Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Side 56
Vikublað 24. nóvember 2017 8 Bragi hét hann, guð skáld-skaparins í norrænni goða-fræði og Bragi Valdimar heitir hann, einn fremsti texta- og lagahöfundur þjóðarinnar í dag. Bragi Valdimar hreinlega elskar íslensku; velti sér upp úr henni í háskóla og talar hana bókstaflega aftur á bak og áfram. Hann er formaður Félags tón- skálda og textahöfunda og vinnur allan daginn við að skrifa texta á auglýsingastofunni Brandenburg. Í desember fara svo flest kvöldin hans í að spila og syngja með félögunum í Baggalút sem fyrir löngu hafa tekið við keflinu af sveinunum þrettán sem oddvitar jólanna á Íslandi. Bragi sleit barnsskónum í Hnífsdal en þangað flutti hann með foreldrum sínum þegar hann var fimm ára. Mamma hans, Ingibjörg Valdi- marsdóttir, var 36 ára þegar Bragi kom í heiminn, en pabbi hans, Guðmundur Skúli Bragason, var þrítugur. Bragi litli ólst upp sem einbirni í góðu yfirlæti þroskaðra foreldra sinna. Fékk fínasta atlæti og var almennt frekar sáttur krakki að eigin sögn. Fimmtán ára mætti hann svo aftur á mölina. Byrjaði í MH og kynntist þar félögum sínum í Baggalút. Í dag er þessi rúmlega fertugi orðspekingur kvæntur þriggja barna faðir sem býr í póstnúmeri 103 ásamt eiginkonu sinni og ástmey til sautján ára, Þórdísi Heiðu Kristjáns- dóttur tónlistar- kennara og saman eiga þau dæturnar Brynju, fjögurra ára, Þórdísi, sjö ára, og Ingu Margréti, tólf ára. Átti griðastað á bókasafninu Hvað ákafann í íslenskuna varðar segist Bragi í fyrsta lagi hafa verið mjög fljótur að læra að lesa. Sex ára gamall var hnokk- inn alveg fluglæs og Bókasafnið í Hnífsdal varð hans helsta athvarf. „Það má segja að ég hafi gert ósköp lítið annað en að lesa. Fyrst um sinn las ég hefðbundnar barnabækur; Frank og Jóa, Kim, Flipper, Skipper og hvað þetta hét nú allt saman, en smátt og smátt færði ég mig upp á skaftið. Fór í Alistair MacLean og eitthvað að- eins greindarlegra. Fyrstu bækurn- ar sem ég man eftir að hafi gripið mig sérstaklega voru bækur eftir Ole Lund Kirkegaard en ætli það hafi ekki verið Sagan endalausa sem ég féll svo alveg fyrir. Þetta var arfaslæm kvikmynd en alveg frábær bók. Sagan fjallaði um Æv- intýraland sem var að hverfa af því fólk var að hætta að lesa bækur. Í minningunni var þetta mjög löng bók en líklegast er hún það ekki.“ Heldurðu að þetta hafi markað kaflaskil í lífi þínu? Andartakið þar sem þú byrjaðir að hafa áhyggjur af framtíð íslenskunnar, umkringdur VHS-spólum árið 1984? „Nei, ég var nú bara átta ára þá og held ég hafi ekki haft neinar áhyggjur af dauða bókarinnar. Þetta var í árdaga leikjatölvunnar og vídeóið var ekki mikil ógn, svo- leiðis. Ég hafði líka bara gaman af því að lesa en ef ég hefði haft meiri áhuga á einhverju öðru þá hefði ég eflaust einfaldlega gert það frekar,“ segir Bragi og bætir við að í dag sé þetta reyndar svolítið breytt. Vissulega lesi hann eitthvað allan daginn en skáldsögur og fagurbókmenntir séu þar ekki í forgangi. Íslenskan í nútíma afþreyingarefni Nú eru margir sem hafa áhyggjur af framtíð íslenskunnar, að hér sé að vaxa úr grasi kynslóð sem mögulega komi ekki til með að valda okkar ástkæra ilhýra með sama hætti og foreldrar hennar, hvað þá ömmur og afar. Hverjar Prúður og stilltur Íslenskugúrúinn Bragi Valdimar Skúlason ræðir um æskuárin fyrir vestan, íslenskublætið, Baggalút og hömlulausan „jólafíling“ út desember Margrét H. gústaVsdóttir margret@dv.is „og hér erum við enn röflandi, sem betur fer, enda er þetta áhyggjuefni sem við þurfum að skoða á réttan hátt. m yn d ir b ry n ja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.