn, ekki venjulegt efni og svo steina ofan á það. Þess vegna var bikiníið extra glitrandi. Hún er alveg með þetta og á mikið hrós skilið fyrir alla hjálpina. Ég kom heim til hennar seint á kvöldin og við fórum yfir pósur og slíkt, hún er algjör snill- ingur, ég er svo þakklát fyrir hvað hún er búin að vera dugleg að hjálpa mér. Mér finnst gaman að fara nið- ur í Laugar, ég setti mér mark- mið að ná að gera upphíf- ingar. Það var svo gaman þegar það loks tókst að fara í grindurnar og gera upp- hífingar eftir æfingu. Ég er spennt fyrir framhaldinu og að sjá hvert leiðin liggur,“ segir Bára, sem er byrjuð að æfa fyrir Arnold Classic mótið. Hvað tekur við að því loknu mun tíminn leiða í ljós. n Bára ásamt Konna, þjálfara sínum „Það verður æðislegt að sjá hana úti, af því að hún hentar enn betur þar,“ segir Konni, en mánaðamótin febrúar, mars á næsta ári fer hann með hóp út til að keppa á Arnold Classic í Colu- mbus, Ohio, Bandaríkj- unum. „Hún hefur þessa útgeislun sem Kaninn vill, hann vill svona „showmanship“.“ Um 40 konur keppa í hverjum hæðar- flokki á Arnold Classic. Mynd Mummi Lú Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.