Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2017, Page 60
Vikublað 24. nóvember 2017 12 Afmælisbörn vikunnar Vel mælt Orðabanki Birtu: Snati Heyrðu snöggVast snati minn! Snati er gamalt íslenskt orð yfir það sem við köllum í dag snattara, eða þann sem gengur erinda fyrir aðra. Snati er líka notað um snuðrara eða hnýsinn mann og einnig skósvein. Það er líklegast þess vegna sem Snati er líka eitt vinsælasta hundanafn þjóðarinnar fyrr og síðar. Hér áður þurftu Íslendingar nauðsynlega á hundum að halda við smölun kinda, kúa og hesta og því liggur það í hlutarins eðli að dýrið sem snattast og sendist um sé kallað Snati. Hundurinn okkar hét bara Snati, okkur hefur líklega vantað ímynd- unarafl í hundsnöfnum, enda hefur þetta ugglaust verið ómerkilegur hundur. Okkur var samt vel til vina og ég bíaði oná hann og fór með gott við hann þegar hann fór að sofa að morni dags útí teignum þar sem allir voru að slá og raka. Ég hélt að þessi hundur væri einkavinur minn þó hann teldi sig eiga sameiginlegar skyldur við smalann, sem lýsti sér í því að ef smalinn kallaði í Snata á móti mér, þá fór hann með smalanum; en ef vinnumaðurinn kallaði á móti smalanum, þá elti Snati vinnumanninn. Ég virti þetta á þann veg að hundinum væru ljósar skyldur sínar í þjóðfélaginu. - Halldór Laxness Smásögur, 28. kafli, síða 323 Samheiti skósveinn, léttadrengur, skutulsveinn, þjónn, handbendi, leiguþý, senditík, snati, undirlægja, snuðrari, snapvís, maður, snati, snápur, snuddari „Það er mjög eyðileggjandi að vera algjör vinur vina sinna og það er hættulegt að eiga marga vini vegna þess að þá verður maður þræll þeirra.“ - Guðbergur Bergsson 53 ára 62 ára 73 ára rósa guðbjartsdóttir Starf: Bæjarfulltrúi og bókaútgefandi Fædd: 29. nóvember 1965 eyþór arnalds Starf: Frumkvöðull, stjórnmálamaður Fæddur: 24. nóvember 1964 þráinn bertelsson Starf: Kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur Fæddur: 30. nóvember 1944 52 ára einar kárason Starf: Rithöfundur, leikskáld Fæddur: 24. nóvember 1955

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.